Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. 3 Verðmæti útfluttra sjávarafurða: Nemur tæpum 11 milljöröum þaðsem aferárinu Verðmæti útfluttra sjávarafurða nam 10.752 milljónum króna fyrstu 8 ménuði þessa órs sem er nær 2 mill- jörðum meira en var ó sl. óri. Þetta kom fram í ræðu Björgvins Jónssonar á fiskiþingi sem nú stendur yfir en hann flutti framsöguræðu um afkomu sjóvarútvegsins í ór og vakti ræða hans mikla athygli á þinginu. I ræðu sinni sagði Björgvin: ,,A þessu tímabili nam útflutningur sjávaraf uröa 73% af heildarútflutningi landsmanna sem nam 14.713 milljón- um ó sama tima. Munar hér vitanlega mest um loönuna. Só fiskstofn virðist vera í nokkuð góðu ástandi og eru miklar vonir bundnar við veiðar úr honum ó næsta og jafnvel næstu árum.” Samkvæmt þvi sem Björgvin sagði mun útflutningsverðmæti sjóvar- afurða ó föstu verölagi hafa aukist um 11% ó fyrstu ótta mónuðum órsins. -FRI. Undanþágurfrá söluskatti: Kostaríkið 8milljarða „Miðað við að allar vörur aðrar en endursöluvörur, hráefni og út- flutningsvörur og öll þjónusta yrði söluskattsskyld myndi skattstofn söhi- skatts lauslega óætlað tvöfaldast,” sagði Albert Guðmundsson fjármála- ráöherra á Alþingi i gær er hann svar- aöi fyrirspurn frá Jóni Baldvini Hannibalssyni um tekjutap ríkissjóðs vegna undanþóga frá söluskattL „Brúttótekjuauki rfkissjóðs yrði því nálægt niu milljöröum króna ó órinu 1985 miðað við forsendur fjórlaga- frumvarps og að enginn hluti tekjuauk- ans renni í jöfnunarsjóö sveitarfé- laga,” sagði róðherrann. „Hér er miðað við að söluskattur leggist m.a. á aðföng samneyslunnar og opinberar framkvæmdir þannig að um þaö bil 10% af tek juaukanum verði aftur beinn útgjaldaauki fyrir hið opinbera. Hreinn tekjuauki gæti þvi verið nálægt ótta milljörðumkróna.” Tók ráðherra fram að þessi út- reikningur miðaöist viö að söluskattur leggist á alla þjónustu og aö allar und- anþágur falli niður. „Undanþógur fró hinni almennu söluskattsskyldu eru ókaflega marg- þættar og verður að telja fróleitt aö unnt sé eða skynsamlegt að afnema þær með öllu,” sagði Albert Guð- mundsson fjórmólaróöherra jafn- framt. -ÞG.; til Eþíópíu Hjálparstofnun kirkjunnar sendi i dag 18,5 tonn af íslenskum matvælum til hjólpar ó þurrkasvæðunum í Eþiópíu ósamt 500 þúsund kr. f ramlagi til hjólparstarfsins. Astandið í Eþiópiu og víðar í Afriku er mjög alvarlegt nú vegna langvarandi þurrka og upp- skerubrests og geigvænlegt hungur ríkir meöal fjölda fólks á þessum svæöum. Haraldur Olafsson sem nú dvelst i Eþíópíu mun taka á móti send- ingunni og hafa umsjón með dreifingu hennar. ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRA HÆFI ASKRIFTARSÍMINN ER 27022 Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, undirskrifa samnlngana í gærkveldi. DV-mynd GVA. ASf OG VSÍ SEMJA UM 24% KAUPHÆKKUN Samningar tókust Iaust fyrir klukkan s jö í gærkveldi milli Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins. Samningafundur hafði þó staðið með hléum i rúmar 30 klukku- stundir. Samningurinn kveður á um 23,9% kauphækkun fró upphafi til loka samningstíma sem er fró undir- skriftardegi til ársloka 1985. I upphafi hækka allir kauptaxtar um 9% miðaö við ágústmónuð og verða lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu þó 14.075 krónur. öli starfsheiti flytjast upp um einn launaflokk og nýtt starfsaldursþrep kemur til, þannig aö eftir sjö ára samfelit starf í starfsgrein, þar af tvö siðustu ár hjó sama vinnuveit- anda, verði laun 15% hærri en byrjunarlaun viðkomandi launa- flokks. Þessar breytingar ásamt fleiru sem kemur tii viö upphaf samnings er metið sem 12,9% hækkuná taxta. 1 byrjun desember næstkomandi skal greiöa 1500 króna launauppbót til þeirra sem eru með lágmarks- tekjur eða 14.075 krónur ó mónuði. Þann 1. janúar hækka öll starfs- heiti um einn launaflokk og jafnframt veröa launataxtar eftir eitt ár að byrjunarlaunum i öllum launaflokkum og umsamin starfs- aldursálög reiknast á þann grunn. Þessar breytingar eru metnar sem 4,8%. I marsbyrjun flytjast öll starfs- heiti enn upp um einn launaflokk. Einnig skal þó greiða 1000 króna launauppbót þeim starfsmönnum sem eru meö lágmarkstekjur. Þetta ertaliö vega2,3%. Þann 1. maí kemur enn launa- flokkshækkun fyrir öll starfsheiti. Jafnframt er þeim starfsmönnum sem hafa lágmarkstekjur tryggðar 500 krónur i iaunauppbót við fyrstu útborgun í maí. Samningur þessi gildir sem fyrr segir frá undirskriftardegi en þó að- eins að borist hafi tilkynning um samþykki fyrir 26. þessa mánaöar. Hafi tilkynning ekki borist þá gildir hann frá og með samþykktardegi viðkomandi stéttarfélags. Fulltrúar ASI og VSI munu fyrir apríllok hefja viðræður um mögulega framieng- ingu þessa samnings. Nóist ekki samkomulag um þaö fyrir 25. júni verður launaliður samningsins laus fró og með 1. september 1985 án sér- stakrar uppsagnar. -ÖEF. Úrval smáhúsgagna í antikhnotu • Skrifborð • Skatthol • Tevagnar • Sófaborð og smdborð • Innskotsborð Hagstætt verð. • Skdparm.k. • Sjónvarpsskapar • Hljómtcekjaskdpar • Homskdpar • Kommóður Bláskógar Armúla 8. Sími 68-60-80.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.