Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984.' Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur í LITMYNDIR HVERFA OG FILMUR EYÐILEGGJAST „Enginn hefur fyrir því að segja áhugamanni sem er að f járfesta í lit- filmum, eða foreldrum sem koma með bam sitt i myndatöku, aö litmyndir þeirra verði horfnar eftir 6—10 ár. Nema myndirnar séu geymdar í niða- myrkri við 30 stiga frost og rakastig undir 20 prósent,” segir Aðalsteinn Ingólfsson ritstjóri i grein er hann skrifar í síðasta tölublaö STORÐAR. I þessari grein fjallar Aðalsteinn um. skammlífi ljósmynda. Hann færir ým- is rök fyrir því aö margar ljósmyndir liggi nú undir skemmdum. Það eru sér- stakiega iitmyndir sem skemmast þegar fram iiöa stundir. Þaö er ekki vegna galla heldur einfaldlega vegna þess að litmyndir nú ó dögum eru ekki þeim eiginleikum gæddar að hægt sé aö varðveita þær óskemmdar í langan tima. Sjólfsagt hafa flestir séð gamlar lit- myndir hangandi uppi ó vegg sem eru byrjaöar að taka hin undarlegustu lit- brigði. Þær eru orðnar grænleitar og óskýrar. Aðalsteinn segir í grein sinni að þaö séu reyndar til litmyndir sem eru endingarmiklar en þær filmur eru afar dýrar og vandmeðfarnar. Auk þess sem þær eru hættulegar i vinnslu sök- um eiturefna. Þá kemur einnig fram aö filmur sem geymdar eru ó dagblöðum liggi undir skemmdum. Ástæðan er sú að mikill hraöi veröur aö vera ó framköliun og filmumar sjaldnast skolaöar nógu vel sem síðan veröur þess valdandi aö þær eyðileggjast. I grein sinni kemst Aðalsteinn að þeirri niöurstöðu að ljósmyndarar verði að bregöast við þessum vanda af einurö til þess að foröast aö mikil- vægar heimildir sem ljósmyndir hverfl í orösins fylistu merkingu. Ljósmyndarar illir Þeir ljósmyndarar sem DV hefur haft samband við eru gramir yfir þess- ari grein sem Aðalsteinn Ingólfsson skrifaöi. Þeir eru sammóla um aö Það er tekið mikið af ljósmyndum og sér í lagi í tengslum vlð blaðaútgófu. Frétta- myndir eru oft unnar á skömmum tima sem getur orðið til þess að filmum frétta- mynda hsttir til að skemmast. Uppíýsingaseðiíí til samanbutóar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaöur í október 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. i :f I I greinln sé skrifuð af mikilli vankunn- óttu og telja jafnvel aö hér sé um alvarlegan atvinnuróg að ræða. Við höfðum samband viö Leif Þor- steinsson ljósmyndara og spurðum hann ólits ó því sem fram kemur i greininni. „Þetta er mikið bull og skrifaö af vankunnóttu,” sagði Leifur Þorsteinsson. Um endingartima ljósmynda segir hann: Ekkert endist aö eilífu og þaö gildir einnig um ljósmyndir. Það eru ekki til litir sem eru ljósþolnir hvorki þeir kunstnerisku” né þeir „kom- ersialisku”. Málverk upplitast með tímanum. Fyrir nokkrum órum var hér á markaði málning sem hvarf nokkrum mónuðum eftir að hún haföi verið notuð.” En þetta eru flókin mál, segir Leifur, og erfitt að skýra út í stuttu og einföldu máli. Leifur segir því að sömu forsendur gildi fyrir endingu litmynda og annarra litaðra eflia sem fyrirfinn- ast. Litmyndir sem hengdar eru upp þar sem mikil sól eöa birta er litast upp með timanum. Þetta vita allir og ijósmyndarar segja sínum viðskipta- vinumfróþessu. Endingartími svart-hvítra mynda er meiri og til eru svart-hvítar myndir sem eiga að endast i mörg hundruö ár og fer það eftir því hvernig þær eru unnar. En þessar myndir varöveitast ekkiaöeilífu. Annar ljósmyndari, sem við höfðum samband við, segir að það sé verið að bera á menn vörusvik. Hann segir að litmyndir endist mun lengur en sagt sé fró í greininni en hann er þó ekki tilbú- inn að segja hversu lengi þær endist. Hins vegar er ljóst að allar litmyndir upplitast og nauðsynlegt aö geyma þær þar sem sólin skin ekki ó þær. Þetta gildir um alla hluti svo sem olíu- og vatnslitamyndir, húsgögn og teppi. Endingartími fllma er langur en hann fer þó eftir þvi hvemig þær eru unnar. Á dagbiöðum er hætt við að filmur liggi undir skemmdum vegna þess að ekki er vandað nóg til við f ram- köllun þeirra. Filmur á dagblöðum liggja undir skemmdum Er þaö rétt aö filmur á dagblöðum liggi undir skemmdum og er þá ekki þörf ó að eitthvað sé að gert? „Þetta eru orð i tima töluð og ég hef margsinnis ó þetta bent og allir ljós- myndarar á blöðunum vita þetta,” segir Ivar Gissurarson, forstöðumaöur Ljósmyndasafnsins. Hann segir aö fréttamynd í dag sé orðin að heimildarmynd ó morgun og þaö sé slæmt ef fllmur liggi undir skemmdum ó dagblöðunum vegna meöferðarinnar þar. En þaö er erfitt að gera við þessu vegna þess að blaöa- ljósmyndarar verða að vinna mjög hratt viö framköllunina. Þaö er reyndar hægt að gera viö þessar filmur en það er óhemjuverk og kostnaðar- samt. Eirfkur Jónsson, safnvörður ó DV, segir að það sé rétt aö filmur geti eyði- lagst þegar tímar líöa. Þetta stafi fyrst og fremst af því að hraðinn er mikill í framköliun þeirra og þær eru ekki látnar „fikserast” nógu lengi og ekki skolaðar nógu vel. Eina ráðið til að bæta úr þessu er aö vanda betur til verka. Endingartími filma og mynda Við leituðum til Hans Petersen, sem flytur inn Kodak filmur, og spurðumst fyrir um endingartíma filmanna. Þar fengust þær upplýsingar aö vegna þessara skrifa í Storð hefði verið send fyrirspum til framleiðendanna erlend- is um endingartímann. Svar hefur ekki borist enn og verður fróðlegt að sjá hvað þeir segja um þessi mól. APH SITTHVAÐ UM OFNÆMI Það eru fjölmargir sem þjást af of- næmi í einhverri mynd. Það eru til margar tegundir ofnæmis og það get- ur valdið mismunandi sjúkdómum. Einn þeirra er asmi. En asmi stafar reyndar ekki einungis af ofnæmi. Margir sem eru meö asma hafa ekki ofnæmi. Það ó þó sérstaklega við um fullorðna sem fá asma. Ástæöan fyrir asma getur þó verið vegna flók- ins samspils hinna ýmsu þótta. Ásmi er ekki smitandi og ó sér ekki sól- rænar rætur. Og það eru til fjölmargar aðrar tegundir ofnæmis, s.s. heymæði, exemogfl. Það eru til ýmsar læknisaðferðir til að koma í veg fyrir ofnæmissjúk- dóma. Ýmis meðul er hægt að nota og jafnvel ráðlagt að trimma gegn asma. En slik ráö gefa læknar og ekki ráðlegt að fara nánar út i þessi atriði hér. Ofnæmissjúklingar geta einnig komið i veg fyrir ofnæmi með því að forðast þau efni sem valda of- næminu. Efni sem geta valdið ofnœmi Þeir sem eru meö ofnæmi geta verið næmir fyrir mörgum efnum. Dæmi um slík efni eru t.d. efni sem við öndum að okkur: ryk, sviffræ, dýrahór, fjaðrir, dúnn, matur o.s.frv. Áf matvælum geta þessi eflii valdið ofnæmi: Fiskur, egg, mjólk, sítrus- ávextir og ýmsir aðrir ávextir, græn- metistegundir, skeldýr, krydd og ýmis bætiefni sem eru í matvælum. Meöui geta einnig valdið ofnæmi. Skordýr og bit af þeirra völdum og einnig ýmis efni sem við komumst í snertingu vlð geta valdið ofnæmi. Á heimilinu geta leynst ofnæmisvaldar, s.s. ryk, uppgufun fró mólningu og öðrum efnum. Ýmiss konar matvæli geta valdið ofnæmi, t.d. pulsur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.