Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. Menning Menning Menning Menning BURÐARÁS í HÚSIÍSLENSKRAR ÞJÓÐMENNINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS LúðvRt Kristjánsson: íslenskir sjávarhrattir. ÞHÖJa bindi. Manningarsjóður 1983. Samvinna og samkveiking alþýö- legrar fræðimennsku og skólalærðra visinda í sögulegum fræðum og sagnaritum þjóðarinnar fyrr og síð- ar er meöal helstu aöalsmerkja ís- lenskrar menningar og á sér vart jafngilda hliðstæöu í nálægum þjóð- löndum, a.m.k. ekki á síöustu tímum. Eg hygg að stórvirkið Islenskir sjávarhættir eftir Lúðvik Kristjánsson sé einhver skilrikasti vitnisburður um þetta á þessari öld. Að því hnígur ekki aðeins sú stað- reynd að höfundurínn er hvorki lang- skólalærður sagnfræðingur né doktor í vísindagreininni heldur alþýðlegur fræðimaður og ríthöfundur í bestu merkingu þeirra orða, en einnig hitt að í verki hans eiga skýrar og miklar heimildir af vörum glöggskyggnra alþýðumanna hvaöanæva af landinu óvenjulega fasta og samvirka leið með bóklegum fræðum heyjuöum jafnt úr frásögum bóka sem vísinda- rítum. Þessi yfirgrípsmikla og sam- tvinnaöa efnisöflun lyftir verkinu beinlinis í annað veldi, af því aö höfundurinn er jafnvígur til fanga á báðar hendur, og þar á ófan ritfær i besta lagi. Þess vegna höfum við nú í höndum óbrotgjamt sagnfræðirit- verk um annan gildasta þátt lifsannarsögu íslenskrar þjóðar frá öndverðu til okkar daga. Þetta er auðvitað ekki sjósóknarsagan sjálf heldur stuölar hennar og höfuðstafir, hverjum þeim til fulltingis sem vill segja þær sögur með heilindum. Islenskir sjávarhættir eru lika eitt- hvert gagnvandaðasta útgáfuverk síðustu ára að myndefni, lýsi- teikningum og frágangi öllum, enda hafa þar margir góðir verkamenn Lúðvfk Krístjánsson. komið til liðs við Lúðvik, og oddvitar Menningarsjóðs fátt til sparaö. Lík- lega er hlutur Bjama Jónssonar teiknara veigamestur svo þarfar og nákvæmar sem skýringarmyndir hans eru. En margir aðrir eiga þar augsýnilega góð verk af mörgu tagi. Helst held ég að finna mætti að þvi hve ódrjúglega er farið með stórar og margar síður i bókarhönnun, og ég held að eins vel eöa betur hefði mátt koma efni fyrir án svo margra auöra siðna af vænum pappír í risa- broti. Þriðja bindið Þriðja bindi þessa öndvegisverks kom út á sl. hausti og var hvorki viðaminna né efnisrýrara en hin fyrri, og þó virðist sjóður Lúöviks fráleitt tæmdur enn. Þótt hann hafi Bókmenntir Andrés Kristjánsson þegar róið langa vertíð væri vafa- laust enn eitthvað að reita ef á sjó gæfi á ævihausti. I þessu bindi er Lúðvík lítt á fljótandi f jölum en hug- ar því betur að gögnum útgerðarinn- ar í landi, tekur fram skinnklæönað og skjólföt, hugar að hrófi og nausti, reiknar út skyldur, kvaðir og upp- sátursgjöld, hyggur að veðri, sjólagi og vindum í öUum landsf jórðungum. Glöggvar sig á fiskimiðum og glugg- ar í þjóðsögur, rifjar upp bænir, gælir ofurlitið við flyðruna og hákarl- inn og fjallar um veiðarfærí. Allt er þetta mikill fróðleikur máls og muna, og myndlýsingin meö ágæt- um. Hér er þó hvorki ráð né rúm til að segja glögglega til kosta hvað þá lasta, en af viðamiklum heimilda- skrám og fangamörkum þess mann- fjölda sem höfundur hefur farið á f jörumar við má sjá að hann hefur hvorki látið deigan síga né kastaö höndum til verksins. öllu er til skila haldið með alúð og vísindalegri ná- kvæmni svo að hvergi er lausatök að finna, né gripiö til efnisfanga af laus- ung. Hér er auðvitaö ekki færí á aö leika sagnaskemmtun af fingrum fram, en list er það hvemig Lúðvík tekst að leysa harðdræg fræðin úr þurrum viðjum og gæða þau ilmi sög- unnar án þess aö slaka á visinda- klónni, jafnvel strengja á henni með þeim hætti. I því skyni nýtir höf- undur stundum gamlan skáldskap eöa þjóðsögur sem veröur jafnt til skilnings og skemmtunar. Er eitthvað eftv? Fyrsta bindi Islenskra sjávarhátta kom út 1980 og hófst með því að Lúð- vík gekk í fjöru og fræddi um fjöm- nytjar og strandjurtir, matreka og viðargagn, selalátur og selsnytjar og sitthvaðfleira. I öðm bindi, sem út kom 1982, var verstöðvatal i fjórðungum, íslenski árabáturinn i allri sinni galdragerð, lýstur ófáum teikningum. Þar var lika vikið að vermannaleiðum og vertíðum, verbúðum, mötu sjó- manna og vergögnum. Bæði bindin voru samanlagt um þúsund blaösíð- ur i stórkonulíki, sen satt að segja heldur ódrjúglega faríð með pappír. Meö þriöja bindinu, sem framar er getið, er útgáfuverkiö oröið um 1500 bls. og einhverjum kynni að verða sú spuming á vör, hvort nokk- uð sé þá eftir. Er ekki allt uppurið á þessum miðum. Svo mun seint veröa, og skutur Lúöviks fráleitt tæmdur enn og mundi seint verða. Ætlunin mun líka vera sú að vinna ofurlitið betur aö aflanum og lyfta nokkrum klyfjum til klakks í fjóröa bindi að minnsta kosti. Þar mun verða sagt frá ver- búöalífi, skreiðarferðum, fiskifangi mörgu, hvalskurði, róðrum og síðast en ekki síst hagnýtingu aflans á lið- inni tíð. Vafalaust verður þar fleira semhérerótalið. Lfklega má telja, að Islenskir sjávarhættir séu og verði aðalævi- verk Lúðviks Kristjánssonar, þótt margt hafi hann ritað annað íöilgott og lagt gjörva hönd að mörgu öðm verki. islensklr sjávarhættir em og verða lengi burðarás í því söguhúsi sem við hljótum að vinna að og byggja dag hvem ár og aldir til þess aö hýsa og vemda islenska þjóð- menningu og þjóðfrelsi. Þegar við skoðum þetta ritverk hrýs okkur hugur við, hversu vanviðað þetta hús væri án þess, og okkur verður hugsað til annarra lífsþátta Islendinga á liðnum öldum, svo sem landbúnaðar og heimilisiðju. Þótt margt hafi veríö vel rítað um þau efni er það dreift um allar jaröir, og þurfa aö koma til menn á borð við Lúðvík Kristjánsson aö safna saman og smíða úr því aðra máttarviði islenska þjóðarhússins. Þau verkefni kalla hátt á dugandi menn í þessum fræðum til þess að hlíta fordæmi Lúðviks Kristjánsson- ar. Andrés Kríst jánsson. Tekjuskatt og útsvar — eða vilja menn söluskatt á matvæli? I kjaradeilunum í haust hafa skattalækkunarleiðir verið mikiö ræddar sem aðferö til aö auka kaup- mátt launa, sem sagt fjölga krónum í launaumslögum án þess að hækka kaupiö. Þetta eru hreinar mútur og er reyndar veríð að fara aftan aö fólki með því að lofa því betri tíð með blóm i haga. Það er hrein skamm- sýni að samþykkja þetta, ekki síst vegna þess aö þetta er bein árás á velferöarkerfið. Meö skatta- lækkunum á fyrirtækjum á þessu ári hafa menn kynnst smjörþefnum, þ.e. stórhækkuðu verði á lyfjum. Fólk sem núna borgar ekki tekjuskatt en e.t.v. lágt útsvar til sveitarfélaga vegna þess að ómegð þess er mikil eða launin lág (nema hvort tveggja sé) græðir ekkert á skattalækkunarleiðinni. Það tapar á henni því að ríkið má engar tekjur missa fremur en sveitarfélögin. Sjúklingaskatturinn féll aö vísu í slæman jarðveg svo að sennilega verður það söluskattur á matvæli sem verður tekinn upp að nýju. Allir sjá hverjir munu mest blæða vegna' þess. Til varnar tekjuskatti Stighækkandi tekjuskattur er rétt- látur skattur til tekjudreifingar. Hann leggst þyngst á breiðustu bökin. Utsvar mætti svo gjama vera stighækkandi líka. Ein heistu rök launafólks eru þau að svo margir sviki undan skatti að tekjuskatturinn sé bara launa- mannaskattur. Þess ber aö minnast aö í þjóöfélagi þar sem svindl og gróðabrask er mest metið er enginn skattur heidur gagnvart svindli. Þeir sem nú sleppa við aö greiða skatta til samfélagsins munu halda áfram að sleppa eftir löglegum leiðum, t.d. af- skriftum og ólöglegum. Of margir hafa aðstöðu til aö svikja undan skatti og leiöirnar til að fela eru of auðfamar og raunar miklu fleiri og fullkomnari heldur en ég get lýst þvi aö ég er ekki fyrirtækiseigandi og hef ekki sett mig inn i þessar leiðir. Bjargráðin Hvaða leiðir eru færar til að bæta fjárhag ríkisins og ná til „breiöu bakanna”? Hér verður því ekki svar- að nema að litlu leyti. Það er alveg ljóst að kauphækkunum má með engu móti velta út í verðlagið, alveg sama þótt tiikostnaður fyrir- tækjanna hækki. Gildir einu hvort það er vegna hærri launagreiðslna eöa erlendra hækkana. Bann við verðtryggingu launa er hrein glæpa- starfsemi gagnvart launafólki og það vita lika þeir einkaatvinnurekendur sem nú yfirborga fólk. Þessu til viðbótar má auðvitað benda á að það hefði verið betra aö hafa 100% veröbólgu sl. ár og óskert- an kaupmétt. Þannig er það enginn „árangur” aö ná niður verðbólgu INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI enda var þaö ekki og er ekki mark- mið ríkisstjómarinnar, heldur að auka gróða fyrirtækjanna. Hækka á aftur skatta á fyrir- tækjum og þrengja að afskrífta- reglum. Nauösynlegt er aö skatt- leggja offjárfestingar, t.d. í húsum, sem sumar hverjar eru beinlínis í þeim tilgangi geröar að koma gróða undan réttlátri skattlagningu. Aukinn veltuskattur myndi kannski bjarga hér einhverju. Vilji til þessa er allt sem þarf, reglurnar koma þá af sjálfusér. Hér má auðvitað benda líka á flug- stööina en ekki siður á vafasama gróöastarfsemi og tollafrelsi is- lenskra fyrirtækja á Keflavíkurflug- velli. Það er líka s jálfsagt að benda á rafmagnsgjöfina til ísals í Straums- vík. Þetta hvort tveggja eru að vísu bara dropar móts viö óréttlæti kerfisins í heild en allstórir. Réttlætistilfinning mín segir mér líka að það sé réttlátara að skatt- leggja feröamannagjaldeyri en hækka verð á lyf jum til s júklinga. Ingólfur Á. Jóhannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.