Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER1984. Spurningin Fylgir þú fatatískunni? Tómas Slgurgelrsson bóndi: Þaö hef ég ekki hugmynd um. Eg fer sjaldan aö versla því ég læt aðra sjá um það aö mestu leyti fyrir mig. örn Héðinsson sölumaður: Já, ég reyni þaö. Ég kaupi samt ekki mikið af fötum því þau .eru frekar dýr hér á landi. Silvia Gunnarsdóttir húsmóðir: Nei, þaö geri ég aö sjálfsögðu ekki. Eg hef ekki efni á því. Föt eru yfirhöfuö mjög dýr á Islandi. Snæfríður Njálsdóttir húsmóðlr: Nei, ætli þaö. Eg kaupi samt nokkuð af fötum þó að þau séu mjög dýr hér. Guðjón Georgsson nemi: Eru ekki allir j í tisku í dag hvemig sem þeir eru klæddir? Eg geri sjálfur mjög lítið af þviaökaupaföt. Lilly Valgerður Oddsdóttir húsmóðir: Nei, ég hugsa að ég fylgi ekki fatatísk- unni. Eg kaupi svolitið af fötum, sumtl er dýrt annaö ekki. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hún verður seint talin meðal bestu leikara en útlitið hafði hún i lagi. Lélegt kvikmynda- valsjón- varpsins Öfelgur hringdi: Mig langar aö fara nokkrum vel- völdum orðum um þær kvikmyndir sem sjónvarpið tók til sýninga á laugardaginn sl., m.a. mér til mikillar gremju. Fyrri myndin, þar sem Marilyn Monroe lék (?) eitt aöalhlut- verkanna, var svo léleg aö engu tali tók. Myndin var með afbrigðum illa gerð og aðra eins leikendur hefur hvorki fyrr né síðar boriö fyrir augu min í kvikmynd. Það var kannski að vfsu hægt aö hrósa iangferðabílnum fyrir látlausan leik en þar meö em kostirnir upptaldir. Hvaö varðar seinni myndina sem var eins og flestum er sennilega i fersku minni eitt af stór- virkjum Shakespeares, þá vaknar upp sú spuming hvort laugardagskvöld sé rétti tíminn til að sýna slika mynd. Þama var um frábæra uppfærslu aö ræöa og leikur aliur til fyrirmyndar en eigum við afnotagjaldsgreiöendur ekki skiliö eitthvað aðgengilegra þegar við sem snöggvast getum tekið okkur frí frá streði hvunndagsins? Og nú vaknar eflaust sú spuming hjá mörgum og þar á meöal mér hvort ekki sé hægt að stefna aö þvi aö vanda eins og kostur er þær kvikmyndir sem sýndar em á laugardagskvöldum. Er ekki t.d. hægt að sýna myndir sem unnið hafa til viöurkenningar eða verið tilnefndar til verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátiöum? Þaö er þá hægt aö sýna þaö sem eftir er af sænsku bíó- myndunum á kvöldin i miöri viku. Aðeins eitt til viðbótar. Má ekki að ósekju lengja dagskrána? Til hvers verkfall? Opinber starfsmaður spyr: I Þjóðviljanum siðastliöinn föstudag er eftirfarandi haft eftir fræðslufull- trúa BSRB um nýafstaöna kjaradeilu opinberra starfsmanna: „Verkfallið var sigur en samningurinn að vissu leytiósigur...” Af því tilefni spyr ég: Til hvers fór BSRB í verkfaO? Hjólkoppur fannst Konahringdl: Þegar ég var stödd á Grundar- stignum á fimmtudagskvöldiö var um kl. 7 sá ég hjólkopp detta af SAAB bif- reið án þess að ökumaðurinn yröi þess var. Eg vQ endilega koma hjólkoppnum til eigandasins.Simanúmermitt er 12038. Leigubflaakstur Steindórs „Hvers vegna boróar fólkið ekki... ?" að mati flestra og þá kreppu sem fólkiö í Eþiópiu á við að stríða. Allir landsmenn vita fullvel aö hér líða fáir skort á einu eða neinu. Fjár- magni er kannski ekki jafnréttlát- lega skipt milli allra en skort þarf enginn að líða. En hvemig bregöumst viö sem einstaklingar viö þeim fréttum sem frá þessum van- nærðu löndum koma? Jú, flestir eru sammála um að þama séu hræöi- leglr hlutir aö gerast og eitthvað verði svo sannarlega að gera í málinu. En þaö eiga einhverjir aðrir að gera. Manni verður ósjálfrátt hugsaö til frásagnarinnar af þvi þegar við Islendingar vorum undir oki Dana og hér rikti örbirgö og fá- tækt svo að fólk svalt heilu hungri. Þegar slik frétt barst eitt sinn til dönsku konungsfjölskyldunnar, um að Islendingar syltu og væru jafnvel famir að borða skó sina, þá sagði hennar hátign drottningin: „Hvers vegna borðar fólkiö bara ekki brauö og smjör í stað þess aö svelta? ” Og fólkið í Eþiópiu og annars staðar á þessum sióðum sveltur vissulega nú. Tugþúsundir manna deyja þar daglega og þar af er meirMitinn böm. Þetta fölk er algerlega ósjáif- bjarga og á ekki neitt til neins. Vilji þess og kjarkur er á þrotum og líf þess algert vonleysi. En getum ég eða þú gert eitthvað til hjálpar þessu fólki? Vissulega getum við það og þaö ættum viö að gera. Hversu lítiö sem framlagið er þá skiptir það máli. Við ættum þvi öli aö hugsa okkur um. Eg held að í hjarta okkar getum við öll komist að svipaöri niðurstöðu: Við erum aflögufær. Slrrí hringdl: Enn á ný berast okkur nú fréttir frá hinum „þriöja heimi” um hungurdauöa og sult innfæddra. Og enn á ný skella flestir Islendingar skolleyrum við fréttum þessum og málið er flestum gleymt eftir nokkurra daga uppsláttarfregnir í dagblöðunum. Ekki sist á þetta viö núna þegar miklir umbrotatimar eru i okkar þjóðfélagi og flestir telja slg hafa nóg með sig og sína. Engu að síður er fróðlegt aö bera saman þá „kreppu” sem hér er núna „Við erum aflögufær,” segir Sirrí þegar hún talar um bungur í þriðja helmin- um. Neytandlskrifar: Jæja, nú er það orðið slæmt. Nú er svo komið að maður fær ekki aö velja þá þjónustu sem maður kaupir. Nú gerir rikiö það fyrir menn. Alltaf þegar ég hef þurft á leigubíl að halda hef ég verslað viö Steindór en nú get ég það ekki lengur. Hvaö er eigin- lega aö gerast i þessu þjóöfélagi? Hvemig má þaö vera aö leigubfl- stjórum, sem flestir hófu sinn starfs- feril hjá Steindóri, skuli nú líöast aö drepa niður þetta gamalgróna fyrir- tæki? Sjaldan launar kálfur ofeldi. Viö vesturbæingar sem og aðrir Reyk- vikingar skorum á Matthias Bjamason sem sannan frjálshyggjumann aö grípa tafarlaust i taumana og hindra þá valdníðslu sem hér hefur átt sér stað. Neytandi f jallar um Steindórsmáiið í grein slnni. Þakklæti til starfsfólks Hringið kl. 13-15 eða SKRIFIÐ Jóhanna hringdl: Mig langar hér til að koma á framfæri þakklætl til starfsfólks gíró- deildar Póststofunnar við Hlemm fyrir frábæra þjónustu. Eg hef vdtt því at- hygli siðustu ár hve starfsfólkið er til- búið til aö greiða úr þeim erfiðleikum sem upp koma. Eg kem oft þama vegna fyrirtækis þess er ég vinn hjá og ég verð aö segja að starfsfólkið er öldungis frábært þama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.