Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Page 1
Þá fá skattborgararnir reikningana vegna Kröf luvirkjunar: TVEGGJA MILUARÐA TAP VEGNA KRÖFLU —af skrif að ásamt milljarði í byggðalínur og hálf um milljarði í járnblendið Skattgreiöendur eiga von á sér- stæðri tilkynnlngu við meðferð fjár- lagafrumvarps ríkisins fyrir 1985 á Alþingi. Landsvírkjun er að yfirtaka Kröfluvirkjun með 1.000—1.200 milljóna hlut af skuldum virkjunar- innar. Um leið verður að afskrifa , afganginn sem er 1.800—2.000 millj- ónirkróna. Þaðertapaðfé. Kröfluvirkjun hefur frá upphafi verið velt áfram með iánum og er öll í skuld, sem nemur nú 3.000 milljón- um króna. Afborganir og vextir á næsta ári verða 500 milljónir. Þar af skilar virkjunin 100 milljónum úr _ rekstri en 400 milljónir bætast við skuldasúpuna. Þeir tveir miiljaröar sem afskrifa verður af virkjunarkostnaðinum núna lenda allir á heröum skatt- greiðenda. Þeir hafa nýlega tekið á sig milljarð í afskrift af byggðalinun- um svoköiluðu og hálfan milljarð vegna taps á jámblendiverksmiðj- unniá Grundartanga. Loks þarf rfkið að leggja fram af skattfé sinu á næsta ári 134 milljónir til Ríkisábyrgðasjóðs. Það fé fer að mestu til þess aö standa skil á lánum vegna Herjólfs og Akraborgar og svokallaðs raösmíðaverkefnis fiski- skipa, sem viökomandi aðilar geta, ekki staðiö skil á. Þá fara 128 millj- ónir i tap á Orkusjóði. Greiðslu stóru upphæðanna í þess- um dæmum og fleiri hliöstæðum er dreift á lengra tímabil. En á næsta ári einu er gert ráð fyrir að ríkis- sjóður greiöi 3.446 milljónir í fjár- magnskostnað sem er 15,7% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs 1 fjárlagafrumvarpinu eins og það liggurnúfyrir. HERB. Brunavörður, bam og móðir 6 Fæðingarheimiiinu i morgun: Hafdís Svavarsdóttir, Stefán Steingrimsson og óskírt meybam. DV-myndKAE iklubraut — brunavörðurtók ámóti „Það var ekki um annaö aö ræða en stöðva sjúkrabifreiðina á miðri Miklubraut, drífa sig aftur i og taka á móti baminu,” sagði Stefán Steingrímsson brunavörður sem setti sig í ljósmóöurstellingar klukkan hálf- fjögur í nótt og tók á móti meybami sem við mælingar reyndist vera 14 1/2 mörk. „Þetta er skemmtilegasta verk sem ég hef unniö á ferli mínum sem brunavörður, maður fyllist hlýjum til- finningum við að sjá nýtt líf koma í heiminn. Það hlýtur að vera gaman að vera ljósmóðir,” sagði Stefán. Móðir stúlkubarnsins, sem fæddist á Miklubrautinni í nótt, Hafdis Svavars- dóttir, sagðist helst ætla að barnið heföi verið svo svangt, og því ekki nennt að bíða lengur. Eftir bams- buröinn lagði Stefán brunavörður stúlkuna nýfæddu í faðm móðurinnar, klemma var á naflastrengnum og síðan var brunaö niður á Fæðingar- heimili. Faðirinn var einnig með í för en hann beið við hlið bílstjórans á meðan Stefán lauk verki sínu því að í sjúkra- bifreið er aðeins rúm fyrir eina „ljós- móður”. Barni, brunaverði, móður og föður heilsaðist vel í morgun er DV heimsótti þau á Fæöingarheimilinu og smellti af mynd. -EIR. Samræmdu prófin á ábyrgö kennaranna — sjá bls. 2 Þórselduren ekkisóttur — sjá bls. 5 Múrararflýja fráAkureyri — sjá bls. 11 Rækjusjómenn róaekki — sjá bls. 2 wmamsmmF Dagskrásjón- varpslengd? — sjá bls. 5 Löggulausir Reyðfirðingar — sjá bls. 14 I Milljónirtil húsbyggjenda — sjá bls. 5 Hvaðkostar bílprófið? — sjá bls.6og7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.