Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd Stríðstónn í oröa- skiptum Nicaragua og Bandaríkjanna Washington varar Nicaragua við þvíað flytja inn MIG-herþotur — Sandinistar boða herkvaðningu Reaganstjórnin hefur tekiö Moskvustjórninni vara á því aö láta Nicaragua hafa þróaðri herþotur og segist fylgjast meö því hvort skipaö veröi upp úr sovésku flutningaskipi í Corinto-höfn MIG-21 þotum. Reagan forseti segir aö nágranna- ríkjunum mundi stafa hætta af Nicaragua ef þaö fengi slíkar vélar í hendur. — Haft er eftir einum öldunga- deildarþingmanninum aö Bandaríkja- stjóm hafi þegar ákveöiö að knýja Ný rannsókn í máli sænsku stúlkunnar í Argentínu Aöstoöarutanríkisráðherra Svía sagði í gær í Buenos Aires aö hann væri þess fullviss að yfirvöld Argentínu ynnu aö því aö leysa gátuna um hvarf sænsku stúlkunnar DagmarHagelin. Þessi sautján ára sænska stúlka hvarf 1977 þegar sem hæst stóö „skít- uga herferðin”, sem dauðasveitir, leynilögreglan og herinn héldu uppi gegn vinstrisinnum í landinu. „Ríkisstjórnir okkar eru báðar sammáia um að upplýsa verði þetta mál,” sagði Pierre Schori á fundi meö blaöamönnum. Fangar, sem dvöldu um hríö í bráðabirgöafangabúðum við vél- skóla flotans i Buenos Aires, sáu síöast til Dagmar Hagelin. Þessar fangabúöir voru meö þeim stærri sem settar voru upp í „skítugu her- ferðinni” þegar huríu um 9 þúsund manns sem aldrei hafa komiö fram síðan. Áöur haföi Hagelin sést leidd upp í bíl af óeinkennisklæddum mönnum og numin á brott. Einn mannanna þekktist en það var enginn annar en Alfredo Astiz, kafteinn i flotanum. Astiz þessi hefur illt orð á sér fyrir meinta framgöngu í „skítugu her- ferðinni” en athyglin beindist aö honum í Falklandseyjastríöinu þeg- ar hann stýröi hemómsliði Argentínu á Suöur-Georgíu, eyju skammt frá Falklandseyjum. Gafst hann mótspyrnulaust upp fyrir land- göngusveitum Breta um leiö og þær bar að. I herrétti 1981 var Astiz sýknaður af því að vera valdur aö hvarfi Hagelin. Lög í Argentínu gera ráð fyrir því aö sami maður verði ekki sóttur tvisvar til saka fyrir sama af- brotið. I þessu tilviki túlka lögin hvarf manneskjunnar sem „á- framhaldandi” sem skapi grundvöll fyrir nýja málsókn. Schori aðstoöarutanríkisráöherra segist hafa fengið greinargóð svör hjá argentínskum yfirvöldum út af málinu. Sagði hann fyrir Svíum vaka fyrst og fremst aö fá upplýst hver hafi oröið örlög stúlkunnar en ekki endilega aö koma Astiz kafsteini undir mannahendur. Asti kafteinn er annars einnig ákærður fyrir hlutdeild í hvarfi tveggja franskra nunna og tiu Argentínumanna. Yfir honum situr um þessar mundir herréttur vegna óvasklegrar framgöngu hans á Suður-Georgíu i Falklandseyjastríðinu. Hann var handtekinn nær ári eftir lok Falk- landseyjastríðsins þegar hann var á leiðúrlandi. Aifredo Astiz kafteinn hefur á sér illt orð fyrir ólikt vasklegri framgöngu í „skttugu herferðinnl” gegn konum og óbreyttum borgurum heldur en í Falklandseyjastríðinu. Dagmar Hagelin, sænsk 17 óra stúlka, sem hvarf i „skítugu herferð- inni”. Sjónarvottar sáu óeinkennis- klædda lögreglumenn nema hana á brott og síðast spurðlst til hennar í fangabúðum. Nicaragua til þess að iosa sig við slikar herþotur, ef sandinistum berist þær. Embættismenn i Nicaragua bera á móti því að MIG-þotur séu í flutninga- skipinu og saka Bandaríkjamenn um að reyna að setja á svið tilefni til hemaöaraögerða gegn Nicaragua. Stjórnin í Managua hefur boðað Réttarhöld íTreholts- máli í mars? Gæsluvarðhald Arne Treholts hefur verið framlengt i allt að tvo mánuði en í fréttatilkynningu saksóknara í Osló er sagt að rannsóknin á njósna- máli hans sé nú að komast á lokastig. Búast menn við þvi að rannsókninni ljúki um áramót. Ef svo fer má búast við því að réttarhöldin yfir Treholt hef jist einhvern tíma í marsmánuði. — Á myndinni hér við hliðina sést Treholt (lengst t.h.) fluttur til yfir- heyrslu handjámaður. landsmönnum að vera viðbúnir her- kvaðningu. Miguel d’Escoto, utanríkisráðherra Nicaragua, sakaði i gærkvöldi Banda- ríkin um að hafa sent flugvél inn í loft- helgi Nicaragua (yfir Corinto og sovéska flutningaskipiö) og herskip inn í landhelgina. — Fregnir herma að Nicaragua hafi skotiö á bandarísku flugvélina. — 1 Washington er borið á móti því aö loft- eöa landhelgi Nicaragua hafi verið rofin af Banda- ríkjamönnum. Sandinistar, sem fara meö völd í Nicaragua, hafa lengi haldið því fram að Bandaríkin ali á innrásarhug- myndum. Bandaríkjastjóm sakar þá um að vera í bandalagi með Sovét- mönnum og Kúbu um að útbreiða kommúnisma í Mið-Ameríku og út- vega vinstrisinna skæruliðum í ná- grannaríkjunum sovésk vopn. Reagan Bandaríkjaforseti sagði i gær um MIG-þoturnar: „Við höfum til- kynnt Managuastjórninni að flytji hún inn eitthvað þvílíkt, sem henni er engin nauðsyn á, gefi það til kynna áform þeirra um að ætla að ógna nágranna- löndunum.” Daniel Patrick Moynihan þing- Evensení Alþjóða- dómstólinn Hafréttarsérfræðingur Norð- manna, Jens Evensen, fyrrum ráð- herra og einn af heistu höfundum hafréttarsáttmála SÞ, hefur verið valinn til sætis í alþjóðadómstóln- umíHaag. 1 atkvæðagreiðslu í allsherjar- þingi SÞ hlaut Evensen 133 at- kvæði. Af fimmtán dómurum voru f jórir endurkjömir til annarrar níu ára setu í dómstólnum. Þeir eru Taslim Elias (Nigeríu ), Shegeru Oda (Japan), Zhengyu Ni (Kína) ogManfredLachs (Póllandi). maöur, sem sæti á í leyniþjónustu- nefnd öldungadeildarinnar, sagði: „Við höfum sagt þeim í Nicaragua að þeir komist ekki upp með þetta og við höfum orðið ásáttir um hvað gera skuli ef þeir ætla sér það samt.” Mannaskipti í áhrífastöðum öidungadeiidar Richard Lugar, einn af þingmönn- um repúblíkana, hefur gefið kost á sér til formennsku þingflokksins, sem er í meirihluta i öldungadeild Bandaríkja- þings. Um leið búast menn f astlega við þvi að Jesse Helms, einn ihaldssamari þingmanna flokksins, taki sæti sem formaður utanríkisnefndar þingdeild- arinnar en það er ein af áhrifameiri nefndum þingsins. Slík uppstokkun meðal forystu- manna í þinginu fylgir venjulega í kjöl- far kosninga. Málin skýrast eftir 28. nóvember þegar repúblíkanar hittast Handahófsmorð og skyndiaftökur Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational saka stjórnarhermenn i Chad um aö hafa orðið hundruðum manna að bana í skyndiaftökum og handahóf smorðum siðustu tvo mánuði. Samtökin kenna þessa slátrun þeirri herör, sem öryggislögreglan og fylgismenn Hisseme Habre forseta hafa skorið upp gegn stjómarandstæð- ingumí suðurhluta Chad. Tilgreinir Amnesty dæmi upp á að varðhaldsfangar hafi verið drepnir, bændur skotnir niður þar sem þeir voru að störfum úti á ökrum og fólk brennt lifandi eftir að þaö hafði flúið innikirkju. Er talað um að í valnum liggi að minnsta kosti á þriðja hundrað manns eftir þess konar morð. Það hefur lengi verið róstusamt í Chad. Stjórnarherinn hefur haft viö að glíma uppreisnarmenn undir forystu Goukouni Oueddei, fyrrum forseta. Frakkland hefur stutt Habre en Líbýa uppreisnarmenn. I september byrjuðu Frakkar að draga stuðningsliö sitt frá Chad, samtímis Líbýumönnum, að undangengnum samningum þar um, til þess að greiða götu friðarumræöna. til þess að velja sér þingflokksformann í staöinn fyrir Howard Baker sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs í öldunga- deildina að þessu sinni. — Baker býr sig undir að ná útnefningu flokksins til framboðs í forsetakosningunum 1988. 1 kosningunum í gær töpuðu repú- blíkanar tveim sætum til demókrata ■ (annað var kjördæmi Bakers) en héldu samt meirihluta með 53 þing- menn á móti 47. — 1 fulltrúadeildinni hafa demókratar um 85 þingsæta meirihluta. I samkeppni viö Richard Lugar um þingflokksformennskuna eru Robert Dole (Kansas), James McClure (Idaho) og Ted Stevens (Alaska). Með tilliti til langrar þingsetu (sem ræður miklu um val í formannsemb- ætti þingnefnda) er Jesse Helms næst- ur i röðinni til þess aö taka sætiö í utan- rikisnefndinni þar sem hann mundi njóta mikilla áhrifa. Á hinn bóginn hafði hann, í mjög tvísýnni kosninga- baráttu í heimaríki sínu, lofað kjósend- um sínum þvi að halda áfram for- mennsku í landbúnaðarnefndinni en landbúnaður er mikilvægasta atvinnu- greinin í Norður-Karólina. Síðasti for- maöur utanríkisnefndarinnar var Charles Percy frá Dlinois sem féll i kosningunum í gær. — Erllng Aspelund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.