Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd bundnar við Rajiv Umsjón: Guðmundur Pétursson — Friðrík Indriðason INDLAND: Meö viöumefnið „Herra heiðar- legur” í veganesti hefur hinn nýi for- sætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, fært með sér æskuþrótt og ný viðhorf við lausn aldagamalla vandamála landsins sem hann hefur nú stjómaö í vikutíma. Þrátt fyrir aö þetta sé stuttur tími hefur Rajiv tek- ist aö ávinna sér virðingu erlendra ráöamanna sem vom við bálför móöur hans og traust fjölmargra landa sinna fyrir að taká föstum tök- um óeirðirnar og árásimar á sikha sem fylgdu í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi. Otfarardaginn fór Rajiv beint frá bálkestinum í för um óeirðasvæðin í Nýju Delhí, hitti ofbeldishópa að máli og sagði þeim að hypja sig heim. Eftir förina skipaði hann fleiri hermönnum inn i borgina og rak borgarstjórann frá störfum. Daginn eftir, í miðjum heimsóknum ráða- manna til hans, tilkynnti hann svo nýja stjóm sína. Þessi ákveðni og stjómsemi, sam- hliða glæsilegri ítalskri eiginkonu hans og pólitisku valdi, sem harm- leikur fjölskyldu hans varpar skugga á, hefur í hugum sumra kallaði fram valdatíö John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna. Skjót lausn Munurinn er sá að Kennedy hafði 1000 daga til aö sýna hæfni sina en Rajiv aðeins viku til að sanna að hann sé vandanum vaxinn. Hann verður að finna skjóta lausn á sikha-vandamálinu, og binda þann- ig enda á ofbeldisöldu þá sem farið hefur um indverskt þjóðfélag, ákveða dagsetningu á nýjum kosn- ingum og vinna þær og halda jafn- framt samskiptum landsins við nágrannaþjóðir sínar á réttum kili. Þjóðin og nágrannar hennar líta til Rajiv meö von um breytingar. Forseti Pakistan, Zia-Ul-Haq, gerir sér vonir um ný viðhorf gagnvart INDLAND: ast til að efnahagslífið verði nú gert frjálsara. „Rajiv Gandhi byrjar með hreint borð,” segir H.P. Nanda, stjórnar- formaöur Escorts Itd., tíunda stærsta iðnfyrirtækis landsins. „Hann hefur engar fyrirfram ákveðnar skoðanir og hann skilur vandamál okkar.” Rajiv haföi engan áhuga á stjóm- málum þar til yngri bróðir hans, Sanjay, fórst í flugslysi 1980, en Indira hafði ætlað honum aö taka við af sér. Dagblöð i Indlandi fengu honum viðumefnið „Herra heiðarlegur” er honum var þröngvaö inn á skákborð indversks valdatafls og eftír aö hann var kominn á þing og lék æ stærra hlutverk í stjómun Kongress-flokks- ins loddi þetta viöumefni áfram við hann. Ólíkur stfll Olíkur stíll Rajiv miðað við aðra indverska ráðamenn hefur þegar komið í ljós. Hann bauö til dæmis ekkju Sanjay, Maneku Gandhi, heiðursstööu við bálför Indiru en Maneka og Indira vom orðnar svam- ir óvinir vegna pólitískra deilna og var ákvörðun Rajiv túlkuð sem hann vildi slá striki yfir fortíðina í þeim efnum. Rajiv hefur umkringt sig ráðgjöf- um á svipuðum aldri og hann er og haldið frá sér gömlu, grónu valda- mönnum Kongress-flokksins sem séð hafa ofsjónum yfir miklum frama hans. Eins eru þeir margir sem bíða þess að Rajiv misstígi sig. Maðurinn sem vonast til aö fella Rajiv í komandi kosningum er hinn 81 árs gamli Charan Singh sem viku fyrir morðið á Gandhi tókst að koma á bandalagi nokkurra lykilstjórnar- andstöðuflokka. „Það er ekki auðvelt að stjórna þessu landi og Rajiv er allt of góðlát- legur,” segir Singh. Prestsmálið hafði öfug áhrif Einörð viöbrögð pólskra yfirvalda við ráninu og morðinu á hinum vin- sæla presti Jerzy Popieluszko bægöu frá hættunni á klofningi við kaþólsku kirkjuna sem er mjög áhrifamikil meðal Pólverja og eins nýjum kala í sambúð Póllands og Vesturlanda. Vestrænir diplómatar í Varsjá eru þeirrar skoðunar að Wojciech Jaruz- elski, leiðtogi Póllands, hafi sloppiö frá þessari viðsjá með traustari tök á stjómtaumunum og aukið Alit, þrátt fyrir að öryggislögreglan hafi reynst illilega Qækt í máliö. Misreiknuðu sig Um leið hefur morðið á föður Jerzy, sem var máldjarfur andstæðingur kommúnisma og opinskár talsmaöur óháðrar verkalýðshreyfingar, haft öfug áhrif viö þau sem vöktu fyrir öf gaöQunum sem að morðsamsærinu stóðu. Ráninu á prestinum var valin stund sem bar upp á sama tímann og Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, kom í heimsókn til Póllands, fyrsti vestræni leiðtoginn sem þangaö hefur lagt leið sina siðan Eining var undirokuð meö inn- leiðingu herlaganna 1981. — Tals- menn þess opinbera segja að fyrir ræningjunum hafi aðallega vakað að rjúfa tengslin við kirkjuna, spilla fyrir auknum samskiptum Póllands við Vesturlönd og gera að engu yfiriýsingar Jaruzelskis um að póli- tísk ólga (rótið eftir stofnun Ein- ingar) innanlands hefði hjaönað. En örugg handtök yQrvalda á þessu viösjármáli tryggöu i staöinn að kirkjan undir forystu Jozefs Glemps, kardinála og erkibiskups, hafði samvinnu við valdhafa um að lægja öldur út af eftirmálum. Jaruzelski varaði umsvifalaust kommúnistaQokkinn við þvi að hvarf þessa fræga prests væri bein árás á forystu hans sjálfs. Heimsókn Papandreous forsætisráðherra á þeim sama tíma, sem lögreglan leit- aði dyrum og dyngjum að föður Jerzy, gekk snuröulaust. Papandreou lauk miklu lofsorði á stjómunarhæQleika Jaruzelskis þegar sá fyrmefndi sneriheim. Jafnvel eindregnustu fylgjendur Einingar viðurkenna fyrir vestrænum fréttamönnum að þeir trúi þvi ekki að valdhafamir hafi staðið að dauða Popieluszkos, þótt þeir vilji draga þá til siðferði- legrar ábyrgðar fyrir, vegna sinnu- leysis yfirvalda um umkvartanir verkalýðssinna út af vaxandi til- burðum til ofbeldis og ofsókna á hendur Einingarmönnum. Gagnrýni snýst á hendur lögreglunni En í stað þess að magna á hendur stjóm Jamzelskis úlfúð og ófrið, sem kveikt gætí upp gagnrýni á stjórnina frá kommúnistum fyrir að hafa ekki nógu sterk tök á andkommúnískum öQum, eru það harðlínumennimir og hin áður ægisterka leynilögregla sem komin eru á undanhald. Jamzelski hefur fengið rétt upp i hendumar vopnin til þess að hreinsa úr Qokknum andstæðinga á öllum þrepum og innanríkisráöuneytið verður nú aö gangast undir stranga rannsókn. Þrir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir ránið á prestinum og eiga yfir höföi sér morðákærur þar til viðbótar. Tveir ofurstar, aðstoðar- deildarstjórar í innanríkisráðuneyt- inu, sitja í varðhaldi grunaöir um hlutdeild i samsærinu og annar þeirra hefur þegar verið ákærður. Yfirmaður þeirra, hershöfðingi, hefur orðið að víkja úr deildarstjóra- stöðu sinni fyrir lélega stjómun á starfsfólki sínu. Jaruzelski og Czeslaw Kisczak, hershöfðingi og innanríkisráðherra, hafa þar meö fengið tækifæri til þess aö ná undirtökunum á innanríkis- ráðuneytinu og öryggislögreglunni sem þeir hafa aldrei haft. Eins og í Qestum rikjum með slíkt stjórnkerQ vill brenna við að leyniþjónustan eða öryggislögreglan veröi ríki innan ríkisins. Jaruzelski farsœll Yfirvöldin stóöust eftirmálin jafn farsællega og aöra prófsteina sem þau færðust i fang fyrr á árinu. Eins og kosningarnar i júni, þegar Ein- ingu tókst ekki að fá fólk til þess aö sniðganga kjörkassana, eöa réttar- höldin yfir lögreglumönnunum, sem sýknaðir voru af því að hafa barið til dauðs námsmann tengdan Einingu. Annað sem snúist haföi til heppilegri vegar fyrir Jaruzelski-stjórnina var náöun foringja Einingar, sem látnir vom lausir, án þess aö glæða að nýju andófshreyfinguna i landinu. Sá munur er auðvitaö á Popielzko- málinu og hinum viöburðunum að prestsmálið var ófyrirsjáanlegt og miklu eldfimara atvik. sifelldum vandamálum í samskipt- um þjóðanna sem háð hafa þrjár styrjaldir sín í millum f rá árinu 1947. Byrjar með hreint borð Indverskir viöskiptamenn, sem reyna nú að tileinka sér tækni- nýjungar eftir stranglega miðstýrt hagkerQ frá upphaQ s jálfstæðis, von- ai dtfj* °g » vto8® ívrir W ingar Rajiv Gandhi ásamt móður sinni, Indiru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.