Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. 11 Er illa staðið að sölu íslenskra f rímerkja erlendis? Færeyingar selja sjö sinnum meira en viö „Otgáfa kynningarrita á frimerkjum er vægast sagt dapur- leg,” sagði Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalags, á fundi sameinaðs þings í gær. Sala frímerkja er eitt prósent af útflutn- ingstekjum Færeyinga. A árunum 1980 og 1981 seldu Færeyingar frí- merki erlendis fyrir 30 milljónir danskra króna eða um 90 milljónir ís- lenskra króna. A þessum árum seldum við íslensk frímerki fyrir 14 milljónir króna.” Þingmaðurinn var með fyrir- spumir til samgönguráðherra um sölu á íslenskum frímerkjum erlend- is. Kvað illa staðið að þeim málum og mikinn mun á tilhögun þessara mála hér á landi miðað við önnur Norðurlönd. Og sérstaklega taldi þingmaðurinn frímerkjasölumál Færeyinga til fyrirmyndar. Samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, svaraði m.a. á þá leið að upplýsingarit um ný frímerki væru gefin út á fimm tungumálum. Og ráðgert væri að taka þátt í ellefu frí- merkjasýningum erlendis á yfir- standandi ári. Tekjur af frímerkja- sölu voru rúmar þrjár miiljónir árið 1980 og rúmlega átján milljónir í fyrra. Kvað ráðherrann ýmsar breytingar væntanlegar í þessum málum, en eitt af því sem þing- maðurinn Guðrún Helgadóttir hafði gagnrýnt var handstimplun fyrsta dags umslaga, „sem væri ákaflega frumstæðaðferð”. -ÞG Lögfræði- aðstoð Orators í gang Lögfræðiaðstoð Orators hefur þriðja starfsár sitt næstkomandi fimmtudagskvöld, 8. nóvember, klukkan 19.30. Mun hún starfa í vetur á hverju fimmtudagskvöldi frá kiukkan 19.30 til 22.00. A þessum tima getur almenningur hringt í sima 21325 og borið upp lög- fræðileg vandamál sín og verður leitast við að leysa úr þeim eftir bestu getu. Lögfræðiaðstoð Orators kostar ekkert. Akureyri: Múrarar flýja suður Gert er ráð fyrir að aðeins sex múrarar hafi vinnu á Akureyri í vetur. Múrarar virðast hreinlega vera deyjandi stétt í bænum því fyrir nokkrum árum voru þeir 40 en nú eru um 20 starfandi. „Núna í haust hafa einir sex eða sjö fariö suður yfir heiðar,” sagði Jón Smári Friðriksson, formaður Múrara- félags Akureyrar, í samtali við DV. „Hér er búið að sleikja allt sem var hægtaðsleikja upp.” Mikill samdráttur í byggingariðnað- inum er ástæðan fyrir þessu slæma ástandi hjá múrurum. Mjög litið var byggt í sumar og því að sama skapi lítiö um innivinnu nú. Þetta hefur leitt til stórfelldra uppsagna hjá smiöum og flótta iönaðarmanna í vinnu sem enn er að hafa annars staðar. Til dæmis eru nokkrir múraranna frá Akureyri nú í vinnu við Listasafn Islands. JBH/Akureyrl SMAAUGLYSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorgínu, en um hvaö er samið er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuðum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Viö birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst,óháÖ dagblað FJÖLBREYTT ÚRVAL NÝRRA HÚSGAGNA Qfl nm Bláskógar ÁRMÚLA 8. SlMI 68-60 80.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.