Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. Myndbönd Myndbönd Rannsókn RLR á tveimur myndbandaieigum: UPPVÍST UM DREIF- INGU Á KLÁMSPÓLUM Ríkissaksóknari hefur sent Rann- sóknarlögreglu ríkisins aftur mál þaö sem unniö var aö rannsókn á í sumar og beindist aö meintri ólöglegri fjöl- földun á myndböndum hjá tveimur myndbandaleigum í Reykjavik. Ríkis- saksóknari fékk máliö til meöferöar fyrir verkfall en hann vill að ákveönir þættir þess veröi kannaðir nánar. Að sögn Amars Guömundssonar, deildarstjóra hjá RLR, kærðu Samtök rétthafa myndbanda leigurnar tvær fyrir ólöglega fjölföldun á tveimur spólum. Viö rannsóknina kom síðan í „Mini-seríur" eru vinsælar „Mini-seríur" eða stuttir fram- haldsþættir fyrir sjónvarp eru meö vinsælustu myndböndum í útleigu hériendis sem erlendis og hefur nokkrum af þeim þekktari skolað á fjörur íslenskra mynd- bandaleiga. Flestir muua eftir Master of the game sem trónaöi í efsta sæti vinsældalista okkar um langt skeiö, af öðrum svipuðum á markaðinum hér má nefna The Ninja Master meö Lee Van Cleef í aðalhlutverki, nokkrir tímar af látum og slagsmálum, Blind Ambition sem byggð er á ævisögu John Dean úr Watergate- hneykslinu, en lögfræöinginn leikur Martin Sheen og fer á kost- um. Sú nýjasta á markaðinum er svo Celebrity, saga þriggja stráka frá Texas sem alast upp saman en velja sér ólík störf, leikari, blaðamaður og yfir- maður sértrúarsafnaðar. Þeir eiga sameiginlegt leyndarmál sem eltir þá uppi síöar á lífsleið- inni. -FRI myndbandaleiga ENGLAR ■ REIÐÍNNAR ENGLAR REIÐINNAR Leikstjóri: Buzz Kulik. Aðaileikendur: Jacklyn Smith og Armande Assente. Englar reiðinnar er þriggja tíma sjónvarpsmynd, gerð eftir skáldsögu Sidney Sheldon sem m.a. hefur komið út á íslensku. Fjallar hún um ungan kvenlögfræðing sem kemur úr sveit- inni í borgina og ætlar sér stóra hluti á lögfræðisviðinu. En ýmsir karlmenn veröa henni þrándur í götu á leiö hennar upp metoröastigann. Fyrst veröur hún fyrir því aö vera notuö óviljandi af mafíunni til að koma í veg fyrir að háttsettur mafíuforingi sé dæmdur. Sá sem notar hana á þennan hátt er lögfræðingur sem kemur seinna mikið viö líf hennar. Annar lög- fræöingur og tilvonandi þingmaður kemur einnig mikiö við sögu og takast ástir meö þeim, þótt sælan verði skammvinn. Kvenlögfræðingurinn, sem leikin er af fagurri og sæmilegri leikkonu, Jacklyn Smith, kemst þó á toppinn í sinni atvinnugrein, þótt leiðin sé þymum stráð. Og þrátt fyrir að hver karlmaðurinn af öðrum bregðist henni stendur hun sem hinn sterki einstakl- ingur í lokin. Engiar reiðinnar er sæmileg afþreying, allt of löng að vísu. Helsti galli myndarinnar fyrir utan gloppóttan söguþráð er hversu leiðin- legir allir karlleikaramir em upp til hópa. -HK. ljós fleira ólöglegt hjá myndbanda- leigum þessum, eins og að þeir höfðu ekki rétt á nokkrum myndböndum öðrum sem þeir höfðu fjölfaldað og ennfremur varð uppvíst um dreifingu á klámi sem RLR tók til athugunar. „Þetta mál var til rannsóknar hjá okkur í sumar og þaö er hiö stærsta sem við höfum rannsakaö á þessu ári en það hlóð nokkuð utan á sig í rann- sókninni,” sagði Amar Guömundsson í samtali viðDV. Aðspuröur sagði hann að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem myndbandaleiga er uppvís að dreifingu á klámefni. I fyrra var myndbandaleiga í Kópavogi kærð fyrir myndbandið „Cannibal Holocaust” en við þá rannsókn varð uppvíst um dreifingu á klámspólum og sagði Arnar að það mál hefði verið af- greitt hjá sakadómi Kópavogs. Arnar sagöi að ef embættið ætti að halda uppi virku eftirliti með mynd- bandaleigum þyrfti það á meiri mann- skap að halda, nú einbeittu þeir sér að því að afgreiöa þær kæmr sem bærust og væru þeir með í meðferð hjá sér nú f jórar slíkar frá Samtökum rétthafa. -FRI Mlchael Beck fer með eitt aðalhlutverklð i Celebrity, THE KILLERS Loikstjóri Donald Siegel. Aðalhlutverk Loe Marvln, John Caseavetes og Ronald Reagan. Það er best að játa það strax að ég tók þessa mynd eingöngu vegna þess að Ronnie Reagan leikur í henni en þetta er sennilega ein af hans siðustu kvikmyndum. Ronnie, sem nú hefur verið endurkjörinn forseti Banda- ríkjanna, var ekki mikill leikari eftlr þessari mynd að dæma, fer í gegnum hana á einu svipbrigði, áhyggju- fullur, sennilega sama svipbrigðið og hann notar nú á fundum um f járlaga- hailann þar vestra en myndin í heild er ágætis þriller um tvo leigumorð- ingja á höttunum eftir milljón dollur- um. Marvin og Clu Gulager leika leigu- morðingjana, Cassavetes leikur kappaksturskappa sem rændi milljóninni en Ronnie er heilinn á bak við ránið. Fyrir þá sem vilja sjá forseta Bandaríkjanna á hvíta tjald- inu er hægt að mæla með þessari. -FRI <>NNERY ÁMES BCNDOO^ NEVER SAY NEVER AGAIN Leikstjóri: Irvin Kershner. Aðalleikendur: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Max Von Sydow og Barbara Carrera. A síðasta ári tók Sean Connery allt i einu upp á því aö fara að leika James Bond aftur eftir langa hvíld. Glöddust nú margir aðdáendur hans, sérstak- lega þeir sem hafa aldrei sætt sig viö Roger Moore í hlutverki James Bond. Afraksturinn varð Never Say Never Again sem byggö er lauslega á eldri Bond-mynd, Thunderball, sem svo aftur á móti var lauslega byggö á skáldsögu eftir Ian Fleming. I fáum orðum sagt er Never Say Never Again í anda nýrri Bondmyndanna, mest gert úr tækniatriöum og húmorinn hjá Bond er í lagi. Sean Connery er nær týpunni sem Roger Moore hefur skapaö en eigin útgáfu og er það sjálfsagt hárrétt ákvörðun. Myndin er hin skemmtileg- asta, mikiU hraði í henni. FaUegar stúlkur og vondir skúrkar setja sinn svip á útkomuna og Sean Connery hefur verið yngdur um ein fimmtán ár. Never Say Never Again er hin besta skernmtun eina kvöldstund heima hj á sér, ef mönnum leiðist þaö sem boðið er upp á í sjónvarpinu. -HK. Vinsældalisti DV er unninn í samvinnu við 10 stærstu mynd- bandaleigumar innan SlM auk Video-sport (3 leigur) og Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna( 6 leigur). 1. THE SPY WHO LOVED ME 2. DYNASTY 3. NEVER SAY NEVER AGAIN 4. ENGLAR REIÐINNAR 5. THE NINJA MASTER (1—3) 6. LOOKER 7. PRIVATE BENJAMIN 8. BLADERUNNER 9. DOG SOLDIERS 10. ROLLING THUNDER BUO&LOU Leikstjóri Robert C. Thompson. Aðalhlutverk Harvey Korman og Buddy Hockott. Hver kannast ekki við þá félaga Abbot og Costello sem gerðu margar ógleymanlegar gamanmyndir á fimmta og sjötta áratugnum. I þess- ari mynd er reynt að skyggnast á bak viö tjöldin og gefa hugmynd um einkalíf þeirra félaga þar sem oft gekk á ýmsu, sérstaklega undir lok- in. Helsta vandamálið við þessa mynd er að Kormann og Hackett eru mjög ósannfærandí sem Abbot og Costello ef undan eru skildir dramatísku kafl- arnir sem þeir leysa ágætlega úr. Grinið er aftur á móti annað mál og aö sjá þá taka þekktasta grínatriði Abbot og CosteUo, hornaboltaleikinn, miðað við frumútgáfuna er eins og svartoghvítt. Fyrir þá sem vilja vita eitthvað um einkalíf þeirra félaga er myndin skárri en ekkert en lítið meira. -FRI TÍU DAGA UNDRIN (La dócade propigieuso) Loikstjóri: Claude Chabrol. Aðalloikendur: Anthony Perkins, Michel Piccoli, Orson Welles og Marlene Jobert. Claude Chabrol er meistari þrillera af betri gerðinni eins og hann hefur marg oft sannað. Tíu daga undrin er engin undantekning. Myndin er spennandi sakamálamynd en um leið er kafað í sáUna í þeim fáu persónum sem koma við sögu. Tíu daga undrin byrjar í París. Ungur maöur vaknar upp á ódýru hótelherbergi, blóðugur um hendurnar og man ekki eftir hvað hann hefur gert síðustu daga. Hann leitar hjálpar hjá fyrrum kennara sínum og fær hann til að koma tU sín sem er i sveit í Frakklandi. Faðir hans er mjög ríkur landeigandi, giftur ungri og fallegri konu. Prófessorinn er fljótur að taka eftir því að þaö er ekki aUt eins og á að vera á heimiU auðkýfingsins og má segja að hver persóna búi yfir leyndarmáU. Áður en hann veit af er hann orðinn þátttakandi í leik sem erfitt er að losna frá. Atburöarásin í myndinni er í heild frekar róleg en spennan er aUtaf fyrir hendi. Söguþráðurmn er flókinn og mynda- takan á einnig þátt í að skapa hið spennta andrúmsloft sem er í myndinni. . -HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.