Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn NT berst í bökkum Utgáía NT vlröiflt ekkl ætla að verða lánlegrl en útgerðin var á forvera þess, Tímanum sáluga. Þá sjö mánuðl, sem blaðið hefur verið gefið út, hafa skuldirnar hlaðist upp. Nema þssr nú um 17 milljón- um króna. Vega þar þyngst kaup á setningartækjum fyrir blaðlð, nýjum innréttlngum og öðrum iúxus sem NT- menn töldu sig ekki geta verið án við uppbaf frægðar- ferilslns. Pappirskaup koma hér elnnlg við sögu, svo og fjölmenn, riflega yfirborguð ritstjórn. En vopnin hafa þvi mlður snúlst í höndum Nútima- manna. t stað þess glæsi- rekstrar, sem stundaður var i upphafi, skal nú allt kapp lagt á að skera niður og spara, geti það bjargað einhverju. Þannig verða efniskaup fyrir blaðlð mjög skorin við nögl, fækkað á ritstjóm um þriðj- ung og svo mætti áfram telja. Enn sannast þvi hið fora- kveðna að kapp er best með forsjá —eðaþannig. Víkingar í vígahug Það hefur vakið athygli hvað handknattleiksmenn Vikings hafa skammast mikið út í FjaUhammer frá Noregi fyrir að nelta að leika á tslandi. Víkingar geta sjálf- um sér um kennt hveraig fór. Fjallhammer átti upphaflega að lelka báða lelkina i Reykjavik. En Vikingar óskuðu eftir frestun á leikjun- um á eUeftu stundu, eða daginn áður en Fjailhammer átti að koma hingað tU lands. Ástæðan fyrlr frestuninni er sögð vera að Víkingar hafl ekki verið áfjáðir að leika þar sem þeir gátu ekki fengið „ókeypls auglýslngar” i dag- blöðunum — U1 að auglýsa upp leikinn gegn FJaU- hammer þar sem blöðin komu ekki út vegna verkfaUs bókagerðarmanna. Vikingar keyptn leUdna gegn FJaU- hammer tU að græða á þeim. En nú sitja þelr uppi með sárt ennlð — og stórtap. Aftur á mótl léku FH-ingar gegn norska Uðinu Kolbotn hér á landi í verkfaUinu—og fengn gróða, þar sem þelr léku fyrlr f uUu húsi í Hafnarfirði. Séö fram í tímann Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, þótti sýna mik- inn skörungsskap i nýafstað- inni kjaradeUu bandalagsins og ríkisins. Verður lengi i mbmum höfð verkfallsvarsla hans í hafrannsóknaskipinu Bjaraa Sæmundssynl. Þetta rifjaðist upp þegar flett var gömlum SpegU frá árinu 1968. Þar eru teknir fyrlr nokkrir þjóökunnlr menn og þelr spurðlr hvað þelr ætU að verða þegar þeir séu orðnir „stórlr”. „Að lokum rakst SpegUllnn á strák sem stóð uppi á kassa oghéltræðu. — Hvað heitir þú, væni minn? —Kiddi ToUasius. — Hvað æUar þú að veröa, þegar þú ert orðinn stór? — Ég ætla að stjóraa öUu sem ég mögulega get.” Kristján, eins og Spegil- menn sjé hann árið 1968. Skýring Um áramót taka gttdl ný reykingalög. Þar með verður oss bersyndugum bannað að reykja i opinberum stofn- unum. Kannski það fari þá fyrir einbverjum eins og strákskunknum sem var að stelast tU að reykja á vinnu- stað. Þegar hann sá verk- stjórann nálgast hröðum skrefum slökkti hann i sigar- ettunni og stakk henni upp i sig. „Hvað varstu að gera?” spurði verkstjórinn. „Eta súkkulaði,” svaraðl strákur. „Súkkulaði,” orgaðl verk- stjórinn. „Og hvaðan kom þá þessi reykjarstrókur?” „Þetta var suðusúkkulaðl,” svaraði pUtur og kyngdl. Umsjón: Jóhánua S. Sigþórsdóttir. MÖRQORí> t3£RA MltslrJSTU 'A &YZQO... “V ÞerrA skal mu laumA£> ÆnueQm wsmp: Kyikmyndir_________Kvikmyndir Stjörnubíó—Moskva við Hudson-f Ijót: Saxófónleikarinn sem flúði Heiti: Moskva viö Hudson-fljót (Moscow On The Hudson). Leikstjóri: Paul Mazursky. Handrit: Paul Mazurski og Leon Capetanos. Kvikmyndun: Donald McAlpine. Tónlist: David McHugh. Aðalleikendur: Robin Williams, Maria Conchita Alonso og Cleavant Derricks. Er lífiö betra þar sem frelsi ríkir i borg eins og New York eða í Moskvu þar sem tjáningarfrelsi er heft og nauðsynjavara fæst ekki nema að standa í biðröðum. Um það fjallar Moskva við Hudson-fljót á gaman- saman hátt. Nú er við þvi að búast að aöstand- endur myndarinnar þekki ekki af eigin raun lífið í Moskvu en margir leikarar er koma fram í myndinni eru rússneskir flóttamenn og hafa því reynslu af lifinu þar. New York er aftur á móti heimaborg Paul Mazursky svo hann þekkir það innantóma líf sem þar ríkir ef maöurínn er einstæöingur. Vladimir Ivanoff (Robin Williams) er saxófónleikari í rússneskum sirk- us. Hann býr með mannmargri f jöl- skyldu sinni i litilli ibúö. Sirkusinn fer í heimsókn til New York og skemmtir þar. Vinur Vladimir, Anatoly (Elya Baskin), er ákveðinn í aö gerast pólitískur flóttamaður. En með í förínni eru tveir KGB-menn sem líta vel eftir honum. Þegar Anatoly mistekst að flýja í stórverslun einni, þar sem hópurinn er, ákveður Anatoly að flýja og tekst það. Honum til bjargar er einn af öryggisvörðum verslunarinnar, Lionel Witherspoon (Ceavant Derr- icks), og býður hann honum að búa hjá sér. Aftur er hann kominn í litla ibúð með mannmargri fjölskyldu. Litill munur þar og heima. Anatoly er aftur á móti frelsinu feginn og er fljótur að aðlagast amerískum siðum. Hann verður hrif- inn af Luciu (Maria Conchita Alonso), verslunarstúlku sem einnig hafði hjálpað honum. En draumur hans er aftur á móti að verða saxó- fónleikari í stórborginni. Þegar Lucia vill ekki fara aö búa meö honum og hann stendur sig ekki sem skyldi, þegar hann fær tækifærí til aö reyna sig á saxófóninn, finnur hann einsemdina umvefja sig og saknar hann þá hinna aumu daga í Moskvu, þrátt fyrir allt. Hann endur- heimtir bjartsýnina á lífið í stórborg- inni þegar Lucia tilkynnir honum að hún sé til í að fara að búa með inn- flytjanda. Paul Mazurski, sem á að baki nokkrar ágætismyndir, svo sem Next Stop Greenwich Village og An Unmarried Woman, hefur greinilega kannað viðfangsefni sitt vel. Kemur þaö nokkuð niöur á gamanseminni í myndinni, sem mætti vera meiri. Atriði eins og þegar innflytjendur fá bandariskan ríkisborgararétt er hreint og beint of langt og leiðinlegt. Eins er misheppnaður húmor í atriði þegar Vladimir sem einkabilst jóri er að aka ríkum Texasbúa um New York. Myndin hefur þó sín fínu augnablik. Atriði á dansleik er fynd- ið og skemmtilegt og samskipti Vladimir við hina ýmsu innflytjend- ur í New York eru með ágætum. Boðskapur myndarinnar, ef ein- hver er, er sá að þrátt fyrir frelsið er best að vera þar sem einstaklingur- inn er virtur og elskaöur og í faömi fjölskyldu. En því miöur verður efnisþráðurinn lítt spennandi og áhugaveröur í meðfcrum Mazurskys. Persónusköpun er góð en handritið máttlaust. Leikur í myndinni er til fj’rirmyndar. Mest reynir að sjálf- sögðu á Robin Williams. Hann hefur sýnt það í þeim þremur myndum sem hann hefur leikið i hingaö til að hann leggur mikla alúð viö það sem hann er að gera og er saxófónleikur hans og rússneskan trúverðug. Hilmar Karlsson. Range Rover árg. 1976. Opið í dag, laugardag, kl. 10-18. BORGARTÚNI 24, SIMAR 13630 19514 TIL SÖLU ÁjhrH' .—JSL......J ___í.anáéSji leikstjóri SAGA JÓNSDÓTTIR leikmynd BALDVIN BJÖRNSSON tónlist JÓN ÓLAFSSON söngtextar KARL ÁGÚST ÚLFSSON Leikendur: Júlíus Brjánsson Þórir Steingrimsson Guörún Aifreösdóttir Margrét Akadóttir Sólveig Pálsdóttir Guörún Þórðardóttir Bjarni Ingvarsson Ólafur Örn Thoroddsen o.fl. Frumsýning i Bæjarbiói fimmtudaginn 8. nóv. kl. 18.00. önnur sýning laugardaginn 10. nóv. kl. 14:00 l , Miöapantanir i síma 50184

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.