Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Skattar og halli ríkis- reikninga fyrsta mál á nýja kjör- tímabilinu Eftir eitthvert hlé til þess að baða sig i sigurljóma kosninganna munu Reagan forseti og hið nýja þing þurfa aö glíma á nýjan leik við f járlögin og skattamálin sem strönduöu á meðan kosningabaráttan var í hámarki. Eindregið gegn skattahœkkunum Á fundi með blaðamönnum eftir kosningaúrslitin áréttaði Reagan kosningaheit sín um að hann ætlaði ekki að draga úr halla fjárlaganna með því að hækka skatta. ,Á£stöðu minni verður ekki haggaö. Eg hækka ekki skatta,” sagði forsetinn sjálfum sér sam- kvæmur í afstöðunni til skattamál- anna, eins og hann hefur alla tíö verið frá því að hann var ríkisstjóri Kalifomiu. En hailinn á ríkisreikningunum fjárlagaáriö sem nú var að enda gæti oröiö allt að 175 milljarðar dollara. Andstaðan með meirihluta í annarri þingdeild Áætlanir Reagans miöast við að setja um langan tima þak á peninga- þensluna og útgjöld þess opinbera og það getur staöið í þingheimi að sam- þykkjaþaö. Þótt Reagan hlyti mikinn persónu- legan sigur með þvi aö sigra í 49 ríkjum af 50, þá tókst Repúblikana- flokknum ekki að endurheimta þann starfhæfa meirihluta sem hann tapaði í fulltrúadeildinni 1982. Þeir fengu að visu um 15 þingsæti til viðbótar en það nægir ekki til þess að ná samstarfí með hægrisinna demó- krötum, eins og þeim tókst 1981 og 1982, þegar Reagan kom skatta- lækkunum sínum i gegnum þingið. Þola ekki niðurskurð fjárveitinga til félagsmála Demókratar munu spyma gegn niðurskuröi á útgjöldum til félags- mála og með aðstoð ófárra repúbli- kana reyna að skera niöur áætlanir Reagans um útg jöld til hermála. Þá líður Reagan einnig fyrir þaö að f jármálastefna hans er ekki eins ítarlega mörkuð núna og fyrir fjór- um árum, þegar hann dreif sínar skattalækkunar- og fjárlaga- breytingar í gegnum þingið. Þær breytingar höfðu allar verið rækilega kynntar í kosningabar- áttunni og gátu skoðast samþykktar af k jósendum s jálf um. Kosningabaráttan síðasta ár var loðnari hvað viðvék efnahagsmálun- um og reist fyrst og fremst á loforö- inu um aöhækka ekki skattana. Fátt til ráða Einhvem veginn er í reyndinni erfitt að knýja fram niðurskurð út- gjalda þess opinbera. Jafnvel þótt þingmenn viöurkenni í orði nauösyn þess aö skera þau niður vill brenna viö að þeir spyrni við fótum þegar spara á í framlögum til heimakjör- dæmis þeirra sjálfra. Þrátt fyrir margáréttuð heit for- setans um aö hækka ekki skattana til þess að draga úr halla ríkisreikning- anna, þá eru efnahagsmálasérfræð- ingar hans sjálfs jafnvel þeirrar skoðunar að hjá því verði ekki kom- ist að fara eitthvert bil beggja. Að það veröi ekki hjá því komist að auka skatttekjur ríkissjóðs með einhverj- umhætti. Skattbreytingar í snotrum búningi Flogið hefur fyrir að Reagan kunni undir iokin að sætta sig við aö skatt- tekjur verði auknar, ef unnt verði að setja þaö fram sem umbætur á skattalögunum eða innheimtunni. Talsmenn hans í efnahagsmálunum segja vafalaust að hann muni skera niður allt þaö sem hann fái skorið niöur fyrir þinginu, en muni þá þurfa til pólitískrar málamiðlunar aö hækka skatta á einhvern máta. — Hitt þykir fjariægur möguleiki að hagvöxturinn einn dugi til þess að draga úr halla f járlaga og ríkisreikn- inga. Á blaðamannafundinum, þegar skattamálin bar á góma, sagöi Reagan aö hann mundi engar breytingar samþykkja sem leitt gætu til þess aö einstaklingar þyrftu aö greiða hærri skatta. Tvö fjárlaga- frumvörp Fjárlagafrumvarp hans verður lagt fyrir þingið í byrjun næsta árs og mun einkennast af tilburöum til þess að skera niður opinber útgjöld. En búast má viö því að stjórnarand- staða demókrata leggi fram sitt eigiö frumvarp á móti. Er líklegast að það taki mið jafnt af niöurskurði út- g jaida og hækkunum skatta. Reagan beygði sig raunar i fyrra fyrir sams konar fjárlagasmíð. Breytingamar sem þá voru geröar tii að drýgja skatttekjur voru niður- feilingar á skattafrádrætti „til þess að gera einstaklinga ja&iari fyrir skattalögunum”, eins og það var orð- að. George Bush varaforseti hefur tímann fyrir sér til að ákveða sig. Stuöningsmenn hans eru famir að deila út kosningahnöppum og blaða- menn byrjaðir aö spyrja um framtíö- aráformin, en George Bush varafor- seti þrætir fyrir að hann sé nokkuö farinn að huga að því að keppa að forsetaframboði 1988. ,,I sannleika þá hef ég ekki afráöið enn hvort ég læt af því verða. Mér veitist sá munaður aö hafa tímann fyrir mér til þess að gera upp hug minn,” sagöi Bush á fundi meö blaðamönnum daginn eftir kosninga- sigur þeirra félaga Ronalds Reagans oghans. Hámark tvö kjörtímabil Þessar vangaveltur blaöamanna eru sprottnar upp út af því aö stjórnarskrárákvæði meina forseta aö sitja lengur en tvö kjörtimabil. Seinna kjörtimabil Reagans rennur út um áramótin ’88 og ’89. Og þeir sem gegnt hafa embætti varaforseta eru æði oft líklegustu framboðsefni flokkanna. Svo sem eins og Walter Mondale nú í siðustu kosningum, en hann var varaforseti Jimmy Cart- ers. „Það liggur hreint ekkert á aö ákveða sig og hvað sem aðrir kunna að ætla sér í þessu tiiliti þá hefur það engin áhrif á mig,” sagði Bush. — Hann lætur í veðri vaka að honum sé efst í huga samstarfiö viö Reagan enda hefur orö verið á því gert hve Bush hefur þetta kosningaár veriö samtaka Reagan í afstööu til flestra mála og þeir félagar samhentir. „12 ár til viöbótarl" Sú frammistaða hefur unnið hon- boðs. Hann er orðinn löngu þjóðkunn- ur maður og yfirleitt vel metinn, eft- ir því sem fram kom í skoðana- könnunum fyrir kosningarnar. Fleiri töldu hann hæfari til að gegna vara- forsetaembættinu en Geraldine Ferraro, frambjóöanda demókrata. Eins og áður segir hefur hann sýnt mikia samheldni við Reagan, enda byrjaði Reagan sigurræðu sina kosn- inganóttina, eftir að úrslit lágu fyrir, á þvi að þakka Bush sérstaklega um- fram aðra framlag hans til kosninga- baráttunnar. — „George, ef þúheyr- ir til mín þarna niöri í Texas, þá þakka ég þér fyrir afburða kosninga- baráttu um allt land,” sagöi Reagan i sjónvarpsræðu sinni i Los Angeles. ,jSg er stoltur af því að hafa þig fyrir þarf Bush aö vinna sér álit á eigin spýtur sem óháður Reagan. Um leið verður hann þó að sýna Reagan fulla hollustu til aö styggja ekki hægri arminn í flokknum. Ef Reagan veröur áfram vinsæll forseti getur Bush vænst góðs af orðstír stjórnarinnar, ef og þegar hann færi í forsetaframboð. Takist Reagan illa til getur þaö orðið drag- bítur á Bush. Það átti vafalítiö sinn þátt í illu gengi Walters Mondales að hann sat í stjóm Carters forseta sem fékk lélega einkunn. Varaforsetum hefur þó ekki alltaf búnast vel af vinsældum stjórna sinna, þegar kom að því að þeir færu sjálfir í forsetaframboð. Richard Nixon tapaði til dæmis í kosningum Verður Bush í framboði ’88? um þakklæti stuöningsliös Reagans innan Repúblikanaflokksins og hægri arminum, sem áður haföi ímigust á Bush sem þykir miðlínu- maöur í bandarískri pólitík, þykir töluvert meira til hans koma fyrir vikið. En hvaö sem Bush segir um áform sín, þá eru hans dyggustu fylgis- menn þegar famir að tala um að Howard Baker er þegar byrjaður að undirbúa forsetaframboð 1988. undirbúa útnefningu hans sem næsta forsetaframbjóðanda repúblikana. Þeir deila út kosningahnöppum með mynd hans og slagorðinu „12 ár til viðbótar”. Slagorð repúblikana í ný- afstöðnum forsetakosningum var einmitt „4 ár til viðbótar”. — Þeir eru sem sé að horfa á tímabilið 1984—1996. Það er næsta kjörtímabil Bush í varaforsetaembætti og síðan tvö kjörtímabil í forsetastóli. Frambærilegur Bush, sem er sextugur og gæti út- lits vegna verið 45 ára, hefur auðvit- að margt með sér til forsetafram- félaga næsta kjörtímabil. Það hefur aldrei verið betri varaforseti. ” Minni ítök hjá hægrimönnum Kannski áttu þessi orö að skiljast sem ábending til hægri arms repú- blikana, aðaldrifkraftsins að baki Reagans. Ábending um að Bush væri einnig hægrimaður. Það er túlkunar- atriöi og ekki endilega vist aö Reagan muni styöja Bush til framboðsútnefningar 1988. Að margra flokksmanna mati ber Reagan að vera hlutlaus, ef og þegar samkeppnin hefst meöal flokks- bræðra hans. Ymsir dálkahöfundar af hægri vængnum í flokknum hafa viljað bera Bush á brýn að hann hafi í kosningabaráttunni verið lítið annað en halelúja-kórstjóri Reagans. Bush ferðaðist 60 þúsund km um 32 ríki og 97 borgir í kosningabaráttunni. — Sumir þeirra eiga enn bágt meö að fyrirgefa Bush gagnrýni hans á Reagan í keppni þeirra 1980 til þess að ná útnefningu flokksins. Þeir ala á grunsemdum um að fylgispekt hans við Reagan núna risti fremur grunnt. I vestur- og suðurríkjunum, þar sem íhaldsöflin eru í meirihluta, á austurstrandarferill Bush ekki hátt upp á pallborðiö hjá repúblikönum. Faðir hans var öldungadeildarþing- maður fyrir Connecticut. Bush gekk í skóla í Yale og á sitt helsta fylgi inn- anflokks meðal fiokksdeilda repúblikana á austurströndinni. Þar standa frjálslyndu öfiin sterkustum fótum í flokknum. Að vísu fluttist Bush sem fullorö- inn maður til Texas þar sem hann auðgaðist í olíiuiðnaðinum. Háður stjórnarferli Reagans Til þess að verða forseti sjálfur 1960 fyrir John F. Kennedy og hafði þó veriö í átta ár varaforseti Eisen- howers sem var vinsæll og vel þokkaður forseti. Margir um hituna Og víst er áð það verður ekki við neina aukvisa að etja í samkeppninni um útnefningu flokksins til framboðs 1988. Þar má nefna Howard Baker, þingflokksformann í öldungadeild- inni. Hann er frá Tennessee og meðal fárra frammámanna repúblikana sem komust frá Watergatetíma Nixonstjórnarinnar án þess að bíða skaða af. Þvert á móti jók hann álit sitt. — Baker gaf ekki kost á sér til endurkjörs í öldungadeildina, því að hann ætlar aö nota næstu f jögur árin til að undirbúa sig fyrir útnefiiingar- kapphlaupið. Bæði fyrir forseta- kosningamar 1976 og aftur 1980 var nafni hans haldið á lofti sem líkleg- umframbjóðanda. Robert Dole, öldungadeildarþing- maður frá Kansas, sem var varafor- setaefni Jerry Fords þegar þeir töp- uðu fyrir Jimmy Carter, er meðal þeirra sem líklegur þykir til þess að keppa að útnefningu. Þessa dagana keppir hann að því aö veröa kjörinn þingflokksformaður, eftirmaður Bakers, meirihlutans í öldungadeild- inni. Það kynni einmitt að vera áfangi að því að keppa að útnefn- ingu. Jack Kemp, fulltrúadeildarþing- maöur frá New York, er fjórði maðurinn sem nefndur er í þessu sambandi. Hann er af hægri vængn- um, en þeir Baker og Dole, sem fyrr- um þóttu harðir hægrimenn, hafa færst nær meðalhófinu. Kemp er dáöur af hægri vængnum og aðalhöf- undur skattalækkunarstefnu Reag- ans. Hitt er svo annað mál aö í 104 ár hefur enginn fulltrúadeildarþing- maður náð því að verða kosinn for- seti Bandaríkjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.