Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. 11 Deilt um breytingu þula á f réttum f réttamanns: „Slíkur lestur ekki boðlegur hlustendum Þaö kom fram á f undi útvarpsráðs í september sl. aö útvarpsfrétt, sem unnin haföi verið og skrifuð af Atla Steinarssyni fréttamanni, haföi veriö breytt af Jóni Múla Arnasyni þuli á meðan á lestri stóö þannig að vart var hægt aö heyra að um sömu frétt væri aö ræða. A fundi útvarps- ráðs var dreift afriti af fréttinni sem sýndi aö Jón Múli haföi krotað í fréttina á mörgum stööum og jafnvel sleppt heilu setningunum. DV haföi samband viö Atla Steinarsson og spurðist fyrir um samskipti hans og Jóns Múla Áma- sonar í umræddu tilviki. „Jón Múii Arnason viröist hafa þá áráttu að vilja breyta fréttum, ekki bara minum heldur annarra líka,” sagði Atli Steinarsson. ,,Iþetta skipti lenti hann að vísu í vandræðum s jálf- ur vegna þess aö hann gat ekki lesið fréttina eins og hlustendur vafalaust muna. Þuiir hafa mjög ríka máitil- finningu og margar breytingar sem þeir gera eru þarfar. En hjá Jóni Múla fer þetta út í öfgar því hann breytir breytinganna vegna. Flestir þulir ráöfæra sig við fréttamenn um breytingar en Jón Múli gerir þaö ekki. Hann setur sig á hærri hest en aðrir og leggur suma fréttamenn í einelti. Fréttin sem um ræðir átti að taka 50 sekúndur í lestri en Jón Múli var 1 minútu og 48 sekúndur aö höggva á henni fram og til baka. Þarna keyrði alveg um þverbak og fréttin var algjörlega óskiljanleg,” sagðiAtli. „Einstakur málsnillingur" DV hafði þá samband við Jón Múla Árnason og spurði hann hverju það sætti að hann breytti fréttum frétta- manna. „Frá því ég byrjaði hér fyrir tæp- um 40 árum þá hefur það verið föst regla og óskrifuð lög að starfsmenn útvarpsins, hvort sem þeir eru þulir, fréttamenn, dagskrárfólk, tónlistar- stjórar eða auglýsingaritarar, geri allt sem í þeirra valdi stendur og vinni að þvi saman af bestu getu aö talaö orð í útvarpinu megi hljóma í samræmi við þriðju grein útvarps- laganna um vernd íslenskrar tungu og menningar i útvarpinu. Svona hefur þetta verið frá því aö stofnunin tók til starfa. Eg get svo sem vel skiliö að ég fái vonda krítik hjá herra Atla Steinarssyni fréttamanni. Það er von að honum sárni leiörétting- ar mínar á skrifum hans því að Atli Steinarsson fréttamaður er ein- stakur málsnillingur og fréttaritari i sérflokki. T.d. bendi ég á þessa frétt sem hann skrifaði um jarðskjálftana miklu i Japan og olli öllum þessum látum. Af henni má sjá að Atli Steinarsson er ekki bara einstakur málsnillingur og fréttaritari í sér- flokki heldur lika afburða jarðskjálftafræðingur,” sagði Jón Múli Ámason. Ætlast til samstarfs þula og fréttamanna DV hafði síðan samband við Markús öm Antonsson, formann út- varpsráðs, og spuröi hann álits á málinu. „Þessi mál hafa oft verið til umræðu í útvarpsráði og gerð ályktun um þetta fyrir nokkm vegna þess að þulir höfðu verið að breyta orðalagi í dagskrárkynningu sjónvarpsins. Af því tilefni spunnust umræður um tiihneigingu vissra þula að vera með leiðréttingar meðan á lestri stæði í beinum út- sendingum,” sagði Markús. „Útvarpsráðsmenn eru sammála um það að þulir rfkisútvarpsins hafi oft á tíðum komið í veg fyrir mistök með því að gera nauösynlegar leiðréttingar á fréttahandritum án þess að vekja á því athygli frammi fyrir alþjóð. Það er ætlast til af starfsmönnum ríkisútvarpsins að þeir vinni sameiginlega að því að þesSúm markmiðum verði náð og að fréttir ogannaðsemflutt eríríkisút- varpinu sé gallalaust. I þessu á- kveðna tilviki varðandi fréttalestur Jóns Múla Arnasonar þá heyrðum við það greinilega á upptöku á fréttinni sem leikin var á fundinum að lestur hennar var óhóflega langur vegna þess að þulurinn var í sífellu að gera einhverjar orðalags- breytingar sem sumar komu fram í lestri en aðrar ekki. Það voru fyrst og fremst þessar löngu þagnir og sá óhóflegi tími sem það tók að lesa stutta frétt sem gaf útvarpsráðs- mönnum tilefni til að lýsa yfir þeirri skoðun sinni að slikur fréttalestur væri ekki boðlegur hlustendum. Eg vil geta þess að útvarpsráð ætlast til þess að það sé samvinna milli frétta- stofu og þula að þulir fái í hendur fréttahandrit til yfirlestrar áður en aö útsendingu kemur. Þaö er gert ráð fyrir þessu í starfstilhögun hjá ríkisútvarpinu. I þessari ályktun um þessi málefni þá áréttuðum við þá skoöun okkar að orðalagsbreytingar eða leiðréttingar, sem þörf gæti verið á, yrðu gerðar í samvinnu þula og viðkomandi fréttamanna áður en að fréttalestri kæmi. Tiltæki þula eins og að lýsa því yfir í beinum frétta- lestri „að þarna muni fréttamaöur eiga við o.s.fv. ” er gjörsamlega óviðeigandi og til að skaöa álit stofn- unarinnar út á við,” sagði Markús öm. -EH. Markús öra Antonssou. Jón Múli Árnason. Atll Stelnarsson. Togaranum Páli Pálssyni haldið við bryggju á ísafirði: Gjörgæslutæki f rá Hringskonum Hringskonur gáfu vökudeild Bamaspítala Hringsins nýlega gjörgæslutæki að andvirði rúmlega 900 þúsund krónur. Tækin eru notuð við gjörgæslu fyrir- bura og veikra nýbura og með tilkomu þeirra hefur mjög verið bætt úr brýnni þörf deildarinnar. I tækjagjöfinni eru m.a. tveir hitakassar, öndunarvél, sem er sérhönnuð fyrir minnstu fyrirburana, rakatæki fyrir súrefnisgjöf og nákvæmur blóðþrýstingsmælir. Þessi tækjagjöf er enn einn votturinn um ötult starf Hrings- kvenna í þágu Baraaspítalans og íslenskra baraa. A myndinni eru nokkrar Hringskonur við gjörgæslutækin á vökudeild Baraaspítalans. Þessi tæki, sem þegar hafa verið tekin í notkun, kostuðu tæpa eina milljón króna. -ÞG. Skipverjar vildu fá fleiri kassa Skipverjar á togaranum Páli Páls- syni frá Isafirði neituðu í fyrradag að fara á veiöar vegna þess að þeim þótti naumt skammtað það aflamagn sem þeir máttu veiða. Stóð deilan í um sólarhring en leystist upp úr hádegi í gær og um eittleytið hélt togarinn út á miðin. I samtali viö DV sagði Konráö Jakobsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hnífsdals, sem gerir út skip- ið, að skipverjar heföu viijað fá fleiri kassa, eins og hann orðaði það, og þess vegna hefðu þeir neitað að fara út. „Við gátum ekki leyft þeim að veiða óheft og þá urðu þeir súrir en síðan var málið leyst með því að bæta við nokkrum kössum.” Konráö sagði ennfremur að það magn af afla sem togarinn kæmi með yrði að vera í takt við það sem frystihúsiðgætiannaö. -EH SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auðvitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir. 27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsíngadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ Frjálst, óhaö dagblaö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.