Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. DIANA ROSS - SWEPT AWAY: HRIFIN BURT UR VERULEIKANUM? Þessi nýja plata bandarísku söng- konunnar Diönu Ross kemur manni fyrir sjónir eins og skyrtumar úr Vinnufatabúðinni: köflótt og klæðileg en ekki meir. Eg hef ekki tölu á því hvað Díana Ross hefur sungið inn á margar plötur, en bara sólóplötumar eru komnar eitthvað á annan tuginn að ógleymdum öllum plötunum sem hún söng með The Supremes. Og við skulum ekkert draga dul á hæfileika Diönu Ross þar sem söngurinn er annars vegar. Fínn söngur er hins vegar engin trygging fyrir góðri plötu. Diana Ross hefur einhvern veginn ekki fundið sér ákjósanlegt rými í rokkinu. Hún skondrar á milli stefna og gerir tilraun til þess að taka sér verkefni fyrir hendur sem margir hafa reynt en engum tekist: að gera öllum til hæfis. Samhliöa því sem hún rembist við að halda í gömlu aðdáenduma, til dæmis með því aö lokka til sín Julio Iglesias og raula meö honum vemmilegan söng, reynir hún að tolla í tískustraumunum og mér finnst einhvern veginn það sé næsta númer við það að sjá ömmur í breik- dansi. Diana Ross er sumsé dálítið á skjön við veruleikann að minni hyggju, í eölinu gamaldags og óspennandi en á ytra borði ungleg og nýtískuleg. Að venju eru lögin úr ýmsum áttum og sumir höfundar þekktir, til dæmis Lionel Richie, Bob Dylan, Bernard Edwards og Daryl Hall. Sá síðasttaldi samdi nýja smáskífulagiö: Swept Away sem rétt klöngraðist inn á topp tuttugu vestra. Þá má nefna að fyrsta lag plötunnar, Missing You eftir Lionel Richie, er tileinkað minningu Marvin Gaye. Útsetningar em allar mjög fínlegar og fágunin á köflum með þeim ósköpum að helst minnir á vínarbrauð með alltof miklum glassúr. Þarna em auðvitað fagmenn á hverjum takka og allt gert til að þóknast söngkonunni en tilfinningin er einhvers staöar bakatil og kemst því miður ekki til skila. Köflótt og klæðileg en ekkert meir. -Gsal. ROBIN GIBB - SECRET AGENT: T“ DIANA ROSS i 11PRIVATE LIVES - - PREJUDICE AND PRIDE: ■ LITIÐ HLIÐARSPOR HVITUR OG SVARTUR DÚETT PRIVATE LIVES Það hefur lítið fariö fyrir Bee Gees undanfarið. Þaö síðasta sem þeir bræður Robin, Barry og Maurice Gibb gerðu saman var tónlist við Staying Alive sem var framhald Saturday Night Fever. Sú kvikmynd mistókst, bæði kvikmyndalega og tónlistarlega séð. Þeir bræður hafa þó ekki verið að- gerðalausir. Alltaf eru einhverjar fréttir að berast af þeim. Robin og Barry hafa verið duglegir við að koma öðrum listamönnum á framfæri, hafa bæði samið lög og stjómað upptökum fyrir þá. Og svo hafa þeir veriö hver í sínu homi og unniö að sólóplötum. Robin Gibb hefur nú sent frá sér plötu er nefnist Secret Agent. Á undan- fömum árum hefur Robin Gibb falliö nokkuð í skugga yngri bróður síns, Barry, í Bee Gees. Falsetturödd Barry Gibb hefur veriö þeirra helsta sölu- vara. En þaö má ekki gleyma því að á fyrstu árum þeirra bræðra saman var Robin aðalnúmeriö. Hann söng allar þessar fallegu ballöður sem geröi þá fræga. Því hefur honum sjálfsagt þótt tími kominn tii aö fá að njóta sín aftur. Ekki er þessi plata hans gerð í neinni Það hefur færst í aukana í heimi dægurlaganna að tveir karlmenn taka sig saman og mynda söngdúett. Þeir sem fyrst gerðu það virkilega gott var bandaríski dúettinn Hall & Oates. Síðan kom breski dúettinn Wham.. Þessir tveir hópar eru nú meðal vin- sælustu í poppheiminum í dag og fer svo að segja hvert lag sem kemur með þeim beint í efstu sæti vinsældalista um heim allan. Það er því engin furða ,þótt þaö færist í aukana að tveir karl- menn taki sig saman, semji lög og fari að syngja þau inn á plötu. Einn slíkur dúett er Private Lives, skipaöur þeim John Adams og Morris Michael. Hafa þeir sent frá sér plötu er nefnist Prejudice And Pride. Ekki veit ég mikið um fortíö þeirra félaga. Breskir eru þeir, annar hvítur, hinn svartur. Tónlist þeirra er léttrokkuð, þar sem söngur er í fyrirrúmi, lítiö fer fyrir hljóöfæraleik, nema í heild sem N^aplötur Byrjunin er virkilega góð. Tvö fyrstu lögin, From A River To A Sea og No Change You’ll Pay, eru bestu lög plötunnar. Framhaldið er aftur á móti ekki eins glæsilegt. Þr jú næstu lög eru öll frekar slöpp og valda vonbrigöum eftir góða byrjun. Aðeins lifnar yfir þeim félögum í fyrsta lagi á seinni hlið plötunnar, Break The Chains, en næstu tvö lög eru lítt spennandi. Síöustu lögin aftur á móti, Break The Whole Thing Down og titillagið Prejudice And Pride, ná aðeins aö lyfta plötunni yfir það meöal- lag sem hún í heild verður að teljast. HK. GYLLENE TIDER - THE HEARTLANP CAFE: Heppnir að hætta undirspil, og hljóðfæraleikur sem slíkur er nokkuð góður. Prejudice And Pride inniheldur tíu lög sem öll eru eftir Adams og Michael. Hljómsveitin Gyllene Tider var fyr- ir nokkrum árum ein alvinsælasta unglingahljómsveit Svíþjóðar. Eg segi var, vegna þess að samkvæmt nýjustu fréttum hefur hljómsveitin lagt upp laupana. Eftir að hafa hlýtt á þessa síöustu plötu hljómsveitarinnar, The Heart- land Café, get ég ekki annað en óskast liösmönnum hennar og aðstandendum tii hamingju með þaö að hún skuli hafa hætt. Og það geri ég vegna þess að með þessari plötu ætlaði hljómsveitin að reyna að hasla sér vöU á enska mark- aðnum en hefur nú sparaö sér stórfé og fyrirhöfn með því að hætta. Það er nefnilega ekkert aö finna á þessari plötu sem bendir til þess aö hún hafi átt nokkurt erindi á enska markaðinn. öll lög plötunnar eru eftir söngvar- ann Per Gessle og eiga það sammerkt ennfremur að vera yfirmáta flatn- POPP- SMÆLKI óvild við bræður sína, því lögin níu á plötunni eru öll samin af Robin í sam- vinnu við þá. Og stjóm plötunnar er í jj höndum Robin og Maurice. Eg er á því að Robin hafi bestu söng- rödd þeirra bræðra, og þrátt fyrir að lögin á plötunni séu engin meistara- smíð þá gefur hann þeim nokkuð við- kunnanlegan blæ. Hlustandinn er fljót- ur að venjast lögunum og í heild er Secret Agent þægileg hlustun. Lögin eru mjög áþekk að gæðum. Eitt lagið, Boys Do Fall In Love, hefur náð töluverðum vinsældum og svo gæti velfarið umfleiri. Ekki veit ég hvort Secret Agent sé byrjun á sólóferli hjá Robin Gibb, ef svo er þá má hann vara sig á því að falla ekki í sömu gryfju og Bee Gess gera orðið, aö endurtaka sig um of. Það þarf ekki aö hlusta á marga tóna af Secret Agent til aö vita hvar tónlist- in er upprunnin. En þeir bræður hafa alltaf verið samrýmdir, svo ætla má aö ný plata með Bee Gees eigi einhvern daginn eftir aö líta dagsins ljós og Secret Agent sé eingöngu lítið hliðar- spor. HK. eskjuleg og óinteressant að flestu leyti. Otsetningar eru sömuleiðis flatneskj- an uppmáluð. Það er ljóst að með þessari píötu er verr af staö farið en heima setið fyrir Gyllene Tider. Per Gessle og félögum heföi verið nær að halda áfram að sjarmera sænskar smápíur upp úr skónum en að ráðast í verkefni sem er þeimgjörsamlega ofviða. -SþS- Sæl nú! Nokkrir molar af borðum poppstjarnanna . . . Okkar menn þurfa ekki síður en aðrir listamenn að liöa fyrir list sina annað veifið. Sting í Police var barinn 1 hausinn með kylfu um daginn við upptökur á kvikmyndinni The Bird. Sauma þurfti sjö spor í kollinn á stráknum. . . Eftirlæti söngvara i stór- hljómsveitunum þessa dagana er að spóka sig á eigin vegum án hljómsveit- anna. Dennys DeYoung i Styx tætir upp bandaríska listann óg gítarleikari Styx er líka buinn að gefa út sóló- plötu, Girls With Guns. . . Stundum er sagt: Það er ein- manalegt á toppnum og ........ ROBINGIBB frægöin er ekki tollfrjáls. Paul McGartney má sig auð- vitað lítið hræra nema þá helst í fámenni. Um daginn skaust hann á Bensanum sínum eitthvert upp í skoska hálendið og þurfti meðal annars á ieið sinni að fá bensín á drekann. Slöngu- temjarinn var stúlka og gapti ógurlega þegar hún sá hver ökurnaðurinn var og lét dæl- una ganga meðan hún sjálf staröi eins og í leiöslu á Palla. Svo fór stjarnan leiðar . sinnar, — en ekkí langt. Bensinn hikstaöi og það kom í ljós að stulkan hafði dælt dísilolíu á bíiinn. . . Hver er þessi stúlka? spurði fólk í for- undran þegar ’Boy George mætti með þessa laglegu hnátu á hljómleika hjá F’rank Sinatra i Lundúnum um daginn. Stúlka? Raunar er þetta piltbarn, Paul Dawson. sem dáir Gogga voðalega. „Við erum ekkí elskhugar, sofum ekki sanian, en erurn samt injög nánir vinir.". . . Strákarnir í Duran Duran hafa slitið samvistum, hver og einn baukar í sínu horni og þetta er allt í mesta bróöerni. John og Andy ý>ru sagðir vera að taka upp plötu með Robert Palmer í Bandaríkjunum og Simon og Nick eru að dunda við upptökur á fjögurra laga plötu. Roger var að taka bíl- 'próf. .. Gary Numan er aftur kominn niður á jörðina og ný smáskifa heitir: Berserker iBerserkur) fylgir í kjölfarið á Appollo 9.. . Nokkrar nýjar plötur: The Fugitive Kind meö Swans Wav, The Big Express meö XTC, Vermin in Ermine með Marc Almond og þær allra vinsælustu sjást svo á útlendu breiðskífu- lístunum á hinni síðunni. . . Sæl aðsinni... -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.