Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 1
Frjálst, óháð dagblað BRENNDIST DAGBLAÐIÐ — VISIR 248. TBL.—74. og 10. ÁRG.—FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984. Apamaðurínn kom drekunum ábragðið — allt um landsleikinn á bls. 20-21 Heimsókn íHeiömörk — sjá bls.6 Spennandi formannskjör — sjá bls. 13 Fæðibama -sjábls.7 Vaxandi andstaða gegn reykingum — sjábls. 10 Tölvurogtónlist -sjábls. 34-35 Lagðar verða hömlur á hækkun verð- lags sem heyrir undir Verðlagsráð ogeinnigopinberaþjónustu. öEF — sjá efnisatriði úr stefnu- ræðu forsætisráðherra á bls. 4. Stefna stjómvalda: gengis■ ánæsta „Það eina sem liggur ljóst fyrir varðandi viöbrögð ríkisstjórnarinn- ar við nýgerðum kjarasamningum er að gengið verður fellt,” sagöi einn stjórnarþingmanna í samtali við DV ígær. Ríkisstjómin leitar nú leiða til að koma í veg fyrir að væntanleg gengisfelling eða hratt gengissig um 12 til 14% hirði að fullu kaupmátt samninganna. I þvi sambandi er gert ráð fyrir lækkun vaxta og endur- skipulagningu á fjármögnun hús- næöislánakerfisins. Ríkisstjómin ætlar að tryggja að byggingar- sjóðirnir hafi til útlána það fé sem lánsfjárlög gera ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að 40% af ráðstöfunarfé líf- eyrissjóðanna gangi svo til óskipt til byggingarsjóðanna og hefur verið rætt um að setja sérstök lög um ráð- stöfun fjármagns lífeyrissjóðanna. Einnig er rætt um að sameina undir hatt Húsnæðisstofnunar það láns- fjármagn sem lífeyrissjóðir og bank- amir ver ja til húsnæðismála. Ætlunin er að lækka tolla og vöru- gjald af nauðsynjavörum og vinnur nefnd manna að því að kanna á hvaða tollflokka lækkunin skuli koma. Ný tollskrá verður væntan- lega lögð fram á þingi innan skamms. Þáhefurfjármálaráðherra ákveðið að hækka ekki neysluskatta til að vega upp á móti lækkun tekju- skatts um 600 milljónir. Tekjuskatts- lækkunin gæti þá jafngilt um 4% kauphækkun. Þetta er talið geta vegið talsvert upp á móti áhrifum gengisfellingar á kaupmáttinn. Einnig verður elli- og örorkulífeyrisþegum svo og einstæð- um foreldrum bætt kaupmáttar- skerðingin með hækkun lífeyrisbóta. „Eg spái því aö gengisfellingin nú verði um 12—14 prósent,” sagði forystumaður í stjómarliö- inu í viðtali viö DV seint í gær- kvöldi. Slík gengisfelling gæti orðið allra næstu daga. Ríkis- stjómarfundur f jallar um málið í dag og síðan verða þingflokks- fundir síðdegis. Niöurstöður gætu því legið fyrir í kvöld. „Gengið hefur þegar sigið um 3—4% siöustu vikur. Eftir gengis- fellingu næstu daga munu menn sennilega reyna að sitja á sér og freista þess að halda gengis- lækkun á næsta ári á bilinu 5— 8%,” sagði þessi forystumaður. Gjaldeyrisdeildir bankanna kunna að fara að loka og hafa sumir spáð að það yröi strax á morgun þótt óvíst sé. k -HH Vinnuslys varð í gær í Reykjavík. Rafvirki.sem var að vinna við raf- magnstöflu, brenndist í andliti og á höndum þegar skammhlaup varð í töfl- unni. Maöurinn er illa brenndur en líð- an hans var sögö eftir atvikum í morg- un. -klp Þegar stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti sínu á ríkisstjórnina vom margir sem létu í sér heyra. Einn þeirra var Guðmundur J. Guðmundsson. Hann sagði m.a. aö verðhækkanir hefðu orðið meiri en marga grunaði. Því til sönnunar varpaöi hann þeirri spumingu fram um það hvers vegna verð á tvinna- kefli væri 50 krónur. Þessi upphæð í dag er eða var 5000 krónur fyrir myntbreytingu. DV hafði samband viö einn aðila sem bæði flytur inn tvinnakefli og selur í smásölu og spurðist fyrir um verðið. Þá kom í ljós að bómullar- tvinnakefli með 500 metrum á kostar ekki 50 krónur heldur 59 krónur.Frjáls álagning er á þessari vöru og þykir þessi álagning ekki há fyrir svona smávöru vegna mikils kostnaðar við að selja hana. APH. BÚIST m 12 TIL14% GENGISFELUNGU —lækkun skatta, tolla og vörugjalds

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.