Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Page 4
4 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Stefnuræðan tefst vegna gengisfellingar — á móti kemur lækkun tolla og vörugjalds, vaxtalækkun, skatta- lækkun og aukið fé til húsnæðismála Steingrimur Hermannsson forsœtisráðherra ætiaöi að fiytja stefnuræðu sína i dag en henni hefur verið frestað um óákveðinn tima. Talið er að Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra muni boða 12 til 14% gengisfellingu i stefnuræðu sinni sem samkvæmt þingsköpum átti að útvarpa tveimur vikum eftir þingsetningu, en enginn veit nú lengur hvenær verður flutt. I fyrstu var boriö viö að ræðunni væri ekki hægt að útvarpa vegna verkfalls BSRB. Því lauk 30. október eða þremur vikum eftir þingsetn- ingu. Þá stóð til að flytja ræöuna 15. nóvember, eða nánar tiltekið í dag, en nú hefur því verið frestað um óákveðinn tíma með afbrigðum frá þingsköpum. Ríkisstjórnin er enn aö reikna nýjar forsendur fyrir efna- hagsstefnu sinni sem hrundi með nýgerðum kjarasamningum. Sumir telja að þar sem í stefnuræðunni verði boðuö gengisfelling, sem hirði aftur kaupmátt nýgerðra kjara- samninga, muni stefnuræðunni verða frestað þar til flest aðildar- félög ASI hafa samþykkt samning- ana, en það verður væntanlega fyrir 26. þessa mánaðar. Það er vegna þess ákvæðis í samningi ASI og VSI að hann taki ekki gildi frá og með undirskriftardegi nema félögin hafi samþykkt hann fyrir 26., ella taki hann gildi frá og með samþykktar- degi viðkomandi stéttarfélags. Ríkisstjórnin er nú að leita leiða til að milda áhrif gengisfellingarinnar á kaupmáttinn. Fjármálaráðherra gaf þá yfirlýsingu á Alþingi í fyrradag að hann myndi ekki mæta 600 milljón króna tekjuskattslækkun með þvi aö leggja á nýja neysluskatta, eins og gert var ráö fyrir í fjárlagafrumvarpL Þannig ætti þessi skattalækkun að geta jafngilt um 4% kauphækkun. Fjármálaráðherra er einnig með í bígerð að leggja fram nýja tollskrá. Þar á aö minnka kaupmáttarskerð- inguna sem hlýst af gengisfelling- unni með lækkun á tollum og vöru- gjaldi á helstu nauðsynjavörur. Einnig eru í undirbúningi verulegar aðgerðir í húsnæöismálum og rætt hefur verið um að Húsnæðisstofnun hafi yfirumsjón meö lánum lífeyris- sjóðanna og bankakerfisins til hús- næðismála. Setja á lög um ráðstöfun fjármagns lífeyrissjóðanna. Þá er gert ráö fyrir að vextir muni lækka á árinu. Steingrímur mun væntanlega kynna í stefnuræöu sinni að vextir séu nú orðnir hærri en ríkisstjómin gerði ráð fyrir og að Seðlabankinn hafi fengið tilmæli um að beita sér fyrir lækkun vaxta á verðtryggöum útlánum bankanna. Hann mun einn- ig vekja athygli á að innleysanleg ríkisskuldabréf á þessu og næsta ári verði yfir 4 milljarðar króna og ríkis- sjóöi sé nauðsyn að fá hluta af þessu fjármagni að láni að nýju. En það gæti leitt til stighækkandi vaxta og mikils vanda ef ríkissjóður þyrfti að keppa við þessa háu vexti og í þær ógöngur má ekki stefna aö mati Steingríms. Alvarlegasta meiniö í íslenskum þjóðarbúskap er hins vegar lítill sparnaður og eyðsla um efni fram, sem veldur viðskiptahalla. Stein- grímur mun segja í stefnuræðunni að viðskiptahallinn verði um 5% á þessu ári í stað 1 til 2% eins og ætlað var í ársbyrjun. Steingrímur mun einnig segja í stefnuræðu sinni að ríkisstjórnin muni kappkosta aö viöhalda þeim kaupmætti sem raunhæfur getur tal- ist miöað við þjóðartekjur. En hann mun jafnframt benda á að þrátt fyrir þær aðgerðir sem að framan eru taldar og aðrar sem snúa að atvinnu- vegunum sé ljóst að gífurleg kostnaðarhækkun verði í fiskvinnsl- unni. Þær hækkanir verði óbærilegar þar sem ekki er unnt að gera ráð fyrir neinni aflaaukningu á næsta ári né bata á mörkuöum. Auk þess stefni í stóraukinn viðskiptahalla og því hækkun erlendra skulda ef ekki veröi gripið án tafar í taumana. ,Að grípa í taumana” þýðir hér gengisfellingu. Ólafur E. Friðriksson Steingrímur gerir samt ráð fýrir því í stefnuræðunni að verðbólgu- hraði verði í árslok 1985 um 10% og frá upphafi til loka ársins um 25% ef ekki verður komið í veg fyrir þaö með kostnaðarhækkunum sem eru umfram greiðslugetu þjóðarbúsins. Hann áætlar einnig aö hagvöxtur geti oröið um 2% áriö 1985 eftir þriggja ára samdráttarskeið. Þessu á að ná með ýmissi nýsköp- un i atvinnulífinu. Þar mun Steingrímur leggja til aukna tækni- væðingu í fiskvinnslunni þannig að verðmætasköpun fyrir hverja vinnu- stund aukist verulega. Aðeins þannig telur hann unnt að greiða viðunandi laun í fiskvinnslu án óhóflegs vinnu- tíma. Þetta telur hann vera mikil- vægasta verkefnið í nýsköpun at- vinnulífsins. 1 annan stað vill hann nú stíga það skref til fulls aö takmarka fram- leiöslu landbúnaöarafurða viö innan- landsneyslu. Það fjármagn sem sparast þannig með minni út- flutningsbótum vill hann nota til að auka fiskeldi og loödýrarækt. Jafnframt er ætlun hans að leggja niður sexmannanefndina sem nú er óstarfhæf við að ákvarða verð land- búnaðarafurða en semja um nýja leið við verölagningu sem bæði bændur og neytendur sætta sig við. Liður í nýsköpun atvinnuiífsins verður að setja á fót sérstakt þróunarfélag meö þátttöku ríkisins og þeirra aðila i þjóðfélaginu sem þess óska. Því félagi verður ætlað verulegt fjármagn sem það mun ráð- stafa til rannsóknar- og þróunar- starfsemi, til þátttöku í fyrirtækjum á byrjunarskeiði og til útlána og styrkja til nýrra atvinnugreina. Þetta þróunarfélag yrði arftaki Framkvæmdastofnunar sem þar með yrði lögð niður. Byggðasjóður, sem nú er innan Framkvæmdastofti- unar, yröi gerður að sérstakri stofn- un sem getur á eigin spýtur sinnt mikilvægum byggðaverkefnum til að koma í veg fyrir byggöaröskun, að því er fram mun koma í stefnuræðu forsætisráðherra þegar hún veröur flutt. Þá mun Steingrímur kynna endur- skoðun á sjóðakerfi sjávarútvegsins og tengslum þess við hlutaskipti á fiskiskipum. Þá mun hann nefna áð unnið sé að endurskoðun á verölagn- ingu og skattlagningu á olíuvörum til útvegsins til að lækka olíukostnað- inn. Jafnframt mun hann tilkynna að frá næstu áramótum verði upp- safnaður söluskattur í rekstrar- gjöldum fiskveiða og fiskvinnslu endurgreiddur. Steingrímur mun til- kynna að þetta sé gert til að leiðrétta stöðu sjávarútvegsins í samkeppni við útveg annarra landa og hins vegar undirbúa það að virðisaukaskattur verði tekinn upp hér á landi. Fjár- málaráðherra mun leggja fram frumvarp þess efnis á þessu þingi. Vöxtur iðnaðarins er veigamikil forsenda þess að unnt verði að bæta lífskjör og tryggja fulla atvinnu, að mati Steingríms. Hann mun væntan- lega tilkynna aö stærstu fram- kvæmdir á sviði iðnaðar á næstu árum verði stækkun álversins í Straumsvík, uir. 50%, og fram- kvæmdir við kísilmálmverksmiðj- una á Reyðarfirði. Hann telur að samningar við erlenda aðila um þessi mál séu á þaö góðum vegi að fastlega megi gera ráð fyrir að byrjunarframkvæmdir hefjist fyrri hluta næsta árs. Þá mun Steingrímur kynna í steftiuræðunni að hann bindi vonir við samninga við Alcan um nýtt álver. I þessum dráttum verður stefnu- ræða Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra þegar hún verður loksinsfluttáAlþingi. ÖEF j dag mælir Dagfari_____________I dag mælir Dagfari____________ídag mælir Dagfari Fjórir metrar af lambakjöti Því var slegið upp í NT í gær, að loksins væri íslenska lambakjötið komið í verslanir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Blaðið segir Sláturfélagið hafa sett upp tveggja metra langa frystikistu og SÍS var að setja upp hliðstæða kistu. Sam- kvæmt þessu eiga Kanar á Veilinum nú kost á fjórum metrum af frosnu lambakjöti í matvörumarkaði sinum. Tekið er fram að kjötið sé selt með útflutningsbótum, en sé engu að síður dýrara en svína- og nautakjötið sem varnarliðið fiytur inn frá Ameriku. En það var gott að heyra um útflutningsbæturnar. Þá veit maður að StS hefur ekki verið hlunn- farið og liður strax betur. Nú ættu allir að vera glaðir og ánægðir, ekkl sist framsóknarmenn á NT, í StS og allir hinir i flokknum. En það lekur fýlan af þeim i NT. Blaðlð segir að þessi sala á Völlinn hafi fengist í gegn með þrýstingi stjórnvalda eftir að Framleiðsluráð landbúnaðarins hafði snúið upp á bendur manna til að pressa kjötsölu til Kanans í gegn. Og blaðið virðlst ákaflega vondauft um að Banda- rikjamennirnir fáist til að kaupa lambakjötið meðan þeir eiga þess kost að kaupa svina- og nautakjöt á lægra verði. Þó er haft eftir sölu- stjóra Sláturfélagsins að ef tll vUl takist með þessu móti að fá eitthvað af herfólkinu til að smakka á íslenska kjötinu. Afleiðingin geti hugsanlega orðið sú, að þegar þetta félk er svo komið aftur til sins heima fari það að rifja upp minningar frá ísiandi. Þá rámar það i að hafa bragðað kjöt af einhverju dýri sem þar sé étið í flest mál af innfæddum. Og þá grípur fóikið löngun til að endurnýja kynnin við þetta kjöt. Sem sagt, það fer út í næstu búð og spyr eftir ísiensku lambakjöti. Það fer nú bara kaidur hrollur um mann að lesa af þessari iymskulegu ráðagerð. Flestlr höfðu haldlð að þrýstingur á kindakjötssölu á Völlinn væri kominn fram til að minnka birgðir í landinu. En nú kemur í ljós, að tllgangurinn með þessari Vallar- söiu er sá að venja Kanann á að éta islenskt kjöt svo hann heimti það áfram eftir að hann kemur vestur. Þetta virðist því eiga að vera pott- þétt aðferð til að viðhalda útflutningi á niðurgreiddu kjötl sem kostar landsmenn hundruð milljóna króna á hverju ári. Ja, svei og aftur svei. í frétt NT kemur ennfremur fram, að Osta- og smjörsalan hefur um nokkurt skeið selt vörur sinar í versianir á Kefiavikurflugvelli, niðurgreiddar að sjálfsögðu. Þótt þetta fyrirtæki beri á margan hátt af öðrum fyrirtækjum hérlendis sem annast sölu á landbúnaðarafurðum, þá má margt slæmt segja um þau vinnubrögð sem Osta- og smjörsalan viðhefur. Til dæmis má taka litlu smjörstykkin sem fyrlrtækið er með á boðstólum. Þótt þetta séu aðeins smástykkl er það mlkið í þeim að það nægir ofan á nokkrar brauðsnelðar, nema þá að smurt sé þverhandar- þykkt á hverja. Fyrirtæki sem versla mikið við Osta- og smjörsöluna hafa ítrekað óskað eftir því að þessi skammtur yrði minnkaður eða önnur enn minni stykkl sett á markað. Tll dæmis munu Flugleiðir hafa farið þessa á lelt þvi á hverjum degi er hent ógrynni af smjörl úr vélum félagsins sem er afgangur af litlu stykkjunum sem eru of stór fyrir eina eða tvær brauðsneiðar. En ónei og aftur nei. Osta- og smjörsalan hefur ákveðlð að þetta skuil vera hæfilegur skammtur og skiptir álit viðskiptavina þá engu máli. Fróðlegt væri að vita hvort þessir fjórir metrar af iambakjöti á Vellinum eru sagaðlr nlður samkvæmt óskum kaupenda eða seljenda. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.