Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson ! Beggja vegna Atlantshafs hafa tóbaksfyrirtækin þó gefið upp á bát- inn baráttuna gegn fullyrðingum um heilsuskaðsemi reykinga. I staðinn hafa þau snúist gegn reykingaand- stæðingum á grundvelli lýðfrelsis. Einstaklingur á aö hafa réttinn til þess aö velja sjálfur hvort hann reykir eöa ekki. Ríkissjóðir háðir reyking- um Landsstjórnvöld eru í erfiðri aðstöðu sjálf. Þótt áhugi sé fyrir því aö draga úr ótimabærum dauös- föllum kemur i ljós að ríkissjóðir eru margir háðir reykingum. Tóbaks- skattur er þeim drjúg tekjulind. I Bretlandi sagöi hertoginn af Gloucester á þingfundi í lávaröa- deildinni í júní í sumar að vindlinga- skattur færði ríkissjóði sex milljarða dollara tekjur á ári. Hertoginn, sem er verndari ASH, samtaka reykinga- andstæðinga, sagöi til samanburöar að heilbrigðisþjónustan þyrfti á hverju ári að verja um tvö hundruð milljónum dollara til að lina þjáningar sjúkra sem kvilla sína ættu að rekja til tóbaksnotkunar. Benti hann á að banni viö tóbaks- auglýsingum í Noregi hefði fylgt umtalsverð minnkun reykinga hjá ungmennum. — „Það er ástæöa til að ætla að það sama mundi gerast hjá okkur, ef tóbaksframleiöendum væri bannað aö notfæra sér íþróttimar til þess aö koma vömm sinum á framfæri,” sagöi hertoginn. Þaö er talið að kostnaður tóbaks- fyrirtækja af auglýsingum við iþróttaleikvelli og á leikbúningum nemi árlega í Bretlandi um sjötíu milljónum dollara. Ríkisstjóm Ihaldsflokksins hefur tekið dauflega í tilmæli reykingaandstæðinga við algeru banni á þess háttar auglýs- ingum. Ástralir taka til hendi Umræðurnar um auglýsinga- banniö, kröfur andstæðinga og vörn tóbaksframleiðenda í Bretlandi eru enn sem komið er til þess að gera með friðsömum hætti og látið duga oröiö eitt. I Astralíu hafa reykinga- andstæðingar veríö framtakssam- ari. Til dæmis hafa þeir gripið til þess að setja sjálfir upp sín aug- lýsingaveggspjöld, þar sem þeir draga dár að auglýsingum tóbaks- framleiðenda. Er þá snúiö út úr texta frummyndarinnar og með orðaleikj- um er boðskapurinn gerður fjand- samlegri tóbakinu. — Þegar þeir hafa verið staðnir að verki byggja þéir gjarnan málsvöm sina á því aö þeir hafi með gerðum sínum viljaö koma í veg fyrir annað miklu verra sem hlotist gæti af auglýsingum. Japanir og Kínverjar miklir reykingamenn Eins og Norðmenn hafa þeir í Singapore bannað tóbaksauglýsing- ar alfariö, en menn segja að þaö hafi lítil áhrif til þess að fæla fólk frá því að reykja. Víðast i þriðja heiminum hefur lítið verið gert til þess að vara við tóbaksnotkun. Mörg ríki hafa þó einhverja viðvörunarmiða á vindlingapökkunum. Hjá einum stærsta vindlinga- framleiðanda Indlands, ITC, segja menn að tóbaksnotkunin aukist um 3% á ári. Þar eru uppi tilburðir til viðvörunar gegn reykingum og áætl- anir umaðaukaþað. Þótt Japan fari afar hóflega í aö vara við reykingum er þar í landi samt eitthvert hæsta hlutfall reykingamanna. Um 66% karla reykja, sem er þó minna en þau 83,7% karla sem reyktu 1966. I Kina reykja um 250 milljónir manna og er þar nýlega hafin her- ferð gegn reykingum. Þar eru uppi veggspjöld sem hvetja fólk til þess aö hætta. Ekki hefur þó aöalvalda- maður landsins, Deng Xiaoping, látiö það hafa nein áhríf á sig, þvi að hann er keðjureykingamaöur. Andstaðan gegn reykingum vex Þaö eru tuttugu ár síöan reykingar voru beint tengdar ýmsum hugsanlega banvænum sjúkdómum. Þrátt fyrir tilraunir til þess að fá fólk til að leggja niöur reykingaávanann er það stór hluti jarðarbúa sem enn er ánetjaður tóbaksnautninni. Ríkisstjómir og heilbrigðis- stofnanir margra iðnríkja hafa lengi haldið uppi áróðri gegn reykingum og knúiö tóbaksfyrírtæki til þess aö prenta viðvaranir á vindlingapakk- ana. Um leið hafa veriö settar skorður við auglýsingum tóbaks. Viðvaranir Sumar þessar viðvaranir segja reykingafólki blátt áfram að reyk- ingar séu hættulegar heilsu þess. Aðrar hafa meira á sér yfirbragð mildilegra ráðlegginga. Eins og í Japan: „Heilsu þinnar vegna, gættu þín á að reykja ekki of mikiö.” I þróunarlöndunum er minna lagt upp úr þessu vandamáli enda hverfur það í viðmiðun við að brauð- fæða fólkið sem er öllu alvarlegra og( brýnna vandamál í þeim hlutum heims. I öllu brauki reykingaandstæðinga hafa tóbaksfyrirtækin lært aö haga seglum eftir vindi og verja eftir sem áöur milljónum dollara i rándýrar auglýsingar. Auglýsingabann Lsrícnastéttin í Bretlandi setti nýtt strik í þessar umræður í síöasta mánuði, þegar hún lýsti sig einróma hlynnta þvi að algert bann yrði sett við tóbaksauglýsingum hvers konar og þá lika viö íþróttaleikvelli eöa á leikbúningum íþróttamanna. I fyrra höfðu breskir læknar lagt fram skýrslu sem gaf til kynna aö reyking- ar væru mesti heilsuskaðvaldur þjóðarinnar. Tilþeirra mætti rekja á hverju ári að minnsta kosti 100 þúsund dauðsföll fólks fýrir aldur fram. Eftir að vindlingaauglýsingar voru bannaðar í breska sjónvarpinu í kringum 1965 hafa tóbaksfyrirtækin snúiö sér í æ meiri mæli að íþróttum og listum til að vekja á sér athygli. Með því að styrkja félög og ein- staklinga sem haldi i staðinn nafni tóbaksfirmans á lofti komast fyrir- tækjaheitin inn á sjónvarpsskjáinn. Því er það að manni, sem litið verður á sjónvarpsskjáinn i sama mund sem sýnt er þar frá kappaksturs- keppni, gæti orðiö á að halda að þar væri brugðið upp auglýsingu tóbaks á milli annarra dagskráratríöa. Auga kvikmyndatökuvélarinnar fær heldur naumast fylgst með knatt- spyrnumanni að sparka leðurtuöru án þess að hafa í myndinni nöfn tóbakstegunda. Skrípaleikur I umræðum, sem út af þessu hafa spunnist, halda tóbaksfyrírtækin þvi fram aö þetta stuöli ekki að meiri reykingum. Þau telja að með þessu auki hvert fyrirtæki, sem þannig auglýsir sig, sinn hlut í sölunni á kostnað annarra tóbaksfirma. — Iþróttasamtökin hafa hins vegar áhyggjur af því hvernig þau kæmust af í fjáröflun ef þessi tegund aug- lýsinga yrði einnig bönnuð. Breska læknafélagið lýsir þeim reglum sem hið opinbera og tóbaks- framleiðendur hafa komið sér saman um í takmörkun auglýsinga sem hreinum skrípaleik. Og sömuleiöis viðvaranirnar viö hætt- unni. I einu nýjasta tölublaði læknatíma- rits félagsins kom fram í leiðara- skrifum að skýrslur sýndu að yfir- gnæfandi meirihluti barna á aldrinum 11—16 ára þekkti tóbaks- merki sem tengja mátti þeim íþróttagreinum er algengastar voru á sjónvarpsskjánum. Og aö þau reyktu það sama merki sjálf, þau sem reyktu á annaö borð, og voru það ekki fá. Tekur það botninn úr þeim fullyrðingum að þessi tegund auglýsinga auki ekki útbreiðslu reykinga. Gerði leiðarahöfundur mikið veður út af því að í bannreglum um tóbaksauglýsingar væru engar takmarkanir settar við þessu. Nýjar viövaranir í Banda- ríkjunum I Bandaríkjunum hefur aukist þunginn í sókn reykingaandstæöinga gegn heilsuhættunni af reykingum. Viöa hafa þeir fengið því fram komið að reykingar leyfist ekki í f jölmenni. Sérfræðingar á verðbréfamark- aönum spá þvi þó að það muni lítil áhrif hafa í bráð á arðsemi tóbaks- iðnaðarins. Eru þeir ekki trúaðir á að nýjustu reglurnar, sem gera ráð fyrir harðorðri og meira áberandi viðvörunum á vindlingapökkum, muni halda mikiö aftur af þeim fimmtíu og fimm milljónum sem reykja i Bandaríkjunum. — Þessar nýju reglur gera annars ráð fyrir því aö á þriggja mánaða fresti verði skipt um viðvaranir á vindlinga- pökkunum. Á einum miðanum stendur kannski: „Reykingar valda lungnakrabba, hjartasjúkdómum og trufla meðgöngu.” A öðrum viðvörunarmiða er tekið fram: „Reykingar verðandi mæðra geta skaðað fóstriö, framkallað fæðingu fyrir tímann eða dregið úr bameign- um.” Miklir peningahagsmunir Tóbaksframleiðendur eiga sín samtök í Bandarikjunum sem kallast „The Tobacco Institute”. Þegar gruflað er i tölum úr skýrslum þeirra veröur augljósari ákafi þeirra við að verja sína hagsmuni. Þær greina frá því aö á síðasta ári hafi verið seldir sex hundruð milljarðar vindlinga i Bandaríkjunum fyrir heildarverðmæti tuttugu og átta milljaröadollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.