Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri ogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstiórar: HAUKUR HELGASONog ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastiórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONog INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjörn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SIDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblað 28 ítr, Sigurmeð semingí Eina umtalsverða afrek kvótakerfisins er aö ná stað- festingu á Fiskiþingi eftir tæplega eins árs reynslu. Þar vann það skrapdagakerfið í atkvæðagreiðslu með tölun- um 17 á móti 12. Síðan mælti Fiskiþing með notkun þess á næsta ári með 14 atkvæðum gegn engu, en fleiri sátu hjá. Þessi naumi sigur er ekki lítið afrek. Þegar kvótakerfiö var tekið í notkun í upphafi þessa árs, bárust um 250 kær- ur og athugasemdir frá aðilum, sem töldu sig hlunnfarna. Samt hefur hinni svokölluðu kvótanefnd tekizt að halda svo á málum, að líf kerfisins hef ur verið f ramlengt. Það hlýtur að vera erfitt að skipta fyrirfram ráðgerð- um afla á þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu nákvæmlega niður á hvert einasta fiskiskip landsins. Það er engin furða, þótt margir séu óánægðir. Enn meiri furða er, að þetta skuli hafa tekizt tiltölulega friðsamlega. Þar með eru afrekin líka að mestu leyti upptalin. Með aflakvótakerfínu hefur ekki tekizt að ná meginmarkmið- inu. Þorskaflinn verður um 250 þúsund tonn á þessu ári, en ekki 200 eða 220 þúsund tonn eins og ráðgert haf ði ver- ið. Kvótakerfið hef ur ekki verndað þorskstofninn. Þetta er auðvitað afleiðing af því, að linað var á þrýst- ingi klögumála með því að stækka kvóta hér og þar. Nú haf a f iskif ræðingar enn mælt með 200 þúsund tonna afla á næsta ári. Vafasamt verður að teljast, að kerfið megni að koma aflanum niður fyrir 250 þúsund tonn. Á þessu ári hefur einnig verið staðfest, að aflakvóta- kerfið hefur ýmsa galla, sem spáð hafði verið fyrirfram. Til dæmis hefur smáfiski mikið verið hent fyrir borð, svo að skipin fengju sem hæst verð fyrir aflann og gengju sem minnst á hinn úthlutaða kvóta. Ekki er síður alvarlegt, að kvótakerfið hefur gert sjáv- arútvegsráðherra að eins konar einræðisherra, sem út- býtir tonni hér og tonni þar. Margir kvarta sáran um, að kaupfélög og framsóknarfyrirtæki hafi betri aðgang að skömmtunarvaldinu en hinir, sem ekki haf i tekið trúna. Verst er þó, að flestir aðilar málsins virðast vera sam- mála um að reyna að koma sem mest í veg f yrir, að kvót- ar gangi kaupum og sölum. Þetta er kallað brask. Jafn- framt er kvartað um, að pehingar séu í spilinu í slíkum viðskiptum! Það er eins og sumir lifi á steinöld. Kvótakerfið væri miklu þjálla, ef greitt væri fyrir því, að kvótar væru keyptir af lakari skipum til hinna betri. Þá væri hægt að leggja hinum lakari um leið og hin betri fengju hagstæðari rekstur út á hærra aflamagn á nokkurn veginn sama úthald. Ekki ætti þeim að veita af. Menn eru hættir að deila um, hvort fiskiskipastóllinn sé of stór. Viðurkennt er, að rekstur fiskveiða yrði mun betri, ef skipin væru mun færri. Rétt er að muna eftir þessu einmitt núna, þegar ráðgert er að hækka fiskverð verulega, ekki bara um áramót, heldur fyrr. Vandræði sjávarútvegsins stafa að töluverðu leyti af því, að með aðgerðum stjórnvalda hefur verið búinn til allt of stór floti. Kvótakerfið hefur ekki haft hin minnstu áhrif til fækkunar skipa í flotanum. Þvert á móti hefur það fryst stærð flotans í núverandi stöðu. Fiskiþing hefur með semingi gefið líf þessu vafasama skipulagi. Þar með er það traust í sessi. Samt mun það ekki koma sjávarútveginum eða þjóðinni að gagni, nema hvatt verði til líflegrar verzlunar með kvóta, svo að menn f ái borgaö fyrir að leggja lélegustu skipunum. Jónas Kristjánsson. ,Rlkisfjölmiðlarnlrmisstu tekjulindsina og yröíþað tílþess aO starfsemiþelrra drægist saman...." Frjáls þjóð eða fjölmiðlaþrælar Nú nýlega hefur veriö stofnaö fé- lag, sem hefur það á stefnuskrá sinni, að einstaklingum og hlutafé- lögum verði leyft að koma á laggirn- ar „frjálsu" útvarpi. Á stofnfundi félagsins voru mættir tveir ráðherrar núverandi ríkis- stjórnar, og vakti það mikinn fögnuð meðal lýðsins. Þessu „réttindamáli" sinu til stuönings benda frumkvöðlar þessar- ar hreyfingar á, að óhæft sé, að starfsmenn ríkisfjölmiðlanna geti farið í verkfall og hindrað m.a. eðli- legan f réttaf lutning. Næsta skref þessarar „frelsis- hreyfingar" gæti verið að heimta, að stofnuð væri „frjáls" tollgæzla, vegna þess að tollverðir gætu farið í verkfall. Þessarar „frelsishreyfing- ar" bíða mörg göfug verkefni! Fremstir í flokki „frelsishreyfing- arinnar" eru þeir, sem kalla sig „frjálshyggjumenn". Hugmynda- fræðingar og páfi þess trúflokks er Kani, Milton Friedman að nafni. Sá er svo trúr „frelsishugsjóninni", að hann vill gefa frjálsa alla verzlun með hvers konar eiturlyf. „Fávísir" menn hér á Islandi telja þó að við, sem erum um of háðir Bakkusi, ætt- um nóg með áfengið, þótt annað hættulegra kæmi ekki til. En sumir eru á annarri skoðun, og þeim er auövitað frjálst að hafa hana. Auövaldið, það er þeir, sem ráöa mestu í Sjálfstæðisflokknum og svo að sjálfsögðu Reykjavíkurframsókn- in, ætlar sér stóran hlut í þessari hreyfingu, sem minnzt er á hér að framan. Það eygir sér þarna leik á borði til að móta skoðanir almenn- ings og heilaþvo þjóðina. Þetta hefur gerzt í Bandaríkjunum, þaðan er fyr- irmyndin. Þar móta „frjálsir" fjöl- miðlar, stjórnað af auðhringum, hugsun fólksins algerlega. Þetta er staðreynd, sem þeir kannast við sem dvalizt hafa í Bandaríkjunum um tíma. Þetta gæti ég sannað, ef krafizt yrði. Þeir, sem berjast fyrir „frjálsu" útvarpi, hafa stofnaö til múgæsinga. Það á að skapa andúð á starfsemi Ríkisútvarpsins og starfsfólki þess vegna takmarkaös fréttaflutnings, meðan á verkfalli opinberra starfs- manna stendur. Eg veit, að mörgum þeirra, sem vilja frjálsan útvarpsrekstur, geng- ur aðeins gott til. En hafa þeir gert sér grein fyrir afleiðingunum? Ríkis- útvarpið er nú óháð og frjálst. En yrði útvarp, sem fjársterkir einkaað- ilar og hlutafélög rækju frjálst og óháð. Nei, þá hæfust endemin. -'" Skal ég nú rökstyðja fullyrðingar minar. Kjallarinn SKULI BENEDIKTSSOIM KENNARI, HVAMMSTANGA 2. Auðmenn og nýrfkir auglýstu í hinu nýja útvarpi sínu (og sjón- varpi) — ríkisfjöuniölamir misstu stærstu tekjulind sína og yrði það til þess, að starfsemi þeirra drægist saman, — þeir lytu i lægra haldi í samkeppni við „frjálsu f jölmiölana. 3. Hinir frjálsu og óháöu rfkisfjöl- miðlar yrðu drepnir, en einhliða auðvaldsáróður, stjórnað af „frjálshyggiumbnnum", flæddi yfir landið. Fréttaflutningurinn yrði líkur þeim, er sést á síðum Mjrgunblaðsins. Það er óhugsandi, að aðrir en fjár- sterkir aðilar hefðu bolmagn til þess að koma á laggirnar frjálsu útvarpi og sjónvarpi. Hinir fjársterku fengju því einokunaraðstöðu. Það var lengi svo, að Morgunblað- ið hafði einokunaraðstöðu á frétta- á^ „Það er óhugsandi að aðrir en fjársterkir ™ aðilar hefðu bolmagn til þess að koma á laggirnar frjálsu útvarpi og sjónvarpi. Hinir fjársterku fengju því einokunaraðstöðu." Að yfirborga starfsfólk og sitja fyrir með auglýsingar Málsmetandi maður, kunnur blaöamaður, sagði mér nýlega þær merkilegu fréttir, að í vor — eða snemma í sumar — hefði Arvakur h/f, sem rekur Morgunblaöið, hækk- að kaup blaðamanna allra, sem við blaðið vinna, um tuttugu og "fimm prósent. Ástæöan var sú, að þrír ágætir blaðamenn við Morgunbláðið höfðu sagt upp störfum og ráðið sig í vinnu hjá Frjálsu frámtaki, sem gef- ur út, að ég held, þrjú tímarit, þar á meðal Frjálsa verzlun. Auðvitað eru þremenningarnir vel yfirborgaðir hjá Frjálsu framtaki. En það mun áreiðanlega margan furða á því, að sjálft Morgunblaðið skuli ganga á undan með yfirborganir, jafnframt því sem blaöið berst gegn þeim lægst launuðu og verst settu i þjóöfélaginu, fátæka fólkinu. En yfirborganir Morgunblaðsins sýna og sanna, hvað gerast myndi, ef einstaklingar og hlutafélög fengju leyfi til útvarps- reksturs og sjónvarps. Það, sem gerðist, er m.a. þetta: 1. „Frjálst" útvarp og sjónvarp keypti til sín hæfasta starfsfólk ríkisfjölmiðlanna og yfirborgaði gífurlega. flutningi í Reykjavík. Nú hefur mikið dregið úr þeirri.einokun. Hver fjölmiðill verður að njóta sannmælis. Dagblaðiö og Visir hefur að miklu leyti brotið blað í islenzkri blaðaútgáfu. Það er frjálst og óháð dagblað, — ekki er ég þó alltaf sáttur við forystugreinar þess. Hitt má þó til sanns vegar færa, að ritstjórarnir eiga að hafa frelsi til að túlka sinar eigin skoöanir. En í DV geta allir, hvar í flokki sem þeir standa, komið skoöunum sinum á framfæri; alþýðubandalagsmenn hafa meira að segja skrifað í DV. Þeir, sem not- færa sér ekki þetta ritfrelsi DV, mega sjálfum sér um kenna. Eg er hins vegar viss um, að rit- stjórar DV myndu ekki lengi ráða ferðinni, ef af stofnun „frjáls" út- varps yrði. Það er nefnilega til nokk- uð, sem heitir fjáreignavald. Það er vissulega sitt hvað fjáreignavald og íhald. Diald getur verið dygð, og okkur vantar einmitt frjálslynt íhald á mörgum sviðum þjóðlifsins. Frjálshyggjumenn, eins og þeir kalla sig, eru ekki neinir sérstakir íhaldsmenn; þetta eru menn, sem myndu innleiða ringulreið og spill- ingu í þjóðfélaginu, algera upplausn, ef þeir næðu völdum. Skúli Benediktsson.