Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblaö 28 kr., Sigurmeð semingi Eina umtalsverða afrek kvótakerfisins er að ná stað- festingu á Fiskiþingi eftir tæplega eins árs reynslu. Þar vann það skrapdagakerfið í atkvæðagreiðslu með tölun- um 17 á móti 12. Síðan mælti Fiskiþing með notkun þess á næsta ári með 14 atkvæðum gegn engu, en fleiri sátu hjá. Þessi naumi sigur er ekki lítið afrek. Þegar kvótakerfiö var tekið í notkun í upphafi þessa árs, bárust um 250 kær- ur og athugasemdir frá aðilum, sem töldu sig hlunnfarna. Samt hefur hinni svokölluöu kvótanefnd tekizt að halda svo á málum, að líf kerfisins hefur verið framlengt. Það hlýtur að vera erfitt að skipta fyrirfram ráðgerð- um afla á þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu nákvæmlega niður á hvert einasta fiskiskip landsins. Það er engin furða, þótt margir séu óánægðir. Enn meiri furða er, að þetta skuli hafa tekizt tiltölulega friðsamlega. Þar með eru afrekin líka aö mestu leyti upptalin. Með aflakvótakerfinu hefur ekki tekizt að ná meginmarkmið- inu. Þorskaflinn verður um 250 þúsund tonn á þessu ári, en ekki 200 eða 220 þúsund tonn eins og ráðgert hafði ver- ið. Kvótakerfið hefur ekki verndað þorskstofninn. Þetta er auðvitað afleiöing af því, að linaö var á þrýst- ingi klögumála með því að stækka kvóta hér og þar. Nú hafa fiskifræöingar enn mælt með 200 þúsund tonna afla á næsta ári. Vafasamt verður að teljast, að kerfið megni að koma aflanum niður fyrir 250 þúsund tonn. Á þessu ári hefur einnig verið staðfest, að aflakvóta- kerfið hefur ýmsa galla, sem spáð haföi verið fyrirfram. Til dæmis hefur smáfiski mikið verið hent fyrir borð, svo að skipin fengju sem hæst verð fyrir aflann og gengju sem minnst á hinn úthlutaða kvóta. Ekki er síður alvarlegt, að kvótakerfið hefur gert sjáv- arútvegsráðherra að eins konar einræðisherra, sem út- býtir tonni hér og tonni þar. Margir kvarta sáran um, að kaupfélög og framsóknarfyrirtæki hafi betri aðgang að skömmtunarvaldinu en hinir, sem ekki hafi tekið trúna. Verst er þó, að flestir aðilar málsins virðast vera sam- mála um að reyna að koma sem mest í veg fyrir, að kvót- ar gangi kaupum og sölum. Þetta er kallað brask. Jafn- framt er kvartað um, að peningar séu í spilinu í slíkum viðskiptum! Það er eins og sumir lifi á steinöld. Kvótakerfið væri miklu þjálla, ef greitt væri fyrir því, að kvótar væru keyptir af lakari skipum til hinna betri. Þá væri hægt að leggja hinum lakari um leið og hin betri fengju hagstæðari rekstur út á hærra aflamagn á nokkurn veginn sama úthald. Ekki ætti þeim að veita af. Menn eru hættir að deila um, hvort fiskiskipastóllinn sé of stór. Viðurkennt er, að rekstur fiskveiða yrði mun betri, ef skipin væru mun færri. Rétt er að muna eftir þessu einmitt núna, þegar ráðgert er að hækka fiskverð verulega, ekki bara um áramót, heldur fyrr. Vandræði sjávarútvegsins stafa að töluverðu leyti af því, að með aðgerðum stjómvalda hefur verið búinn til allt of stór floti. Kvótakerfið hefur ekki haft hin minnstu áhrif til fækkunar skipa í flotanum. Þvert á móti hefur það fryst stærð flotans í núverandi stöðu. Fiskiþing hefur með semingi gefið líf þessu vafasama skipulagi. Þar með er það traust í sessi. Samt mun það ekki koma sjávarútveginum eða þjóðinni að gagni, nema hvatt verði til líflegrar verzlunar með kvóta, svo að menn fái borgað fyrir aö leggja lélegustu skipunum. Jónas Kristjánsson. „RikisfjölmiOlarnirmisstu tekjuiindsinaogyrðiþað tilþessaðstarisemiþairra drœgistsaman...." Frjáís þjóð eða fjölmiðlaþrælar Nú nýlega hefur veriö stofnaö fé- lag, sem hefur þaö á stefnuskrá sinni, að einstaklingum og hlutafé- lögum veröi leyft aö koma á laggim- ar „frjálsu” útvarpi. Á stofnfundi félagsins voru mættir tveir ráöherrar núverandi ríkis- stjómar, og vakti þaö mikinn fögnuö meöal lýösins. Þessu „réttindamáli” sínu til stuðnings benda frumkvöðlar þessar- ar hreyfingar á, að óhæft sé, að starfsmenn ríkisfjölmiðlanna geti fariö í verkfall og hindraö m.a. eöli- legan fréttaflutning. Næsta skref þessarar „frelsis- hreyfingar” gæti veriö að heimta, að stofnuð væri „frjáls” toilgæzla, vegna þess að tollveröir gætu fariö í verkfall. Þessarar „frelsishreyfing- ar” bíöa mörg göfug verkefni! Fremstir í flokki „frelsishreyfing- arinnar” eru þeir, sem kalla sig „frjálshyggjumenn”. Hugmynda- fræðingar og páfi þess trúflokks er Kani, Milton Friedman að nafni. Sá er svo trúr „frelsishugsjóninni”, aö hann vill gefa frjálsa alla verzlun meö hvers konar eiturlyf. „Fávísir” menn hér á Islandi telja þó aö viö, sem erum um of háöir Bakkusi, ætt- um nóg meö áfengið, þótt annað hættulegra kæmi ekki til. En sumir eru á annarri skoöun, og þeim er auðvitað frjálst aö hafa hana. Auðvaldið, það er þeir, sem ráöa mestu í Sjálfstæöisfiokknum og svo að sjálfsögöu Reykjavíkurframsókn- in, ætlar sér stóran hlut í þessari hreyfingu, sem minnzt er á hér aö framan. Þaö eygir sér þarna leik á borði til aö móta skoöanir almenn- ings og heilaþvo þjóöina. Þetta hefur gerzt í Bandaríkjunum, þaðan er fyr- irmyndin. Þar móta „frjálsir” fjöl- miölar, stjórnaö af auðhringum, hugsun fólksins algerlega. Þetta er staðreynd, sem þeir kannast viö sem dvalizt hafa í Bandaríkjunum um tíma. Þetta gæti ég sannaö, ef krafizt yrði. Þeir, sem berjast fyrir „frjálsu” útvarpi, hafa stofnað til múgæsinga. Það á aö skapa andúö á starfsemi Ríkisútvarpsins og starfsfólki þess vegna takmarkaös fréttaflutnings, meðan á verkfalli opinberra starfs- manna stendur. Eg veit, að mörgum þeirra, sem vilja frjálsan útvarpsrekstur, geng- ur aðeins gott til. En hafa þeir gert sér grein fyrir afleiöingunum? Ríkis- útvarpið er nú óháö og frjálst. En yrði útvarp, sem fjársterkir einkaað- ilar og hlutafélög rækju frjálst og óháö. Nei, þá hæfust endemin. Skal ég nú rökstyöja fullyrðingar mínar. Kjallarinn SKÚLI BENEDIKTSSON KENNARI, HVAMMSTANGA Að yfirborga starfsfólk og sitja fyrir með auglýsingar Málsmetandi maður, kunnur blaöamaöur, sagöi mér nýlega þær merkilegu fréttir, að í vor — eöa snemma í sumar — heföi Árvakur h/f, sem rekur Morgunblaöiö, hækk- að kaup blaöamanna allra, sem við blaðið vinna, um tuttugu og 'fimm prósent. Ástæðan var sú, að þrír ágætir blaðamenn við Morgunblaðiö höföu sagt upp störfum og ráöið sig í vinnu hjá Frjálsu framtaki, sem gef- ur út, að ég held, þrjú tímarit, þar á meðal Frjálsa verzlun. Auövitað eru þremenningamir vel yfirborgaöir hjá Frjálsu framtaki. En þaö mun áreiöanlega margan furöa á því, aö sjálft Morgunblaðiö skuli ganga á undan með yfirborganir, jafnframt því sem blaöiö berst gegn þeim lægst launuöu og verst settu í þjóöfélaginu, fátæka fólkinu. En yfirborganir Morgunblaðsins sýna og sanna, hvaö gerast myndi, ef einstaklingar og hlutafélög fengju leyfi til útvarps- reksturs og sjónvarps. Það, sem gerðist.erm.a. þetta: 1. „Frjálst” útvarp og sjónvarp keypti til sín hæfasta starfsfólk ríkisfjölmiölanna og yfirborgaði gífurlega. 2. Auömenn og nýríkir auglýstu í hinu nýja útvarpi sínu (og sjón- varpi) — ríkisfjölmiðlamir misstu stærstu tekjulind sína og yrði þaö til þess, að starfsemi þeirra drægist saman, — þeir lytu í lægra haldi í samkeppni viö „frjálsu f jölmiðlana. 3. Hinir frjálsu og óháöu ríkisfjöl- miðlar yrðu drepnir, en einhliða auövaldsáróður, stjórnaö af „frjálshyggjumönnum”, flæddi yfir landiö. Fréttaflutningurinn yröi líkur þeim, er sést á síöum Mjrgunblaðsins. Það er óhugsandi, að aörir en fjár- sterkir aöilar heföu bolmagn til þess aö koma á laggirnar frjálsu útvarpi og sjónvarpi. Hinir fjársterku fengju þvi einokunaraðstöðu. Þaö var lengi svo, aö Morgunblað- iö hafði einokunaraöstöðu á frétta- flutningi í Reykjavík. Nú hefur mikiö dregiö úr þeirri, einokun. Hver fjölmiöill verður aö njóta sannmælis. Dagblaöiö og Vísir hefur aö miklu leyti brotiö blaö í íslenzkri blaöaútgáfu. Þaö er frjálst og óháö dagblað, — ekki er ég þó alltaf sáttur viö forystugreinar þess. Hitt má þó til sanns vegar færa, að ritstjórarnir eiga aö hafa frelsi til aö túlka sínar eigin skoöanir. En í DV geta allir, hvar í flokki sem þeir standa, komið skoðunum sínum á framfæri; alþýöubandalagsmenn hafa meira að segja skrifað í DV. Þeir, sem not- færa sér ekki þetta ritfrelsi DV, mega sjálfum sér um kenna. Eg er hins vegar viss um, aö rit- stjórar DV myndu ekki lengi ráða feröinni, ef af stofnun „frjáls” út- varps yröi. Það er nefnilega til nokk- uð, sem heitir fjáreignavald. Það er vissulega sitt hvað fjáreignavald og íhald. Ihald getur veriö dygð, og okkur vantar einmitt frjálslynt íhald á mörgum sviðum þjóðlífsins. Frjálshyggjumenn, eins og þeir kalla sig, eru ekki neinir sérstakir íhaldsmenn; þetta eru menn, sem myndu innleiöa ringulreiö og spill- ingu í þjóðfélaginu, algera upplausn, efþeirnæðuvöldum. Skúli Benediktsson. „Það er óhugsandi að aðrir en fjársterkir ™ aðilar hefðu bolmagn til þess að koma á laggirnar frjálsu útvarpi og sjónvarpi. Hinir fjársterku fengju því einokunaraðstöðu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.