Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Side 17
DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. 17 Minnmgargjöf: Guðbrands- biblía gefin Reykhottskiriíju Frá Þórunni Þ. Reykdal, Borgarfirði: Sunnudaginn 11. nóv. gáfu systkinin Edda Alexandersdóttir og Olafur Alex- andersson Reykholtskirkju í Borgar- firði Guðbrandsbiblíu, ljósprentun frá ’56—'57, til minningar um foreldra sína, Alexander Jóhannesson, fæddan að Skáney, Reykholtsdal, 17. mars 1884 og d. 8 sept. ’74, og Halldóru Olafsdótt- ur, f. 13. des. 1895 og d. 28. des. 1982. Sr. Geir Waage sóknarprestur og Aðalsteinn G. Arnason sóknamefndar- formaður veittu gjöfinni viðtöku. Kvað sr. Geir þetta mjög höfðing- lega gjöf og væri söfnuðurinn afar þakklátur fyrir gjöfina og þann hlýhug sem hún sýndi. Reykholtskirkja mun hafa átt eintak af Guðbrandsbiblíu fyrr á öldum en er það nú löngu glatað. Merkust þeirra bóka sem kirkjan átti fyrir var fallegt og vel með farið eintak af aldamótasálmabókinni Leirgerði sem Magnús Stephensen gaf út í Leir- árgöröum, Leirársveit, árið 1801. Kirkja sú sem nú stendur í Reyk- holti var vígð á jólum árið 1887. Uttekt var gerð á henni á sl. ári, að tilhlutan Þjóðminjasafnsins, og sá Hjörleifur Stefánsson arkitekt um verkið en hús- friðunamefnd kostaði það. Skýrsla Hjörleifs var lögð fyrir safnaöarfund á sl. ári og á þeim fundi var ákveðið að reisa nýja kirkju. Helstu rök fyrir því em þau að umsmíöa þarf alla kirkjuna en hún er orðin illa farin og hefur henni verið spillt frá upphaflegri gerð. Auk þess er kirkjan of lítil og þjónar illa því hlutverki sem staðurinn gerir til henn- ar. Húsameistari ríkisins vinnur nú að tillögum að nýrri kirkju og er vonast til að þær liggi frammi í desemberbyrjun. I tengslum við hina nýju kirkjubygg- ingu er einnig fyrirhuguð aðstaða fyrir söfnuöinn og ferðamenn, þ.e. minning- arstofa um Snorra Sturluson. Síðastliöin ár hefur verið unnið að endurbótum á kirkjugarði Reykholts- kirkju, þ.e. merkingu leiöa, og lokið hefur verið við sléttun hans. Jafnframt hefur prestsetriö verið endurbyggt á sl. 3 árum og er nú Reykholtsstaö til mikils sóma en þar vom öll upphafleg einkenni hússins látin halda sér og njóta sín vel. Að lokum er vert að geta þess að Reykholtskirkju barst vegleg peninga- gjöf til byggingar nýrrar kirkju þann 17. júní sl. frá hjónunum Jóni Hannes- syni frá Brekkukoti Reykholtsdal og konu hans, Elísu Jónsdóttur. -EH Sr. Geir Waage og AOalsteinn G. Árnason sóknarnefndarformaður með bibliuna. Tónmenntakennarafélag íslands: Allar námsgrein ar verði virtar „Aðalfundur Tónmenntakennarfé- lags Islands, haldinn í Reykjavík 1984, vill beina þeim ákveðnu tilmælum til forráöamanna skóla og menntamála að allar námsgreinar séu virtar. Fundurinn hvatti til þess að mark- visst yrði stefnt að eflingu tónmenntar innan skólakerfisins og að lög sem Al- þingisettiyrðuvirt. Helstu mál fundarins vom eftirfar- andi: Skýrsla formanns semm.a. fjall- aði um undirbúning fræðslufundar sem haldinn var í samvinnu við Kennara- háskóla lslands og skólarannsókna- deild menntamálaráðuneytisins. Guðm. Omar Oskarsson var endur- kjörinn formaður. Rætt var um undir- búning að næsta iandsmóti íslenskra bamakóra sem haldið verður á „ári tónlistarinnar” 1985. Einnig lýsti fundurinn áhyggjum sínum vegna þess að í nýrri viðmiðun- arstundaskrá fyrir grunnskóla virðist þrengt að tónmenntakennslu og litið breyst til batnaðar í þeim efnum. Formaður kvennadeildar Slysavamafélags Islands afhenti í gær Björgunarsveitinni Ingólfi i Reykjavik hljóð- merkjatæki (bíbtæki) að gjöf. Hér sést Engilbart Bjömsson, formaður björgunarsveitarinnar, taka við gjöfinni. DV-mynd: GVA.. íslenska skáksveltin sem fara mun á ólympíuskákmótið í Þessalóníku í Grikklandi, ekki langt frá taflborðinu að venju. Sveitin mnn halda utan á morgun en mótið sjálft hefst á laugardaginn. DV-mynd: GVA. VIKAN ALLA VIKUNA - Verðsoir. T°atro-bar — tei/rsv/ð n'mnfífSJns MEÐAL EFNIS í ÞESSARI VIKU: GREIN AR OG VIÐTOL: 6 Með listaverk á litlafingri — sagt frá örmyndamálara. 12 Nei, ég verð ekki milljónari á einni nóttu — og reyndar aldrei Viðtal við Valdimar Harðarson húsgagnahönnuð. 22 Bílþjófnaður er verri en morð. Visindi fyrir almenning. 34 Til hans Júlla jeppagæja: Varaðu þig á veltigrindinni . . . eða svoleiðis SOGUR: 18 Varistskrimslin. Smásaga. 30 Astarfundur. Spennusaga. 40 Slappaðu af, herra Moore. Willy Breinholst. 42 AstirEmmu. Fimmti hluti framhaldssögu. 58 Ævintýriðum Matgogg risa. Bama-Vikan. ANNAÐ: 4 Breikaðaf bestulist. 16 Suðrcnt vetrarútlit. 17 Enska knattspyman. 24 Eyrafyrireyra. 25 Fiskflök og krcklingapönnukökur i eldhúsi Vikunnar. 32 Teatro-bar — leiksvið mannlifsins. 36 Jólakjóll á agnarminnstu konumar i handavmnuþætti. 38 Viðogrimlamir — Vikan og tilveran. 48 Póslur. 60 Popp: Prince og félagar. Auglýsingamáttur Vikunnar er augljós. Vikan auglýsingadeild, sími 91-68»53*20 IMIV Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ. rli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.