Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 30
DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Myndbönd Myndbönd Rannsóknin á myndbandaleigunum tveimur: Teknir fyrir 2 spólur en300 ólöglegar f undust Rannsókn sú sem Rannsóknarlög- regla ríkisins vinrmr nú aö á ólöglegu efni hjá tveimur myndbandaleigum og greint var frá hér á „myndbandasíö- unni" í síðustu viku hefur leitt í ljós aö viökomandi aöilar voru meö um 300 ólöglegar spólur í fórum sínum. Upp- haflega voru þeir hinsvegar kæröir f yrir aöeins 2 spólur. Arnar Guömundsson, deildarstjóri hjá RLR, sem stjórnar rannsókninni, sagði í samtali við DV í siðustu viku að „málið hefði vaxið í meðförum embættisins" en samkvæmt heimild- um DV var sá vöxtur upp í 300 spólur. Ríkissaksóknari fékk málið til með- ferðar í sumar en sendi þaö aftur til RLR til frekari rannsóknar. Búist er við að hann fái það svo aftur endursent á næstunni. -FRI Falcon Crestá myndbönd hérlendis Nýstofnað fyrirtæki, Ismann sf., mun hefja dreifingu á bandarísku sjónvarpsþáttunum Falcon Crest á myndböndum hérlendis í lok mánaðar- ins og verða tveir þættir á hverju myndbandi en alls hefur verið samið um dreifingu á 98 þáttum. Þættirnir gerast á vínræktarbúinu Falcon Crest og f jalla um auðuga f jöl- skyldu sem þar býr. Fjölskyldan kemur öll saman eftir að einn meðlim- ur hennar hefur látist á dularfullan hátt. Meðal leikara í þáttunum er Jane Wyman sem m.a. er þekkt fyrir að hafa verið gift Ronnie Reagan en leik- ferill hennar var meira og minna í molum þar til þessi fyrrverandi eigin- maöur náði i forsetastólinn í Banda- ríkjunum. Ismann sf. er aö mestu í eigu þeirra Rolf Johansen og Jóns Ragnarssonar (Regnboginn). Fjölsky ldan í Falcon Crest. Neðst fyrir miðju situr Jane Wyman sem fer með eitt aðalhlu tverkið, Angelu Channing, í þáttunum. 1. THE EMPIRE STRIKES BACK 2. THENINJAMASTER(1-3) 3. FLIGHT90 4. BLOODLINE 5. SILKWOOD 6. MASTEROFTHEGAME 7. AIRWOLF 8. BLUETHUNDER 9. DYNASTY 10. UNDERFIRE Vinsældalisti DV er unninn í samvinnu við 10 stærstu mynd- bandaleigurnar innan SlM auk Video-sport (3 leigur) og Mynd- bandaleigukvikmyndahúsanna( 6 leigur). JOE AðalhlutveripPeter Boyle, Dennis Patrick. Peter Boyle fer á kostum sem Joe, ekta miðstéttarbandaríkjamaður með lifsviðhorf í stíl við eplaköku mömmu og bandarísku leiðina. Af þessum or- sökum er honum meinilla við svert- ingja, hippa, og yfirleitt alla sem ekki eru sama sinnis og hann. Joe eignast kunningja á bar einum en sá hefur nýlega skotið vin dóttur sinnar en bæði voru þau háö fíkniefn- um. Þeir taka tal saman og komast að því að báöum þykir „eplakakan" góð. Þeir ákveða annan fund saman og af þeim fundi er svo stefnan sett á „hippaskyttirí" i samkvæmi nokkru í húsi í grenndinni. Það sem vinur Joe veit ekki er að dóttir hans hefur frétt af morði vinar síns, tryllst af bræði, og er hún stödd í husi því sem þeir Joe ætla að hreinsa út með haglabyssum. Myndin Joe er ágæt lýsing á því er tveimur ólíkum lífsviðhorfum lýstur saman á þann hátt að ekki verður gert útummálinöðruvísienmeðofbeldi. i -FRI GOIN'SOUTH Loikstjóri:Jack nlichofaon. Aöelhlutvork-.Jack N ir;holson, Mary Steenburgen. Jack Nicholson leikur hér þriðja flokks útlaga, Moon, sem hengja á. Hpnum er bjargað úrsnörunni af ein- mana ungfrú með þeim skilmálum aðhanngiftisthenni. Moon hugsar gott til glóðarinnar en er til kemur reyníst hjónabandið honum enn meira pul en glæpirnir voru þvi ungfrúin á gullnámu sem hún lætur hann strita í dag og nótt. Þetta mun vera fyrsta myndin sem Nicholson leikstýrir og ekki er annað hægt að seg j a en honum takis t vel til. Myndin er full af fyndnum og léttum atriöum og sjálf ur er Nieholson létt- geggjaður i hlutverki Moon á sinn yfirvegaða hátt. Steenburgen í blut- verki ungfrúarínnar á einnig góðan dag í þvi hlutverki og fyrir þá sem vilja trausta gamanmynd er rétt að kýla á eintak af Goin' south. -FRI Ránfuglarnir (Birds Of Pray) Laikjtjóri: William A. Graham. Aðalhlutverk: David Janeen og Ralph Meeker. Það er fátt gott hægt að segja um Ránfuglana. Hún er dæmigerð B-mynd þar sem aöaláherslan er lögð á f imleg- ar sveiflur þyrlna. Fer megnið af myndinni f ram i loftinu og það bjargar því sem bjargað verður. David Jansen leikur gamlan stríðsflugmann sem hefur þá atvinnu að fljúga þyrlu fyrir útvarpsstöð eina og útvarpa beint ástandi á hraðbrautum ásamt rövli um veðrið og eitt og annað. Dag einn verður hann vitni að bankaráni. Hann eltir bankaræningjana, sem fyrst eru á bíl en fara svo um borð í þyrlu, og hefst nú mikill eltingarleikur í háloftunum Sýna þyrluflugmennirnir oft á tíðum mikla fimi í stjórn þessara véla. Ræningjarnir eru með einn gisl, unga stúlku, sem um síðir tekst að losna frá þeim með peningana. Bjargar David Jansen henni um borð í sína vél og snúast nú hlutirnir við, nú eru það ræningjarnir sem elta. Endar myndin á gömlum flugvelli þar sem flugskýlin eru jafnt notuð sem háloftin. Ifiins og áður sagöi er það eina athyglisverða við Ránfuglana þyrlurnar og meðferð þeirra. Söguþráöur og leikur eru á lágu plani. hk. OUEL LoikstjórbStovon Spiolboro. Aonlhlutvork: Dennia Wouvor, Luciila Bonson. Þetta er fyrsta myndin sem Steven Spielberg leikstýrði en upphaflega var hún gerð fyrir sjonvarp. Dennis Weaver komst á blað kvik- myndasögunnar með leik sinum í henni en hann lcikur mann á viðskiptaferðalagi sem lendir í úti- stöðum við geggjaðan ökumann stórs dísil-trukks sem reynir allt hvað hann getur til að kála Weaver. Þessi mynd er ágætt dæmi um hvernig gera má góðan þriUer úr ein- ¦ földu efni með notkun klippingar og ákveðinnar nlðurröðunar mynd- skota. Með þessari mynd sýndi Spiel- berg strax h vað i honum bjó en hann hefur siðan gert myndir á borð vlð Jaws, Close Encounters og E.T. -FRI The Osterman Weekend Leikstjóri: Sam Peckinpah. Aöalhlutverk: Rutger Hauer, John Hurt og Burt Lancaeter. The Osterman Weekend er gerð eftir skáldsögu Robert Ludlum. Eins og í öðrum skáldsögum hans er „plottið" mjög flókið og því miður hefur hinn gamli harðjaxl úr kvikmyndaheimin- um, Sam Peckinpah, ekki getað komið því nægilega vel til skila, sem er skiljanlegt, því The Osterman Week- end verður að teljast með verri bókum Ludlums. Fjallar hún um frægan s jónvarpsmann sem deilir hart á rfkis- stjórn sína og hernaðaryfirvöld. Þetta breytist þegar CIA boöar hann á fund sinn og sýnir honum fram á að þrír bestu vinir hans eru allir sovéskir njósnarar. Er hann beðinn um að aöstoöa CIA við að hjálpa þeim að koma upp um svokallaða Omega áætlun. Eins og i öllum bókum Robert Ludlum er söguþráðurinn hinn flókn- asti þannig að margt fer öðruvisi en ætlað var og er áhorfandinn i hinum mestu vandræðum með að koma öllu heim og saman. I heild má samt sem áður hafa nokkurt gaman af The Oster- man Weekend, sérstaklega er hún fyrir þá sem unna flóknum sakamála- myndum. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.