Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Qupperneq 30
30 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Myndbönd Myndbönd Rannsóknin á myndbandaleigunum tveimur: Teknir fyrir 2 spólur en300 ólöglegar fundust Rannsókn sú sem Rannsóknarlög- regla ríkisins vinnur nú aö á ólöglegu efni hjá tveimur myndbandaleigum og greint var frá hér á „myndbandasíð- unni” í síöustu viku hefur leitt í ljós aö viðkomandi aöilar voru meö um 300 ólöglegar spólur í fórum sínum. Upp- haflega voru þeir hinsvegar kærðir fyrir aðeins 2 spólur. Amar Guömundsson, deildarstjóri hjá RLR, sem stjómar rannsókninni, sagöi í samtali viö DV í síðustu viku aö „máliö heföi vaxið í meöförum embættisins” en samkvæmt heimild- um DV var sá vöxtur upp í 300 spólur. Ríkissaksóknari fékk málið til meö- feröar í sumar en sendi þaö aftur til RLR til frekari rannsóknar. Búist er viö aö hann fái það svo aftur endursent á næstunni. -FRI Falcon Crestá myndbönd hérlendis Nýstofnað fyrirtæki, Ismann sf., mun hefja dreifingu á bandarísku sjónvarpsþáttunum Falcon Crest á myndböndum hérlendis í lok mánaöar- ins og verða tveir þættir á hverju myndbandi en alls hefur verið samiö um dreifingu á 98 þáttum. Þættirnir gerast á vínræktarbúinu Falcon Crest og fjalia um auöuga fjöl- skyldu sem þar býr. Fjölskyidan kemur öll saman eftir aö einn meölim- ur hennar hefur látist á dularfullan hátt. Meöal leikara í þáttunum er Jane Wyman sem m.a. er þekkt fyrir aö hafa veriö gift Ronnie Reagan en leik- ferill hennar var meira og minna í molum þar til þessi fyrrverandi eigin- maöur náöi í forsetastólinn í Banda- ríkjunum. Ismann sf. er aö mestu í eigu þeirra Rolf Johansen og Jóns Ragnarssonar (Regnboginn). Fjölskyldan í Falcon Crest. Neðst fyrir miðju situr Jane Wyman sem fer með eitt aðalhlutverkið, Angelu Channing, í þáttunum. T f \ J' v í M 1 tM fltHCOCK'S 1. THE EMPIRE STRIKES BACK 2. THE NINJA MASTER (1—3) 3. FLIGHT 90 4. BLOODLINE 5. SILKWOOD 6. MASTER OFTHEGAME 7. AIRWOLF 8. BLUE THUNDER 9. DYNASTY 10. UNDERFIRE Vinsældalisti DV er unninn í samvinnu við 10 stærstu mynd- bandaleigumar innan SlM auk Video-sport (3 leigur) og Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna( 6 leigur). JOE Aðalhlutverk»Peter Boylo, Dennis Patrick. Peter Boyle fer á kostum sem Joe, ekta miöstéttarbandaríkjamaöur með lífsviöhorf í stíl við eplaköku mömmu og bandarísku leiðina. Af þessum or- sökum er honum meinilla við svert- ingja, hippa, og yfirleitt alla sem ekki eru sama sinnis og hann. Joe eignast kunningja á bar einum en sá hefur nýlega skotiö vin dóttur sinnar en bæði voru þau háö fíkniefn- um. Þeir taka tal saman og komast aö því aö báðum þykir „eplakakan” góö. Þeir ákveöa annan fund saman og af þeim fundi er svo stefnan sett á „hippaskyttirí” í samkvæmi nokkru í húsi í grenndinni. Það sem vinur Joe veit ekki er að dóttir hans hefur frétt af morði vinar síns, trylist af bræði, og er hún stödd í húsi því sem þeir Joe ætla aö hreinsa út með haglabyssum. Myndin Joe er ágæt lýsing á því er tveimur ólíkum lífsviöhorfum lýstur saman á þann hátt aö ekki veröur gert út um málin ööruvísi en meö ofbeldi. -FRI GOIN’ SOUTH Loikstjóri: Jack Nicholson. Aðalhlutverk-.Jack Nícholaon, Mary Stoonburgen. Jack Nícholson leikur hér þriðja flokks útlaga, Moon, sem hengja á. Honum er bjargað úr snörunni af ein- mana ungfrú með þeim skilmáium aöhann giftist henni. Moon hugsar gott til glóöarinnar en er til kemur reynist hjónabandiö honum enn meira púl en glæpimir voru því ungfrúin á gullnámu sem hún lætur hann strita í dag og nótt. Þetta mun vera fyrsta myndin sem Nicholson leikstýrir og ekki er annað hægt aö segja en honum takist vel til. Myndin er full af fyndnum og léttum atriöum og sjálfur er Nicholson létt- geggjaður í hlutverki Moon á sinn yfin'egaöa hátt. Steenburgen í hlut- verki ungfrúarinnar á einnig góöan dag í því hlutverki og fyrir þá sem vilja trausta gamanmynd er rétt að kýla á eintak af Goin’ south. -FRI Ránfuglarnir (Birds Of Pray) Leikstjóri: William A. Graham. Aðalhlutverk: David Janson og Ralph Meeker. Þaö er fátt gott hægt aö segja um Ránfuglana. Hún er dæmigerð B-mynd þar sem aöaláherslan er lögö á fimleg- ar sveiflur þyrlna. Fer megniö af myndinni fram í loftinu og það bjargar því sem bjargaö verður. David Jansen leikur gamlan stríösflugmann sem hefur þá atvinnu að fljúga þyrlu fyrir útvarpsstöð eina og útvarpa beint ástandi á hraðbrautum ásamt rövli um veörið og eitt og annaö. Dag einn verður hann vitni aö bankaráni. Hann eltir bankaræningjana, sem fyrst eru á bíl en fara svo um borö í þyrlu, og heEst nú mikill eltingarleikur í háloftumun Sýna þyrluflugmennirnir oft á tíöum mikla fimi í stjóm þessara véla. Ræningjamir eru með einn gísl, unga stúlku, sem um síðir tekst aö losna frá þeim meö peningana. Bjargar David Jansen henni um borö í sína vél og snúast nú hlutimir við, nú eru þaö ræningjamir sem elta. Endar myndin á gömlum flugvelli þar sem flugskýlin eru jafnt notuð sem háloftin. Eins og áður sagöi er þaö eina athyglisverða viö Ránfuglana þyrlurnar og meöferö þeirra. Söguþráöur og leikur eru á lágu plani. hk. DUEL LoikstjórltStovon Spiolborg. Aðalhlutverk: Dennis Weover, Lucillo Benson. Þetta er fyrsta myndin sem Steven Spielberg leikstýröi en upphaflega var hún gerð fyrir sjónvarp. Dennis Weaver komst á blað kvik- myndasögunnar meö leik sínum í henni en hann leikur mann á viðskiptaferðalagi sem lendir í úti- stööum viö geggjaðan ökumann stórs dísil-trukks sem reynir allt hvaö hann getur til að kála Weaver. Þessi mynd er ágætt dæmi um hvernig gera má góðan þriller úr ein- földu efni meö notkun klippingar og ákveðinnar niðurrööunar mynd- skota. Meö þessari mynd sýndi Spiel- berg strax hvaö í honum bjó en hann hefur síðan gert myndir á borö viö Jaws, Close Encounters og E.T. -FRI The Osterman Weekend Leikstjóri: Sam Pockinpah. Aðalhlutvork: Rutger Hauer, John Hurt og Burt Lancaster. The Osterman Weekend er gerð eftir skáldsögu Robert Ludlum. Eins og í öörum skáldsögum hans er „plottiö” mjög flókiö og því miður hefur hinn gamli harðjaxl úr kvikmyndaheimin- um, Sam Peckinpah, ekki getaö komiö því nægilega vel til skila, sem er skiljanlegt, því The Osterman Week- end veröur að teljast með verri bókum Ludlums. Fjallar hún um frægan sjónvarpsmann sem deilir hart á ríkis- stjóm sína og hernaðaryfirvöld. Þetta breytist þegar CIA boöar hann á fund sinn og sýnir honum fram á aö þrír bestu vinir hans eru allir sovéskir njósnarar. Er hann beöinn um aö aðstoða CIA við að hjálpa þeim að koma upp um svokallaða Omega áætliui. Eins og i öllum bókum Robert Ludlum er söguþráðurinn hinn flókn- asti þannig aö margt fer öðruvísi en ætlaö var og er áhorfandinn í hinum mestu vandræðum meö að koma öllu heim og saman. I heild má samt sem áöur hafa nokkurt gaman af The Oster- man Weekend, sérstaklega er hún fyrir þá sem unna flóknum sakamála- myndum. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.