Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn TÓNLIST FRAMTÍÐARINNAR TÖLVURNAR HALDAINNREIÐ SÍNA í VERÖLD HUÓMUSTARINNAR Þegar stundir líöa mun tölvutónlist- in skapa svo stórfenglega og fjöl- skrúðuga hljómveröld, aö sú tónlist sem viö höfum alist upp viö frá blautu barnsbeini veröur í samanburöi bæði hjákátleg og fátækleg, já blátt áfram ömurleg á að hlýða. Tölvutónlist er nú þegar iðkuð af miklu kappi úti í hinum stóra heimi. Forsprakkar menningarþjóðanna hafa komið á fót tölvuvæddum hljóðverum, tónskáld sem menntuð eru og þjálfuö í sjgildri tónlist fyrri tima hafa mörg hver tekið hinni f rábæru nýjung fegins hendi og setja sig ekki úr færi til þess að beisla hana, anda sínum og sköpunargáfu til framdráttar. En auðvitað eru þeir til sem gefa henni óhýrt auga og viö því er í sjálfu sér ekkrt að segja — slíkt mega allar nýjungar þola, en þeirra er framtíðin. Uppeldi og afþreying Unga kynslóöin á Vesturlöndum litur á hljóðgervla samtímans eins og sjálfsagðan hlut, þeir sem eru lengra komnir tengja einkatölvur sínar viö hljómborð og stafræna sveiflusjá og semja með liðsinni hugvitssamlegra forrita nýstárleg, heillandi hljóð, þess konar hljóð sem aldrei hafa nokkurn tíma heyrst í heiminum áður, hvorki í mannheimum eða hinu villta ríki náttúrunnar. Tölvutónlistin er hugþekk afþreying ungum sem gömlum, hún hentar vel til uppeldis og fræðslu gagnast starfandi tónlistarmönnum á margan máta. Það er nefnilega ekki nóg með að unnt sé að semja tónverk með tölvubúnaði, það cr hægt að flytja voldugar hljómkviður með honum i heimahúsum eða þar til gerðum hljómverum, og eins er hægt að nýta hann við nótnaskrift og þar fram eftir götunum. Það er hægt að láta hann skrá og geyma tónsmíðar, sem síðan má kalla fram við hentug- leika til þess að umbreyta, lagfæra og endurskapa eftir þörfum og geðþótta — þess vegna hentar tölvutónlist einkar vel til hljóðsetningar við sjón- varps- og hljóðvarpsauglýsingar, kvik- myndir og videoþætti hvers konar. BPECTRI- /v\ A / \ A A/ Wal 63 E3 OSOI 0SO2 L>FO li Þegar búin eru til hljóð með aðstoð tölvu er unnt að skoða þau i bak og fyrir á skjá efla fyrir tilstilli prentara, breyta þeim og lagfœra á ýmsa vegu. þær til heilans, en tölvan á tiltölulega auðvelt með að reikna út þess konar bylgjur og gera af þeim haganlega eftirlikingu. Sú eftirliking hljóðsins, sem tölvan er fær um að búa til, er stafræn sem kallað er, en í þvi felst að hún er byggð upp í þrepum og hvert þrep er unnt að tiltaka meö ákveðinni tölu, rétt eins og gert er i linuritum og súluritum. Þessi staf ræna eftirliking hljóðbylgj- unnar er ekki eins og hún, en hún er mjög lík henni, og f ái tölvan tilmæli um Tíðarandinn Baldur Hermannsson að láta bylgjuna óma, þá sendir hún hana fyrst í gegnum eins konar síu áður en hún fer i hátalarann, og þessi sia sléttir úr þrepunum svo að úr verður áheyrileg bylgja. Tölvur til að hlusta Hin stafræna eftirlíking hefur þann reginkost, að með henni er hægur vandi að leggja saman tvær eða fleiri bylgjur, margfalda þær saman og vinna með þær á óteljandi vegu. Nú þegar er völ á forritum, sem varpa bylgjunum á skjá og með bendilfara er hægt að laga þær og breyta eins og manni þóknast, rétt eins og gert er 1 r iiiiir'Si y 1 W ^W Lengst til vinstri má sjá tvær eftirlíkingar af hljóðbylgjum, grunnsveiflu og fyrsta yfirtón. Í miðjunni hefur tölvan lagt bylgjurjiar saman og búið til þá þriðju sem síðan er send í gegnum eins konar síu, svo að úr fasst venjuleg spennubýlgja fyrir hátalara. Lagfærið meistaraverkinl Tölvutónlistin hefur þegar hafiö inn- reið sína á heimili Vesturlandamanna og það þarf engan að furða þótt hún innan tiðar viki til hliðar hinum hefð- bundnu hljóðfærum kiarnafjblskyld- unnar, svo sem píanóum, gíturum og orgelum, sem liöfð eru nærtæk til skemmtunar og uppeldis æskunnar. Hver veit nema sú stund sé lfka skammt undan að hljóðfæraleikara verði ekki framar þörf, en fullkominn tölvubúnaður til flutnings tónverka verði nálega í hvers manns eigu og hverjum og einum verði þar af leiðandi í lófa lagiö að sernja sín verk, búa þau til flutnings og bjóða síðan vinum og kunningjum til stórkostlegra hljóm- leika í heimahúsum! Og þá stendur lfka hverjum og einum til boða að keyra hljómkviður gömlu meistaranna inn i tölvuminni, hamast á þeim eins og þá lystir, umbreyta þeim og gerbreyta á alla vegu. Tölvutónlistin er enn í bernsku og það sér enginn f yrir endann á þroskabraut hutmar. Stafrœn eftir- líking Hvernig víkur því við að tækni sem upprunalega var hönnuö til útreikn- inga skuli henta svo vel til tónlistarsköpunar? Svarið er einfalt og kannski dálftið óvænt: einmitt vegna þess aö hún er hönnuð til útreikninga. Tónlist er nefnilega saman sett úr þrýstibylgjum sem berast um loftið, mannseyrað greinir þessar bylgjur með sérstakri himnu og sendir boð um með venjulegum teiknif orritum. Nú er það svo að ákveðinn tónn hefur hæð, litblæ og lögun sem svo mætti kalla — hann ris, hnígur svo eilítið, varir um stund og fellur. öllum þessum atriðum getur tölvan hæglega hermt eftir og hún getur einnig búið til nýja, seiðandi tóna, sem ekkert mannseyra hef ur áður numið. Það er eins og roskinn hljómlistar- maður sagði við mig nýlega — ég var þá búinn að rekja fyrir honum nýjustu tíðindi úr veröld tölvutónlistarinnar: „Þetta er alveg makalaust! Tölvurnar búa til ný hljóð og nýja tóna, semja hljómkviður, búa þær til flutnings og flytja þær með jafnmiklum tilþrifum og hundrað manna sinfóniuhljómsveit- ir — nú þarf bara að búa til sérstakar tölvur, sem mæta á þessa hljómleika tilaðhlusta!" -BH