Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Síða 2
18 Sjónvarp Sjónvarp konu sinni og bregst hinn versti viö þegar hún hyggst giftast aftur. Þýöandi Hallveig Thorlacius. 23.50 Fréttir ídagskrárlok. Laugardagur 24. nóvember 16.00 Hildur Fjórði þáttur Endur- sýning. Dönskunámskeiö í tíu þátt- um. 16.30 iþróttir. Umsjónarmaöur BjarniFelixson. 18.30 Enska knattspyrnan. 19.25 Bróöir minn Ljónshjarta. Þriðji þáttur. Sænskur framhalds- myndaflokkur í fimm þáttum, geröur eftir sögu Astrid Lindgren. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Augiýsingarogdagskrá. 20.40 i sælureit. Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 21.10 Megas. Frá söngskemmtun í Austurbæjarbíói föstudaginn 9. þessa mánaðar. Upptöku stjórnaöi Viðar Víkingsson. 22.10 Nýtt úr heimi tiskunnar. Þýsk- ur sjónvarpsþáttur. Nokkrir þekktustu tiskuhönnuöir í París sýna haust- og vetrartískuna í ár. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.00 Spítalalíf. (M*A*S*H) Banda- rísk gamanmynd frá 1970. Leik- stjóri Robert Altman. Aöalhlut- verk Donald Sutherland, Elliot Gold, tom Skerritt, Sally Keller- man, Robert Duvall, Jo Ann Pflug, Gary Burghof og René Auberjono- is. Á neyðarspitala Bandaríkja- hers, skammt frá víglínunni í Kóreustríðinu, starfa nokkrir her- læknar sem líta á stríöiö sem stundarbrjálsemi og haga orðum sinum og gerðum samkvæmt því. Sjónvarpið hefur áður sýnt all- marga þætti úr samnefndum gamanmyndaflokki sem geröur var í framhaldi þessarar bíó- myndar. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 00.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 25. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Ein- ar Eyjólfsson flytur. 16.10 Húsiö á sléttunni. 2. Nýi land- neminn — síðari hluti. Banda- rískur framhaldsmyndaflokkur. Þýöandi Oskar Ingimarsson. 17.00 Maöurinn sem trúði að Jesús væri svartur. Dönsk heimilda- mynd um bandariska málarann William Johnson og verk hans. Þessi svarti listamaður bjó um árabil meöal fiskimanna á Fjóni og átti danska konu. Um 1940 hvarf hann aftur til Bandaríkj- anna, skóp sér nýjan stil og er nú talinn einna merkastur máiara úr röðum blökkumanna. Þýöandi Þorsteinn Helgason. (Nordvision — Danska sjónvarpiö) 18.00 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Mareisson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrlp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngarogdagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Umsjónarmaöur Guömundur Ingi Kristjánsson. 20.55 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónarmaður Sveinbjöm I. Baldvinsson. 21.45 Dýrasta djásnið. (The Jewelin the Crown). Annar þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sagnabálkinum „The Raj Quart- et” eftir Paul Scott. Aðalhlutverk: Tim Pigott-Smith, Susan Wool- dridge og Art Malik. Myndaflokk- urinn gerist á Indlandi á árunum 1942—1947, tímum heimsstyrjaldar og sjálfstæðisbaráttu Indverja. I fyrsta þætti komu mest við sögu Hari Kumar, indverskur blaða- maður og menntaður í Bretlandi; Daphne Manners, bresk stúlka, nýkomin til Indlands og Ronald Merrick, lögreglustjóri, sem hefur illan bifur á Hari, ekki síst þegar þeim Daphne verður vel til vina. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.40 Ionesco tekinn tali. Leikrita- skáldið Eugene Ionesco f jallar um verk sín og hugðarefni; þjóöfélag- ið, lífið og dauðann. Jafnframt er brugöið upp atriðum úr verkum hans sem flutt hafa verið í danska sjónvarpinu. Else Lidegaard ræðir við skáldiö. Þýðandi Olöf Péturs- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 23.20 Dagskrárlok. morð. Skógareldur kviknar og Paddy ferst við að bjarga búfénu. Villigöltur verður yngsta bróðum- um að bana. Séra Ralp kemur í heimsókn og Meggie reynir enn að vinna ástir hans. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 22.10 Indira Gandhi. Viðtal sem fréttamaður írska sjónvarpsins átti viö hinn nýlátna forsætisráð- herra Indlands 18. ágúst sl. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.40 Fréttir í dagskráriok. Föstudagur 23. nóvember 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Veröld Busters. Þriðji þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi Olafur Haukur Símonarson. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.20 Skonrokk. Umsjónarmenn: Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir. 21.50 Hláturinn iengir lifið. Fjóröi þáttur. Breskur myndaflokkur í þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara í fjölmiðlum fyrr og síðar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.20 Undir fjögur augu. Ný sovésk bíomynd. Leikstjóri Nikita Mihajl- kof. Leikendur: Irina Kúptsénko og Mihíl Úljanof. Hann og hún hafa verið skilin árum saman. Þótt maðurinn eigi nú aðra fjölskyldu er hann enn heimagangur hjá fyrri SJÓNVARP SUNNUDAGINN18. NÓVEMBER KL. 18.00 t Stundinni okkar að þessu sinni hittum við litla Kláus og stóra Kláus og við sjáum Sögu Jónsdóttur æfa leikarana í leikritinu. Oli prik á fótum sínum fjör að launa og Smjattpattarnir bregða á ieik. Stundinni okkar hefur borist fullt af teikningum sem gerðar hafa verið eftir myndinni Eftirminnileg ferð. Eru það geysiskemmti- legar teikningar og verður sýndur hluti af þeim. Og síðan verður sýndur þriðji þáttur af Eftirminnilegri ferð. Og rúsinan í pylsuendanum verður þula eftir Theo- dóru Thoroddsen i leikstjórn Þórunnar Sigurðardóttur. Leikmynd Baidvin Björnsson. Og þulan heitir Geng ég upp í Álfahvamm. Og það eru nýir og hressir krakkar sem kynna, þau Helga, Davíð og Friðgeir. SJÓNVARP LAUGARDAGINN 24. NÓVEMBER KL: 23.00 Það muna sjáifsagt margir eftir myndaflokknum Spitalalíf sem sjónvarpið sýndi hér áður. Kveikjan að þeim þáttum var kvikmyndin M.A.S.H sem gerö var árið 1970 með þeim Donald Sutherland og Elliott Gold í aðalhlutverkum. Mynd þessi þótti þá og þykir enn meiriháttar hress enda fara þelr vinirnir og margir aðrir leikarar i myndinni á kostum í henni út i gegn. SJÓNVARP LAUGARDAGINN 24. NÓVEMBER KL. 21.10 Hlnn umtalaði Megas lét aftur í sér heyra á opinberum vettvangi eftir langa f jar- veru á tónleikum í Austurbæjarbiói fyrr i þessum mánuði. Við sem höfðum ekki möguleika á að fara á þá getum sest við tækið eina og sanna á þessum tíma, en þá verður sýnt frá þessum margfrægu tónleikum. fv DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. ■iinriffiii'tffnii Kvikmyndir Kvikmyndir ■ ■fflWIffffWIMWffffWI KVIKMYNDIR UM HELGINA UMSJÓN: HILMAR KARLSSON Að fá sem flest óskarsverðiaun er mesta auglýsing sem ein kvik- mynd getur fengiö. Oftsinnis hefur komið fram, að það eru ekki alltaf bestu myndimar sem fá óskarsverðlaun. Sú kvikmynd sem flest óskarsverðlaun hefur fengið var Ben Hur sem gerð var 1959 og endurgerð eftir þögulli mynd. Sú mynd fékk ein ellefu óskarsverð- laun á sínum tíma. I dag er litið á Ben Hur í mesta lagi sem meðal- mynd sem elst hefur iila og var í fararbroddi af þeim „stórmynd- um” sem voru hvað vinsælastar á sjöunda áratugnum. Sú kvik- mynd sem fór með vinninginn á óskarsverölaunahátíðinni í ár er dálítið smærri í sniðum, enda fyrsta mynd fátæks leikstjóra. I blíðu og stríðu (Terms of Endearment) heitir hún og var frumsýnd í Há- skólabíói í vikunni. Fékk hún þrjú af fjórum aðalverðlaununum,. hún var valin besta kvikmyndin, James L. Brooks fékk óskarinn fyrir bestu leikstjóm og Shriley MacLaine fékk einnig óskarsverð- laun fyrir aðalhlutverkið. I blíðu og stríðu fjallar um mæðgur tvær, sorgir þeirra og raunir, þær hafa ólik lifsviöhorf en ná þó saman. Robin Williams leikur aðalhlutverk í tveimur myndum sem sýndar eru í borginni. Hann er hér í hlutverki Garp í The World According To Garp. Það er Debra Winger sem leikur dóttur Shirley MacLaine. Jack Nicholson leikur aukahlutverk og fyrir það hlaut hann óskarsverð- laun. Laugarásbíó hóf vikunni sýningar á nýrri mynd, Hard To Hold. Þetta er mynd fyrir ungu kynslóðina. Fjallar hún um poppstjörnu. Poppstjörnuna leikur vinsæll söngvari Rick Springfield að nafni. Hann er ekki alveg ókunnugur leiklistinni. Hann hóf sinn listaferil í svokölluðum sápuóperum í Bandaríkjunum. Regnboginn sýnir að vanda nokkrar myndir. I gær voru hafnar sýningar á Öboðnir gestir (Strange Invaders). Segir í auglýsingu að myndin sé um furðulega gesti utan úr geimnum sem yfirtaka heilan bæ. Bitastæðari er Cross Creek, einföld og mannleg mynd um kafla í iífi skáldkonu á fyrri hluta þessarar aldar. Cross Creek er sannsöguleg kvikmynd. Islenska kvikmyndin Kúrekar norðurs- Shirley Mac Laine fékk óskarsverölaun fyrir leik sinn í Terms of Endearment. Hún er hér ásamt Jack Nicholson sem einnig fékk óskarsverðlaunin. ins heldur enn áfram göngu sinni í Regnboganum. Er hún að mestu tekin upp á kántríhátíð sem haldin var á Skagaströnd í sum- ar. Austurbæjarbíó sýnir þessa dagana The World According To Garp sem gerð er eftir víöfrægri skáldsögu eftir John Irving. Söguþráðurinn er ragi-kómískur og fjallar um náunga aö nafni Garp frá fæðingu til dauða. Það er Robin Williams sem leikur aðal- hlutverkið. ■ Robin Williams er einnig í aðalhlutverki í Moskva við Hudson- fljót, (Moscow On The Hudson), gamanmynd sem sýnd er í Stjömubíói. Fjallar hún um rússneskan saxófónleikara, sem á ferðalagi í New York tekur upp á því að flýja og setur aö sjálfsögðu allt á annan endann. Robin Williams er svo til ný stjarna í heimi kvikmyndanna og geta íbúar höfuðborgarinnar séð hann í tveimur af fjórum myndum sem hann hefur leikið í. Ekkert lát virðist vera á vinsældum Dalalífs og gengur hún enn í Nýja bíói. Dalalíf er framhald hinnar vinsælu myndar Nýtt líf sem var sýnd í fyrra og fjallar um afrek þeirra félaga Daníels og Þórs sem leiknireru af Eggert Þorleifssyni og Karli Agústi Ulfssyni. Það er merkileg kvikmynd sem er til sýningar í Bióhöllinni. að rokktónlist hefur verið sett við myndina og hún hefur á köflum rokktónlist hefur verið sett við myndina og hún hefur á köflum verið lituð. Sitt sýnist hverjum um árangurinn en Metropolis er af mörgum talin til klassískra verka og hefur elst furðanlega vel. i nrrrrr Kvikmyndir Kvikmyndir ifflff ftii ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.