Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 1
Nýkjörinn varaformaður Alþýðuflokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, hinn nýi formaður, og fráfarandi formaður fíokks- ins, Kjartan Jóhannsson. DV-mynd GVA Að afstöðnu f lokksþingi Alþýðuf lokksins: ALÞÝÐUBLAÐH) LAGT NIÐUR SEM DAGBLAÐ —segir Jón Baldvin Hannibalsson, nýkjörinn formaður Alþýðuf lokksins Jón Baldvin Hannibalsson sigraði Kjartan Jóhannsson í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins sem fram fór um helgina. Jón Baldvin hlaut 142 atkvæði en á þinginu voru 241 kosningabærir fulltrúar. Kjartan Jóhannsson hlaut 92 atkvæði, Sig- hvatur Björgvinsson hlaut 1 atkvæði og a uðir seðlar voru 6. Jón Baldvin Hannibalsson segir í yfirheyrslu DV í dag að hann muni beita sér fyrir breytingum á útgáfu- málum flokksins á þann hátt að Al- þýðublaöið verði lagt niður sem dag- blað. Hann útilokar ekki þann mögu- leika að það verði gert að vikublaði. Þess í stað vill Jón Baldvin að flokkurinn stofni útgáfumiðstöð sem sjái um að koma stefnu flokksins á framfæri í bókum, bæklingum og dreyfibréfum. Einnig segir Jón Bald- vin að hann muni hafna ríkisstyrk til Alþýðublaðsins. ,,Stjórnmálaflokkar eiga ekki að reka dagblöð,” segir Jón Baldvin í yfirheyrslunni. ÓEF - sjá nánará bls. 2 og4 Gengi krón unnar fellt á morgun Mikil loðnuveiði fyrir austan land Gjaldeyrisdeildir viðskipta- bankanna annast ekki almenna gjaldeyrisafgreiöslu í dag. Banka- stjórn Seðlabankans leggur tillögur fyrir ríkisstjórnina um nýja skráningu krónunnar gagnvart helstu erlendum g jaldmiðlum. Rfkis- stjórnarfundur hefst klukkan 18. Reiknað er með um 10% lækkun krónunnar að meðaltalí. Gjaldeyris- sala hefst væntanlega aftur á morgun. Talsverð hreyfing hefur verið á gengi krónunnar síðustu vikur. Með- al annars hefur hún lækkað gagnvart bandarískum dollar um því sem næst 4%. Ráðherrar beggja stjómar- flokkanna fjölluðu um efnahagsmál og þá einkum um nauösynlegar breytingar á f járlagafrumvarpinu á fundum um helgina. Þær verða á- kveðnar endanlega þegar gengisfor- sendur liggja fyrir. Forsætisráðherra mun síðan flytja stefnuræöu sina á fimmtudag og fjármálaráðherra fjárlagaræðuna á þriðjudag i næstu viku. Síöustu fréttir: Gjaldeyrir er af- greiddur vegna brýnna ástæðna með 15% álagi. -HERB. Mikil loðnuveiði er nú fyrir austan land, aðallega á svæðum norður af Langanesi og út af Glettinganesi. Að sögn Kristins Lund hjá Fiskifélaginu er þarna um mikla loðnu að ræða. Snemma á laugardag heföu 24 bátar landað tæpum 16000 tonnum og á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins hefðu 13 bátar landað um 10300 tonnum. Langmest hefur verið landaö á Seyðisfirði og Neskaupstað og einnig eitthvað á nálægum fjörðum. Það sem er þó athyglisverðast við þessa miklu loönuveiði nú er að loönan er yfirleitt mun seinna á ferðinni eða í Samkomulag tókst í nótt milli Al- þýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendasambands Vestfjarða. 1 samtaii við DV snemma í morgun sagði Pétur Sigurösson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, að janúar og febrúar. Það heyrir því til undantekninga að svona mikil veiði skuli vera í nóvember. Jakob Jakobsson fiskifræðingur sagði ástæðuna fyrir þessu sennilega vera þá aö loðnan hefði vaxið vel í sumar vegna óvenjulegra aðstæöna í sjónum og því orðiö kynþroska fyrr en venjulega. Það væri vissulega óvenjulegt að loðnan væri svo snemma á ferðinni og sagðist Jakob aðeins muna eftir einu hliöstæðu tilfelli um áramótin 1971—72 en þá var loðnan á ferðinni um mánuði fyrr en venjulega. samningurinn væri samhljóða þeim sem geröur hefði verið í Reykjavík. Samkvæmt samningnum hefði Alþýðu- bandalagiö frest fram til 8. desember til að afgreiða samninginn. -EH. Hörkuáreksturá Ölfusárbrú Hörkuárekstur varö milli þriggja bíla við suðurenda ölfusárbrúar síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar var bifreið ekið hratt suður brúna en þá sprakk á afturhjóli. Missti öku- maður stjóm á bílnum og fór hann yfir á rangan vegarhelming. Lenti hann þar framan á bíl sem var á leið til Reykjavíkur og henti honum framan á annan bíl sem kom á eftir. Tveir bílanna eru gjöreyðilagðir eftir á- reksturinn. Að sögn lögreglu komu bílbelti í veg fyrir að þarna yrði stór- slys á mönnum. Tvo varð að flytja á sjúkrahús en þeir voru hvorugir í bílbelti. -EH. Launþega- sjoðir — ræddirá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins Flokksráðsfundur Alþýðubanda- lagsins var haldinn um helgina. Megin- efni fundarins var tillögur um efna- hags- og atvinnumál og möguleika á samstarfi vinstri manna. Á fundinum voru meðal annars kynnt drög að frumvarpi sem alþýðu- bandalagsmenn hyggjast leggja fram á Alþingi um fjárfestingarsjóð launa- manna. Sjóði þessum er ætlaö það hlut- verk að stuðla að innlendum sparnaði og draga þar með úr innlendum lántök- um. Að því er segir í frumvarpinu á að nota s jóðinn til að fjárfesta í atvinnulíf- inu og efla atvinnuvegi og ávaxta inn- eignir launamanna í sjóðnum og auka eignaraðild þeirra að atvinnurekstri. Sjóðinn skal mynda þannig að í öllum atvinnurekstri verði greitt fram- lag til sjóðsins er nemi 0,25% af laun- um starfsmanna áriö 1985 og hækki síðan um 0,25% á hverju ári upp í 2%. Sjóðurinn yrði þannig svipaður svo- nefndum launþegasjóðum í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að um 800 milljónir króna yrðu í sjóðnum á næsta ári. ÖEF Tvær nauðg- anir í heima- húsum Tvær nauöganir í heimahúsum um helgina hafa verið kærðar til lögreglunnar. 1 fyrra tilfellinu hafði stúlka sofnað ölvunarsvefni þar sem hún var gestkomandi síð- degis á laugardag og vaknaði viö að maður var að hafa við hana mök. Þá kærði kona nauðgun á sunnudagsmorgun. Hafði hún fárið heim með manni af skemmtistað um nóttina og hann síðan haft við hana mök gegn vilja hennar. Báðir hafa mennimir verið handteknirog hefur rannsóknarlögreglen farið fram á gæsluvarðhald í báðum málum. -EH -ÞJV. Samið á Vestfjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.