Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 11
DV. MANUDAGUR19. NOVEMBER1984. 11 „STARFIÐ OG ÁHUGA- MÁLIÐ ERU EITT’ — rætt við Eðvarð Ingólf sson um ritstörf og f leira Eðvarð Ingólfsson er eitt at ungu skáldunum sem senda frá sér bók nú fyrir þessi jól. Raunar er Eðvarð eng- inn nýgræðingur á ritvellinum því frá hans hendi hafa þegar komiö þrjár bækur, tvær unglingasögur og ein sam- talsbók. I ár er það enn unglingasaga sem hann nefnir Fimmtán ára á föstu. Það er augljóst mál að Eðvarð fer sér ekki hægt við ritstörfin því fáir geta státað af fjórum bókum ekki hálf- þrítugir. Auk sagnagerðar skrifar Eðvarð mikið fyrir barnablaöið Æskuna, t.d. mest allt frumsamið efni. Þar á ofan hefur hann á sinni könnu unglingaþáttinn Frístund á rás-2. „Eg er svo blessunarlega heppinn aö geta starfaö við þau mál sem ég hef áhuga á,” sagði Eðvarð til skýringar á af- köstunum. „Auövitað þýðir þetta að ég verð að vinna mikið í tömum. Sumarið fór t.d. í að skrifa bókina. Það var hörð töm að koma henni af fyrir jólabóka- flóðið,” sagði Eövarð ennfremur. Nýja bókin fjallar um unglinga og líf þeirra nú á tímum. Bókin er m.a. byggð á reynslu höfundar af starfi með unglingum. „Undirtónninn er alvar- legur þótt efnið hafi margar ánægju- legar hliöar einnig. Unglingsárin eru tími gleði og sorgar og nafn bókarinn- ar, Fimmtán ára á föstu, á að vera táknrænt fyrir umbrot unglingsár- anna.” Vinnan við Æskuna gefur gott tæki- færi til að kynnast unglingum og áhugamálum þeirra. Blaðiö hefur breyst töluvert síðustu misserin bæði að útliti og innihaldi. Popptónlistin skipar stærra rúm en áður og meiri áhersla er lögð á viðtöl við unglinga og aðra. Samkeppnin á blaðamarkaðnum er hörð. Nú keppa mun fleiri blöð um hylli unglinga. Ný unglingablöð hafa komið fram og eins eru dagblöðin með meira unglingaefni en lengi var. Þá þarf einnig að keppa við sjónvarp og video. Æskan .hefur þó haldið sínum hlut furðanlega því hún selst nú í um 8.000 eintökum. Þótt starfsdagur Eðvarðs sé anna- samur þá gefast alltaf einhverjar frí- stundir, í það minnsta milli tarna, og þær fara í að fylgjast með lífi þjóðar og menningu. Auk þess hefur heimilis- hald bæst viö annað síðustu mánuðina. Eðvar býr í Arbænum með sambýlis- konu sinni, Bryndísi Sigurjónsdóttur fóstrunema. Hannes Halldórsson söðlasmiður flytur leðurverkstæði sitt í Ástund, Austurveri. Sérverslun hestamannsins. Þar bjóðum við upp á viðgerðarþjónustu, einnig sér- smíði og nýsmíði á reiðtygjum. Bjóðum alla hestamenn velkomna. Hannes Halldórsson. flSTuno SERVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 : Austurver Simi 8-42-40 Ennþá er tækifæri til að fá myndatöku ásamt stækkunum afgreidda fyrirjól. Barnamyndatökur. T ækifærismyndatökur. Brúðarmyndatökur. Fjölskyldumyndatökur HVERFISGÖTU 105,2. HÆÐ. RÉTT VIÐ HLENIM. SÍMI621166. I Bókaklúbbur Fjölva j | Stóra Veraldarsaga j Boösbréf um áskrift 8. bindi Veraldarsögu Fjölva væntanlegt { Fjallar á fjölbreytilegan og lifandi hátt um Þjóðflutningatímann I mikla, þegar germönsku þjóðlrnar, sem við tilheyrum, komu j fram á sviðið. Hér er f fyrsta skipti á íslensku lýst ótal atburðum I og persónum, sem standa við uppruna sagnahefðar okkar. Nokkur efnisatriði: Atli Húnakonungur — Eru Herúlar forfeður J j íslendinga? — Keisaradóttirin Galla Plasída fangi germanskrar | j villiþjóðar — Hermdarverk Vandala — Harmleikur Búrgúnda j I kveikja að sögnum um Rinargull — Sigur kristindómsins — I Æsilegar trúardeilur — Hin kaldrifjaða keisaradrottning Theó- dóra — Hversvegna finnast rómverskir peningar á íslandi? — j Hvaða hlutverki gegndi Ódóvakar konungur Herúla? — Blóma- | j öld göfuga konungsins Þiðreks af Bern — Stórsókn Jústintan- usar og Belísárusar til að sameina Rómaveldi á ný rann út í | sandinn — Allt um innrás og landnám Engilsaxa í Bretlandi — I Forsaga írlands og heilagur Patrekur... og ótal fleiri spennandi atvik og þekkingaratriði. I I Fjölvi gefur kost á hagstæðum áskriftarkjörum. Sendlð mlð- | ann hér fyrlr neðan og þlð fálð um hæl tllboð um áskrlft með I öllum upplýslngum. I “ i i Til Fjölvaútgáfu, Klapparstíg 16, Rvk. Box 624 Krossið við það sem við á: I I I Hef áhuga að eignast áður út komin 7 bindi Veraldarsög- '— unnar á hagstæðum áskriftar og afborgunarkjörum. Vil | fá boðsbréf um það með upplýsingum um verð. I I I I I Hef áhuga að fá 8. bindi Veraldarsögunnar um Þjóð- j flutningatímann á hagstæðum áskriftarkjörum. Vil fá boðsbréf um það með upplýsingum um verð. j Nafn .............................................. J Nafnnúmer........................................ J Helmlll............................................ J Helmlll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.