Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 32
32 DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Spennandi og skemmtileg viðureign — þegar Valur vann ÍR, 78:76, í úrvalsdeildinni i körfu í gærkvöldi Það var allt á suðupunkti í gær- kvöldi þegar leik Vals og ÍR var að ljúka í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þegar 18 sekúndur voru til leiksloka var staðan 78—76 Val í vil og ÍR-ingar höfðu knöttinn. Þeim voru hins vegar mislagðar hendur í iokin og síðasta skot geigaði og Valssigur var í höfn. Leikurinn var oft mjög skemmtilegur og á stundum var hann spennandi. iR-ingar höfðu alltaf frum- kvæðiö í fyrri hálfleik og munaði þar mestu um stórleik Hreins Þorkels- sonar. Hann fór hreinlega á kostum í hálfleiknum og skoraði þá 23 stig. örlítið slappaöi sveinninn af í þeim síöari og fékk þá sína fjórðu villu og í kjölfariö fylgdi tæknivilla og þar með var hans afskiptum af leiknum lokiö. Munaöi mikið um fjarveru hans síðari hluta síöari hálfleiks. Valsmenn komust í fyrsta skipti yfir í leiknum þegar staöan var 51—49 en staöan í leikhléi var 43—40 IR í vil. Valsliðið lék þokkalega í þessum leik án þess þó að veröskulda sigur. Kristján Ágústsson, Leifur Gústafs- son, Tom Holton og Torfi Magnússon voru bestu menn liðsins aö þessu sinni. Hjá ÍR var Hreinn atkvæðamestur og Karl átti einnig góðan leik. Leik- Hreinn Þorkelsson átti mjög góðan leik með ÍR í gærkvöldi en ekki nægði það ÍR-ingum til sigurs. , DV-mynd Brynjar Gauti. Sigurkarfan á lokasekúndunni — þegar Haukar unnu KR í úrvalsdeildinni í gærkvöldi Pálmar Sigurðsson tryggði Haukum sigur á síðustu sekúndunum gegn KR í gærkvöldl. „Þetta var mjög spennandi og skemmtilegur leikur og sigurinn var ákafiega mikilvægur fyrir okkur,” sagði Ingvar Kristjánsson, liðsstjóri hjá úrvalsdeildarliði Hauka, í samtali við DV í gærkvöldi eftir að Haukar höfðu sigrað KR 79—78 í úrvalsdeild- inni í körfu. Leikurinn var æsispennandi í lokin. Þegar ein mínúta var til leiksloka skoraöi Birgir Michaelsson tvö stig fyrir KR og staðan var 78—75 KR í vil. Pálmar tók knöttinn inn og gaf yfir all- an völlinn á Hálfdán semskoraöi78— 77 og þegar tólf sekúndur voru eftir var knötturinn dæmdur af KR-ingum. Þeir höföu þá verið í sókn í 30 sekúndur án þess að reyna körfuskot. Einar Bolla- son, þjálfari Hauka, tók aö sjálfsögðu leikhlé. Fór yfir hlutina með sínum mönnum. Hálfdán tók innkastið og gaf á Pálmar sem geystist aö körfu KR- inga og skaut þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka og hitti. Sigurinn var Hauka, 79—78, og KR-ingpr sátu eftir með sárt enniö. Hjá Haukum var Pálmar bestur en einnig komst Reynir Kristjánsson vel frá leiknum, sérlega á lokakaflanum þegar mikið gekk á. Ivar var nokkuö Amór úti í kuldanum — var í áhorfendastúkunni er Anderlecht lagði FC Liege, 3:0 Frá Krlstjáni Bernburg, frétta- manni DV í Belgíu: — Arnór Guðjohnsen, landsliðsmaðurinn sterki sem leikur með Anderlecht, varð að sitja uppi á áhorfendapöllunum, þegar Anderlecht lagði FC Liege að velli, 3— 0, í belgísku 1. deildar keppninni. Amór er nú kominn út í kuldann en Anderlecht hefur verið þekkt fyrir það undanfarin ár að „svelta” snjalla leik- menn. Það hefur vakið nokkra athygli hér í Belgíu að danski lansliðsmaðurinn Frank Arnesen hefur óskaö eftir að vera settur á sölulista hjá Anderlecht en hann hefur verið fastamaður í liöinu að undanförnu. Anderlecht er með fjögurra stiga forustu í Belgíu — með 24 stig, eftir fjórtán leiki. Það voru þeir Van der Berg, Vercauteren og Czemiatynski sem skomðu mörk Anderlecht gegn FC Liege og er Cemiatynski nú marka- hæstur iBelgiu, meðtólf mörk. Waregem er í öðru sæti, meö 20 stig, síðan koma FC Bmgge og FC Liege með 18 stig, Gent með 17 og Beveren 16. Sævar í leikbanni Sævar Jónsson lék ekki meö CS Brugge, sem tapaði, 0—1, fyrir Gent. Hann var í leikbanni, vegna gulra spjalda sem hann hefur fengið. Lokeren tapaði 2—3 fyrir FC Bmgge í Lokeren. Willy Wellens skoraði öll mörk Brugge en þeir Neeskens og Van der Elst skomðu fyrir Lokeren. -KB/-SOS. langt frá sínu besta en skoraði þó 20 stig. Hjá KR voru þeir Birgir Michaels- son og Guðni Guðnason bestir en einnig voru þeir Astþór Ingason og Þorsteinn Gunnarsson þokkaiegir. Stig Hauka: Páimar 26, Ivar 20, Olafur 12, Kristinn 8, Háifdán 8, Reynir 3ogSveinn2. KR: Birgir 20, Guðni 20, Þorsteinn 10, Ástþór 8, Olafur 7, Kristján 7, Omar Schewing 6. Einkunnir leikmanna: Haukar: Pálmar 3, Reynir 3, Ivar 1, Olafur 2, Kristinn 2, Hálfdán 2, Henning 1, Sveinn 1. KR: Guðni 3, Birgir 3, Kristján 3, Þorsteinn 2, Ástþór 2, Omar 1, ’Olaf ur 1, Matthías 1. Einkunnir dómara: Sigurður Valur 2 og Kristinn Albertsson 2. -SK. STAÐAN tR-Valur Haukar-KR Njarðvík Haukar Valur KR m is 84—86 79—78 6 5 1 517-405 10 4 3 1 347-315 6 5 3 2 425—395 6 4 2 2 301—288 4 5 1 4 357-401 2 4 0 4 265-404 0 Næstu leikir í úrvalsdeild verða á fimmtudagskvöld og leika þá ÍS og ÍR í Kennaraháskóla kl. 20.15 og kl. 20.00 og sama kvöld leika Haukar og Njarðvík i Hafnarfirði. menn liðsins voru miklir klaufar aö tapa þessum leik. Stærsta vandamáliö hjá IR þessa dagana er aö öftustu mönnum í sókninni tekst örsjaldan að koma knettinum í sóknina. Oftast glatast hann á leiðinni fram völlinn og þetta þarf að laga sem allra fyrst. Geta iR-ingar varla leyft sér aö vonast eftir sigri í úrvalsdeildinni fyrr en búiö er að laga þetta vandamál. Og auöveld- asta lausnin á þessu vandamáli er aö láta réttu mennina leika inni á og ýta íhaldsseminni tii hliðar. Stig Vals: Kristján 16, Tómas Holton 14, Torfi 14, Leifur 13, Bjöm 7, Jón 8 og Einar6. Stig ÍR: Hreinn 26, Gylfi 14, Karl 11, Bjöm 9, Kiddi Jör 6, Ragnar 4, Bene- dikt 4 og Hjörtur 2. Einkunnagjöf leikmanna: Valur. Kristján 3, Tómas 2, Torfi 2, Leifur 2, Björn 1, Einar 1, Jón 1. ÍR: Hreinn 4, Gylfi 2, Björn 2, Karl 2, Ragnar 1, Kristinn 1, Hjörtur 1 og Benediktl. Leikinn dæmdu þeir Hörður Tuiinius og Jóhann Dagur Bjömsson og enn einu sinni var dómgæslan fyrir neðan allar hellur. Ekki í fyrsta skipti í vetur sem dómararnir eru mun lélegri en leikmenn. Einkunnirdómara: Höröur Tulinius 0 og J óhann Dagur 0. -SK. Bikarslagurinn hafinn íEnglandi: Kom til leiks í þyrlu Hér að neöau eru úrslit úr leikjum í 1. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspymu en þeir fóru fram á laugardag. Bangor-Tranmere 1—1 Blackpool-Altrincham 0—1 Barry-Reading 1—2 Bradford-Tow Law Town 7—2 Brentford-Bishops Stortford 4—0 Bristol Rovers-Kings Lynn 2—1 Buckingham-Orient 0—2 Burton-Staines 2—0 Cambridge-Peterborough 0—2 Dagenham-Swindon frestað Darlington-Chester 3—2 Exeter-Enfield 2—2 Fisher-Brlstol City 0—1 Gillingham-Windsor 2—1 Halifax-Goole 2—0 Hartlepool-Derby 2—1 Hereford-Famborough 3—0 HuU-Bolton 2—1 Kettering-Bouraemouth 0—0 Lincoln-Teiford 1—1 Micclesfield-Port Vale 1—2 Mansfield-Rotherham 2—1 MetropoUtian PoUce-Dartford 0—3 Newport-AIdershot 1—1 Northampton-Rughby 2—2 Norwich-Crewe 3—1 Nuneaton-Scunthorpe 1—1 Penrith-Buraley 0—9 Plymouth-Baraet 3—0 Þess má geta að Steve Maharey, lcikmaður með Baraet, kom til leiksins með þyrlu þar sem kona hans var að ala honum barn rétt fyrlr leikinn. Maharey þessi skoraði 42 mörk fyrir Barnct í fyrra en tókst ekki að koma kncttinum í netið á laugardag en það kom ekki aðsök. Preston-Bury 4—3 Rochdale-Doncaster 1—2 Southend-Coichester 2—2 Stockport-WalsaU 1—2 Swansea-Bognor Regis 1—1 Torquay-YeovU 2—0 Weymouth-MUlwaU 0—3 Whitby-Chesterfield 1—3 Wrexham-Wigan 0—2 York-Blue Star 2—0 -SK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.