Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1984, Blaðsíða 46
46 DV. MÁNUDAGUR19. NOVEMBER1984. OPIÐ KL. 8-21.45 ALLA DAGA. Fiskréttir frá kr. 110,- Kjötréttir frá kr. 130,- Smurbrauðstofon BJORNINN Njáisgötu 49 - Sími 15105 SMURT BRAUÐ OG SNITTUR Blaöberi Blaðbera vantar í Helgalandshverfi í Mosfellssveit. Úppl. hjá umboðsmanni í síma 666481. Innkaupastjórar —TREKLOSSAR Til sölu 1.100 pör af tréklossum á hagstæðu verði og mjög góðum kjörum. Uppl. ísíma 29888. 4&yvANTAn 7 EFTIRTAUN/01 HVERFI ^ ARNARNES ARAGÚTU RÁNARGÖTU TJARNARGÖTU LAUGAVEG BERGSTAÐASTRÆTI KÚPAVOG - VESTURBÆ HAfH) SAMBANO VIO AFGBEIOSLUNA OG SKBIFIO VKKUB A BIÐUSTA Verð 550 þús. Frábært verð sem vart verður endurtekið. Lágmarksútborgun 250-300 þús. Silfursanseraður með raf- magnstopplúgu og -rúðum og fl. PORSCHE 911 Verð 600-650 þús. Gullgripur sem fæst á einstökum kjörum. Útvegum bæði nýja og notaða Porsche bíla af öllum gerðum. Frekari upplýsingar. bæklingar og varahlutapantanir hjá umboðinu á Islandi. Box 4248,124 Reykjavík. Sími 34351. Nýjar bækur Nýjar bækur NJÚRÐUR P. NJARÐVlK, FREYRNJARÐARSON EKKERT MÁL Feðgamir Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson hafa í sameiningu skrifað sögu sem byggir á beiskri reynslu af heimi eiturlyfja. „Ekkert mál” er saga um veröld og lífemi sem flestum finnst víst fjarri sér, en er í raun ískyggilega nálæg. Þetta er saga um íslensk ungmenni sem lifa á valdi heróins, nánast á heljarþröm mitt í velferöinni og hinu félagslega öryggi. Bókin gerist í Reykjavík þar sem fyrstu sporin inn í heim eitursins og hugarfar eiturneytandans em stigin. Síðan tekur Kaupmannahöfn við þar sem dýpst er sokkið og svo aftur Reykjavík þar sem aðstandendur sögupersónanna koma til og reyna með hjálp lækna að bjarga því sem bjargað verður. Faðir og sonur hafa skrifað bók sem í senn er átakanleg, ótrúleg og spenn- andi. „Ekkert mál” er áhrifamikil lesning um íslenska fjölskyldu sem kynntist heimi heróínfólksins — og tókst á við þann draug. Saga þeirra Njarðar og Freys er líka alvarleg aðvörun til okkar hinna sem kannski uggum ekki aðokkur. UtgefandierSetberg. GUÐMUNDUR DANÍEtSSON KRAPPUR DANS JARÐVISTARSAGA GUÐMUNDUR DANÍELSSON KRAPPUR DANS Setberg hefur geflð út bókina Krappur dans. Jarðvistarsaga Jóa Vaff eftir Guðmund Daníelsson. Bókin er unnin upp úr drögum að sjálfsævisögu Jóhanns sem hann byrj- aði á áttræður aö aldri en entist ekki lif til að ljúka við. Höfundinum, bróður- syni Jóhanns, bárust í hendur þessi drög sem hann notaöi síðan sem uppi- stöðu þessarar bókar. Krappur dans er í rauninni samfelld háska- og hetju- saga manns sem yfirgaf foreldrahús sín, Kaldárholt í Holtum, nýfermdur á mesta harðindavori sem yfir landið hefur gengið, 1882. Jóhann var gæddur alveg takmarkalausri lífsorku og vilja- þreki. Fram yfir þrítugt var hann flestum mönnum fátækari af veraldar- auöi, en hann ávann sér slíkt traust mikUsmegandi manna þjóðfélagsins að þeir gerðu hann að fulltrúa sínum og boðbera og fengu honum loks það verk að vinna sem hann hafði frá bam- æsku óskaö sér: að stýra verslun. Bókin er 200 blaösíður og auk þess prýdd sérprentuöum myndum. Svmrtbjðm Beintmnsmrt aihhrrjor^oói HIIIDIN Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér kvæðabókina Heiðin eftir Svein- bjöm Beinteinsson allsherjargoða á Draghálsi í Svínadal. Á bókarkápu segir m.a. Höfundur þessarar ljóðabókar er Sveinbjöm Beinteinsson á Draghálsi í Svínadal. Hann er yngstur af átta systkinum frá Grafardal. Foreldrar hans voru hjónin Helga Pétursdóttir og Beinteinn Einarsson. A heimili þeirra var ljóðagerð og kveðskapur dagleg iðja, sem Sveinbjöm meðtók með móðurmjólkinni. Hann er fæddur 4. júlí 1924, og er bókin gefin út í tilefni af 60 ára afmæli hans 4. júli 1984. I þessari bók er kveðskapur alit frá 1940 til þessa árs. Sveinbjöm er víða kunnur sem kvæöamaöur og hefur komið út hljómplata með kveðskap hans (Eddukvæði). og snælda með rímnalögum. Það mun ekki ofsagt aö Sveinbjöm Beinteinsson sé í hópi mestu rímsnillinga Islendinga. Kvæða- bókin Heiöin er glöggt vitni þess. Bók sem ekki má vanta í bókasaf n unnenda snjallrar rímna- og ljóðagerðar. Kvæðabókin Heiðin er 93 bls. að stærð auk mynda. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband. „JA, ÞESSI HEIMUR" ENDURMINNINGAR PÉTURS KARLSSONAR KIDSON, LEYNI- ÞJÓNUSTUMANNS BRETA Á ÍS- LANDI Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina, Ja, þessi heimur, veraldar- sögu og reisubók Péturs Karlssonar Kidson. Þorgeir Þorgeirsson skráði eftir frásögn Péturs sjálfs. Pétur Karlsson Kidson, njósnari Breta á Islandi á striðsárunum og í þroskastriöinu fyrra, fæddist á Norður-Englandi en gerðist síðar íslenskur ríkisborgari. Um bókina er svo komist að orði í kynningu forlagsins: „Ja, þessi heimur” er viðburðarík saga og for- vitnileg. Sögumaður var þar tíðum nærstaddur er dramatiskir atburðir gerðust, átti auövelt með að halda jafnvægi og allsgáðum hug en hefur líklega verið of mikill húmanisti fyrir hinn kaldrifjaða þankagang diplómatíunnar. Þorgeir Þorgeirsson hefur skráö sögu Péturs. Ritháttur hans er sem fyrr meitlaður og persónu- legur. Honum tekst að miðla hinni lit- ríku ævireynslu Péturs svo að lesandi fylgist með af vakandi áhuga frá upp- hafitilloka.” I bókarauka er birt skýrsla frá 1945 um njósnir Þjóðverja á Islandi og Grænlandi og koma þar fram upplýsingar sem hingaö til hafa verið á fárra vitorði. — Bókin er prentuö í Odda. Kápuhönnun: Auglýsingastofan Octavo. SPAUG KÍMNISÖGUR EFTIR EPHRAIM KISHON Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér bókina Hvunndagsspaug eftir hinn heimskunna metsöluhöfund Ephraim Kishon, og er þetta fyrsta bók hans sem út kemur á íslensku. Höfundurinn Ephraim Kishon er fæddur í Búdapest árið 1924 en flutti til Israels 1949. Yfir 50 bækur hans hafa verið þýddar á 28 tungumál og seldar í 30 milljónum eintaka. I bókinni Hvunndagsspaug er að finna 24 kímnisögur um hversdagsleg atvik sem allir þekkja, m.a.: Að verða faðir í fyrsta sinn og eignast undrabarn Innkaup i stórmarkaöi Nábúakrytur Að eiga tík á lóðaríi Róbert Amfinnsson leikari las kímnisögur eftir Ephraim Kishon í útvarpi 1980 og vöktu þær mikla athygli. Kishon er höfundur sem kitlar hláturtaugarnar og gerir óspart grín að sjálfum sér. Hvunndagsspaug er 160 bls. Ingi- björg Bergþórsdóttir þýddi. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bók- band. LJÓÐASAFN ÞORSTEINN FRÁ HAMRI Iöunn hefur gefið út Ljóðasafn eftir Þorstein frá Hamri. Guðrún Svava Svavarsdóttir myndskreytti. Þetta er sjötta bókin í flokki Iðunnar af ljóða- söfnum helstu samtíðaskálda, en allar eru þær skreyttar myndum kunnra myndlistarmanna. Ljóðasafn Þorsteins frá Hamri hefur að geyma allar ljóöabækur hans til þessa, átta að tölu. Ljóöin eru til orðin á liðlega aldarfjórðungi, 1956— 82. Fyrstu bók sína, I svörtum kufli, gaf hann út tvítugur, 1958, og birtist hún hér í endurskoðaðri gerð. Síðan kom Tannfé handa nýjum heimi tveimur árum síðar. „Segja má að með þriðju bókinni, Lifandi manna landi, 1962, hafi Þorsteinn náð fullum þroska sem skáld,” segir í kynningu forlagsins. „Þar hefur ljóðstíll hans öðlast persónulegan tón og fyllingu, jafnvægi sem síðan hefur orðið æ öruggara. Málfar hans er auðugt og blæbrigöaríkt, sækir næringu í alþýðu- mál og gamlar bókmenntir, ekki síst þjóðsögur og þjóðkvæði. Auk ljóðanna hefur Þorsteinn frá Hamri birt þrjár skáldsögur, sagna- þætti og fengist nokkuð við þýðingar. Ljóðasafn Þorsteins er með sama sniði og fyrri söfnin í flokknum, en þau eru eftir Hannes Pétursson, Stefán Hörð Grímsson, Sigfús Daðason, Hannes Sigfússon og Einar Braga. Ljóðasafn Þorsteins er mest að vöxtum þessara bóka, 350 blaösiöur aö stærð. Oddi prentaöi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.