Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. Sjávarútvegs- ráðuneytið y bannar veiðar smábáta: „NÍDST A ÞEIM SEM SÍST SKYLDI” —segir Ingi Ágústson á Sindra RE-16 „Þarna er níöst á þeim sem síst skyldi, þetta er þjóöarskömm því þess- ar veiðar okkar skipta engu máli fyrir stofnstærö fisksins,” sagöi Ingi Ágústsson, eigandi Sindra RE-16, í samtali við DV en hann er einn þeirra f jölmörgu smábátaeigenda sem veröa aö hætta veiðum til næstu áramóta vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðu- neytisins. I tilkynningu frá ráöuneytinu segir aö samkvæmt skýrslum Fiskifélags Is- Ingi Ágústsson útgeröarmaöur um borð í báti sínum í Reykjavíkurhöfn. DV-mynd: S. lands sé afli undir 10 brúttólestum, nokkuö yfir þeim viðmiöunarmörkum sem ákveðin voru í reglugerö um stjórnun botnfiskveiða frá 8. febrúar sl. Því hafi ráðuneytið, með reglugerð, bannaö allar fiskveiðar báta undir 10 brl. frá deginum í dag til áramóta. Að sögn Inga hefur hann stundaö sjó- mennsku allt sitt lif og á síðustu tæpum tveim árum hefur hann verið með eigin bát en það er lifibrauð hans. „Þetta bann kemur sér mjög illa fyr- ir mig, ég er nýbúinn að kaupa bátinn og aflinn hafði verið lélegur þar til á síöustu dögum að hann glæddist að- eins. Við erum nokkrir hér sem höfum haft svona útgerð aö aðalatvinnu en með þessari ákvörðun ráðuneytisins er stoðunum algjörlega kippt undan þess- um rekstri,” sagöi hann og bætti því við að þetta væri eina útgerðin í land- inu sem væri ekki rekin með styrkjum. Við hittum Inga er hann var aö koma inn til Reykjavíkurhafnar úr síðasta túr sínum á þessu ári. Aflinn var um 400 kg af góðum þorski en hann var með 30 net um borð. . . „þaö eina sem liggur fyrir hjá mér núna er aö setja netin í geymslu og ef fram heldur sem horfir verður það á mörkunum að ég missi bát minn því ég hef lent í þeim óhöppum að vélin bræddi úr sér og eld- ur kom upp í bátnum út frá rafmagni,” sagði hann. -FRI Skrímslin runnu út í sandinn — bandaríska þjóðin missti af Kleifarvatnsundrunum Bandariska þjóöin hefur enn ekki fengið að h'ta Kleifarvatnsundrin og menn þá er sáu þau jafnt á sundi sem á landi fyrir skömmu. Samkvæmt frétt- um DV sá Júlíus Ásgeirsson og félagi hans tvær ókennilegar skepnur í og viö Kleifarvatn, líktust þær selum í vatn- inu en breyttust í hunda er á land var komið. Skildu þær eftir sig risastór hóf- för. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC iýsti þegar áhuga slnum á aö fá Júlíus og félaga í viðtal sem tekið yrði upp við Kleifarvatn og sjónvarpa því síöan beint um gervöli Bandaríkin í gegnum gervitungl. Til þess að svo gæti orðið varð íslenska sjónvarpið að koma til hjálpar því það eitt ræður yfir þeim tækjabúnaöi sem til þarf. „Beiönin frá Bandaríkjamönnunum kom til okkar aðfaranótt föstudagsins og það var lítið sem við gátum gert,” sagði Pálína Oddsdóttir, skrifstofu- stjóri sjónvarpsins, aöspurð. „Fyrir- varinn var svo stuttur að þetta hefði kollvarpað öllum bókunum í upptöku- sölum okkar. Viö verðum fyrst og fremst að hugsa um eigin framleiðslu og þennan morgun áttu að vera upp- tökur á Helgistund, Á döfinni, Kastljósi og Sjónvarpi næstu viku,” sagði Páh'na. „En við vorum ekki búin að gefa endanlegt afsvar þegar Banda- ríkjamennirnir tilkynntu aö þeir væru hættirvið.” -EIR I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Þá hefur ríkisstjórnin fellt gengið eins og hennar var von og vísa. Á fínu máli heitir þetta að ríkisstjórnin hafi fallist á tillögu Seðlabankans en á máli almennings er þessi gengis- lækkun skilgreind með kjarnyrtari hætti. Eiginiega gengur hún út á það eitt að kippa til baka þeirri launa- hækkun sem verkalýðshreyfingin hafði fram eftir margra vikna kjara- baráttu. Opinberir starfsmenn háðu f jögurra vikna verkfall sem náði há- marki í ættjarðarsöngvunum fyrir utan karphúsið nóttina frægu þegar samningar tókust. Þá höfðu verk- failsverðir hætt lífi og limum í hetju- legri framgöngu, fjölmörg heimili höfðu svelt heilu hungri í nafni kjara- baráttunnar og Kristján Thorlacius komist í guðatölu fyrir forystu gegn fjandsamlegu ríkisvaldi. Þetta ríkis- vald þóttust menn hafa brotið á bak aftur í fræknasta verkfalli fyrr og síðar. Nú er árangurinn að koma í ljós. Það sem launafólk telur sig geta áunnið í fjögurra vikna verkfalli er tekiö aftur með kansellíubréfi frá Seðlabankanum. Á einni svipstundu er tekin ákvörðun si svona um að kippa til baka og gera að engu þá Mátulegt á pakkið kjarabót sem vannst með hungur- verkfallinu i október. Segi menn svo að ríkisst jórnin ráði engu! Framkvæmdastjóri vinnuveitenda segir að þetta sé mátulegt á pakkið. Ur því menn völdu gömlu lausnirnar þá fá þeir gamla svarið á móti. Rík- isstjórnin er í rauninni að segja það sama. Þetta hafið þið, clskurnar mínar, þetta hafið þið upp úr krafs- inu og öllu erfiöinu. Ykkur var nær. Nú er auðvitað ljóst að þaö er ekki aðeins BSRB og ASÍ og allt heila galleríið verkalýðsmegin sem sér sína sæng útbreidda. Ríkisstjórnin horfir yfir vígvöllinn og sér stjórnar- stefnu sina í rúst. En þeim mun sæt- ari er hefndin sem gengisfellingin felur í sér. Það er ekki amalegt að eiga innangengt í Seðiabankann og gengisskráningima þegar stjórn- málafiokkar og ráðherrar þurfa að ná sér, niðri á fólki sem telur sér trú um að verkföll skili árangri. Þar að auki var sannaniega búið að vara viö þessum afleiðingum. Þorsteinn Pálsson, sem er nýgræð- ingur í pólitíkinni, asnaðist til þess af barnalegri einfeldni snemma í októ- ber i sjónvarpinu að segja frá því að gengju úr hófi fram. Þessari hrein- ystu BSRB, enda þekkist það ekki í gengið yrði fellt ef samningarnir skilni var hins vegar illa tekið af for- kjarapólitíkinni að sannleikurinn sé sagður. Þorsteinn fékk bágt fyrir og mátti heita persona non grata hjá hctjutenórunum í BSRB lengi vel á eftir. Um leið og það var barnaskapur hjá Þorsteini að segja satt í miðri kjaradeilunni er það auðvitað barna- skapur hinn mesti hjá BSRB og verkalýðsforystunni að trúa þvi að ríkisstjórnin meinti citthvað með kjarasamningunum. Það stóð vita- skuld aldrei til. Og stærsti barna- skapurinn er þó hjá launþegunum sjálfum að halda að kjörin muni batna þótt krónunum fjölgi í launa- umslögunum. Hvenær ætla íslendingar að skilja að gengisfelling fylgir kauphækkun- um eins og nótt fylgir degi? Það náttúrulögmál verður ekki rofið, hvort sem ráðherrarnir heita Stein- grímur, Geir eða Svavar. Þegar allt kemur til alls hcfur í rauninni ekkert annað gcrst í launa- pólitikinni en það eitt aö opinberir starfsmenn hafa tapað mánaðar- launum í hungurverkfalli og Albert er aftur orðinn vinsælasti maður þjóðarinnar. Gengisfeilingin sér um hitt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.