Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Glæpagláp bama hefur áhrif Sjónvarpið er komið til ára sinna og fólk flest orðið heldur leitt á því eftir öll þessi einokunarár og eru flest heimilin nú komin meö video og jafnvel kapal- sjónvörp. En spumingin er hvernig allt þetta sjónvarpsgláp eða myndbanda- gláp fer með bömin okkar. I bókinni „Children and Television” segir höfundurinn að af 5000 börnum hafi tveir þriðju horft á meira en f jóra dagskrárliöi kvöldið áður en könnun- in var gerð. Börnin biðu ekki eftir einhverju sem þau sérstaklega vildu horfa á heldur kveiktu þau á tækinu og horfðu á hvað sem var. Og næstum allir þættimir sem þeim líkaði best vóru sýndir eftir klukkan níu. Þetta gerðu 8 ára böm jafnt og 11 ára böm. Svo virðist sem hinn fasti bama-svefn- tími sé liðinn en þrátt fyrir það hljóta þau að þurfa sinn sama svefntíma. Og með öllu sjónvarpsglápinu hafa siðir bama horfiö mikiö, svo sem að leika sér úti, lesa í rúminu og þess háttar. Sjónvarpið er með þessu ekkert annað en tímaeyðsla. Mikilvægara er hins vegar hvað börnin horfa á en ekki hversu mikið þau horfa. Spurningin er hvaða áhrif þetta gláp hefur á böm. Breytir þetta hegöun bama á einhvem hátt? Hafa glæpir meðal unglinga aukist vegna þess aö þau sjá miklu meira af slíku í s jónvarpi og á myndböndum. 8 ára bömum sem sjá allt að fjóra þætti á hverju kvöldi hættir til að hugsa aö hið venjuiega sé rangt Því meira sem bömin horfa á sjónvarp- ið þedm mun minna taka þau inn. Þau læra ekkert — hvorki vont né gott — úr sjónvarpi. Ef þau em spurð um þætti sem þau hafa séð geta þau ekki svarað mörgum spurningum um þá. Þau geta ekki hermt eftir því sem þau sjá, sagði dr. Cullingford sem gerði könnunina. Þau geta ekki greint á milli staðreynda og ímyndana. Þau halda að auglýsingar séu til að læra af þeim en ekki til að trúa þeim. Þau láta yfirleitt ekkert af sjálfum sér i sambandi við sjónvarpið, sem er oft ástæðan fyrir því hversu erfitt er að nota sjónvarp sem kennslutæki. Þau geta svo oft sofnað yfir því. Mikill mismunur er á auglýsingum og hins vegar ofbeldi í sjónvarpi. Höfundar þátta sem innihalda glæpi em alls ekki að segja áhorfendum sínum að fara út og gera hið sama. Þó svo að „gangstemum” í sjónvarpinu takist allt og verði ríkur eftir á, þá er enginn aö segja að slíkt takist hjá áhorf- endunum. Ahrif glæpa á skjánum geta veriö mjög mikil — en ógreinileg. Þó svo að sumar kannanir leiöi i ljós að ekkert samband sé á milli sjónvarps- áhorfenda og glæpa á skjánum hlýtur slikt að vera til. Ef sýna á samband milli þessara þátta þarf að sýna fram á sannanir — börn sem hafa framiö glæpi eftir að hafa horft á glæpaþætti á skjánum og einnig þyrfti að finna börn sem ekki hafa hegðaö sér glæpsamlega eftir að hafa horft á glæpaþætti. Þetta er vandkvæðum bundið vegna þess hvemig við búum nú til dags. Ákveðum sjálf Þeir sem halda því fram að þetta samband sé til þurfa einnig að koma með skýringar. I miklum glæpa- myndum er málið sem talað er yf irleitt í sama tóni og innihaldið og það sem fólk heyrir fer ekki strax úr huganum. FlestaÚir hafa eflaust heyrt lítil börn segja eitthvað „ljótt” sem þau hafa lært af öðram börnum á leikvellinum, í skólanum og jafnvel af fullorðnum. Svo að þau hljóta að læra hið talaða mál af sjónvarpi einnig að einhverju leyti. Til dæmis er auglýsingaglamur og setningar úr auglýsingum oft á bama vörum. Börn sem læra vont talmál frá skjánum halda oft að málið sé algengt og sjá ekkert athugavert við notkun þess. Sjálf getum við sagt okkur að þar sem lítil umsjón er meö því hvernig börnin tala, þar er einnig stjómleysi á gerðum barna. Vont mál er eiginlega fyrsta skref vondrar hegðunar. Sumir segja að þótt böm hermi eftir orðum og gerðum sjónvarps í leikjum sinum þá hafi það engin áhrif á hina venjulegu hegöun þeirra seinna meir. Sumir jafnvel segja að ofbeldisleikir barna geti veriö öryggisloki þeirra í líf- inu. Sumir myndu aldrei leyfa börnum sinum að leika sér að leikfanga- byssum — það gæti orðið til þess að þeim hætti til notkunar þeirra seinna. Sumum finnst mjög ógeðfellt að sjá böm miða plastbyssum á systkini og foreldra þó svo að allir viti að þetta er allt í gamni. Ef glæpaleikir og vont mál eru til staöar getur oröið erfitt að forðast raunverulegt ofbeldi. Þetta er nú samt ekki svona einfalt. Hvert einasta bam sem horfir á glæpa- þætti verður ekki að glæpamanni. Áhrifin fara eftir persónunni s jálfri. Bandarísk könnun sem gerð var fyrir nokkmm árum sýndi að árásar- gjöm böm voru sérstaklega Qpin fyrir áhrifum af sjónvarpsglæpum. Vegna óvinsælda þeirra höfðu þau því mun meiri tima fyrir framan sjónvarpið. Þau börn sem eru árásargjöm að eðUs- fari eru Ukleg til aö verða verri ef þau hafa getaö lært glæpsamlegt mál og hegðun sem sjást daglega í sjónvarpi eða á myndböndum. Þetta smá verður „venjulegt” í augum þeirra. Sviar vilja ekki American Express — telja þóknunina vera allt of háa I mars sl. ákváðu 600 sænsk hótel og veitingastaðir að hætta viðtöku greiðslukorta sem nefnast American Express. Ástæðan er sú sama og þegar matvömkaupmenn hættu meö kortin (Visa og Eurocard). Fyrirtæki sem em UtU og meðalstór telja aö þóknun sem þau veröa aö greiða sé aUt of há og þetta muni bitna á verðlagi vöru og þjónustu sem þau bjóða upp á. Fyrirtækið sem hefur með þessi kort að gera hefur ekki sýnt neinn áhuga á því aö ræða við þessi fyrirtæki um að lækka þessa þóknun. Á fundi, sem haldinn var í sumar í París, þar sem mættir vom fuUtrúar veitingahúsa í 20 löndum var rætt mikið um hversu há þóknunin er sem greiöslukortafyrirtæk- in taka. Sérstaklega á þetta við Ameri- canExpress. Hvað snertir önnur fyrirtæki sem hafa með greiöslukort að gera hafa viöskiptafyrirtæki komist að samkomulagi um lækkun þóknunar eins og hér á landi. Hins vegar eru tU reglur í Noregi sem segja svo til að aUur kostnaður við þessi kort eigi að vera á herðum þess sem notar kortin. Hins vegar hafa hin alþjóðlegu kortafyrirtæki fengið undanþágu frá þessu ákvæði. Nú hafa neytendasamtökin þar í landi farið fram á að þessi und- anþága verði dregin til baka. Og hafa þau skrifað fjármálaráðu- neytinu bréf þar sem þess er krafist. Astæðan fyrir þessari kröfu er fyrst og fremst sú að tahö er óréttlátt aö kostnaðurinn viö kortin bitni á þeim sem ekki nota kortin og sem kem- urframíhækkandivöruverðL -APH. Slæmur heimur Á sama hátt hafa glæpaþættir öðm- vísi áhrif á önnur böm — þau sem hafa annan persónuleika. Þau geta orðið hrædd við aUt glæpsamlegt sem sýnt er og hrædd við að önnur börn leiðist út í það sama og sýnt er. Þau smátt og smátt hugsa um veröldina sem slæma ogóvissa. Ef hetja þáttarins er dáö af bami, en hetjan er glæpamaður, þá er líklegt að barnið haldi aö glæpurinn sé í lagi og jafnvel nauðsynlegur. Glæpir í bíómyndum hafa mun meiri áhrif á börn en glæpir sem framdir hafa verið og sýndir eru í fréttum. Böm fylgjast ekki svo vel með fréttum að þau verði fyrir áhrifum frá þeim. Mikilvægt er að fuilorðnir leggi sig fram við aö kenna bömum sínum að glæpir og ofbeldi er rangt þó svo að þeim sé leyft að horfa á þá í sjónvarpi. Æskilegast er aö foreldramir sitji hjá börnum sínum er þau horfa á slika þætti og útskýri persónumar. -JI. Sjónvarpið, videoið, kapalsjónvarpið — bestíhófi. JETTA PÝSKUR KOSTAGRIPUR FRÁ VOLKSWAGEN Hannaður sem heíðbundinn heimiJisbíll en hefur til að bera þœgindi og aksturseiginleika lystivagnsins. 5 GERÐIR HREYFLA EFTIR VALI MA TURBO DŒSEL Verð frá kr. 364.000.- 6 ára ryövŒrnarábyrgö IhIHEKLAHF Aiy Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.