Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. Útlönd Utlönd Kolaverkfallið að fiara út Lelðtogi námamanna, Arthur Scargiil, með Thatcher í ruslakörfunni. Nú er Verkfallsverðir og lögregla í átökum. Nú hefur verkfall námamanna staðið í átta mánuði og telja margir að nú fari það jámfrúin sem hefur yfirhöndina. a® öilla undir lok þess. Eftir átta mánuði ljótra uppþota, biturra orðaskipta og erfiöleika virð- ist nú verkfall breskra kolanáma- manna vera smám saman aö fjara út. Námamönnum hefur verið lofað sérstökum aukagreiðslum fyrir að koma aftur til vinnu. Margir þeirra eru búnir að fá nóg af verkfallinu og fátæktinni sem það hefur í för með sér. Undanfamar tvær vikur hafa þeir hundruöum saman snúið aftur til vinnu, að sögn yfirstjórnar kola- iðnaðarins. Verkalýðsfélag námamanna, sem boöaði verkfailið til að berjast gegn lokun 20 náma, neitar þessu alger- lega. En hvort sem það er rétt eða ekki að námamenn séu að snúa aftur til vinnu, þá er ljóst að námamenn eru í vörn. Engin merki árangurs Vandamál verkalýðsfélagsins er einfalt. Þó að þaö sé búið að vera í verkfalli lengur en nokkru sinni áður getur það ekki bent á neitt merki þess að það muni kannski bera nokk- umárangur. Engar samningaviðræður hafa verið haldnar í margar vikur og yfir- stjórnin hefur engan áhuga sýnt á að setjast aftur að samningaborði. Orkuskortur, sem verkalýðsfélagið hafði gert ráð fyrir í vetur, hefur ekki gert vart við sig. Verkalýðsfélög sem lofuðu að styðja námamenn „aUa leið”sýna þess fá merki að þau ætli að efna þau loforð. Opinberar deilur yfir aöferðum verkfallsvarða hafa veikt stuðning Verkamanna- flokksins við námamenn. Kolaráðið og íhaldsstjóm Mar- grétar Thatcher em þess nú fullviss að rás atburðanna sé aö snúast gegn námamönnum. Kolaráðið segir 7000 manns hafa gefið verkfallið upp á bátinn á undanfömum tveim vikum. Það sem hefur laðað þá að er loforð kolaráðsins um að þeir geti unnið sér inn sem svarar um 50.000 íslenskra krónafyrir jól. Þriðjungur vinnur Um fjórðungur meölima verka- lýðsfélags kolanámamanna fór aldrei í verkfall. Síðan verkfallið byrjaði höföu þegar margir snúiö aftur til vinnu. Eftir að fleiri hafa bæst í hópinn má gera ráð fyrir að um þriðjungur kolanámamanna sé nú vinnandi. Það þýðir að 58 af 174 námum framleiða einhver kol. Kola- framleiðsla er um fjórðungur af því semvenjulegter. Leiðtogi námamanna, Arthur Scargill, segir þessar tölur rangar. En heimildarmenn innan verkalýðs- félagsins viðurkenna að leiðtogar fé- lagsins geri sér grein fyrir því að tíminn vinnur á móti þeim. Ofbeldi Námamannafélagið er einnig að einangrast á annarri víglínu. Ofbeldi hefur einkennt verkfalliö frá byrjun. Róstur og grjótkast hafa veriö dag- legir viðburðir þegar verkfallsverðir hafa reynt að stööva verkamenn á leið til vinnu. Það hljómar hjáróma þegar verkfallsveröir segja aö allt ofbeldið sé lögreglunni að kenna. Slíkar yfirlýsingar hafa komið forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar í Bretlandi í opna skjöldu. Þegar Norman Willis, einn af forkólf- um alþýðusambands Breta, sagði að ofbeldi væri gagnstætt hefðum verkalýðsfélaga, var hann púaður niður. Neil Kinnock, formaöur Verkamannaflokksins, sagöist síðar vera sammála Willis og neitaði að mæta á baráttufundi námamanna. Hann sagðist ekki hafa tima en talið er að hann hafi viljað fjarlægjast námamenn. Thatcher notar tækifærið Margrét Thatcher hefur notað sér hálfvolgan stuðning Kinnocks við námamenn. I þingræðu í síðustu viku sagði hún að hann vantaði „kjark” til að gagnrýna ofbeldi verkfalls- varða. Verkalýðsflokkurinn tók þá það til bragös að hvetja námamenn til að efna til atkvæðagreiðslu meöal fé- lagsmanna um verkfalliö. Þaö hafa þeir alltaf neitað að gera og svo varð einnig í þetta sinn. 1 staðinn ákváðu leiötogar námamanna aö falast eftir viðræðum bak við tjöldin en þeim virðist h'tið hafa orðið ágengt. Síð- ustu viðræðum aöila var slitiö þann 31. október. Allt í óhag Síðan þá hefur námamönnum gengiö allt í óhag. Kolaráðið náöi að semja við öryggisverði námanna og afstaða þess varð um leið harðari. Um leið reyndi það að bæta ásjónu sína út á við með því að fá formann þess, Ian McGregor, til að láta minna í sér heyra á almennum vett- vangi. Enn hallaöi undan fæti fyrir námamönnum þegar í ljós kom að þeir höfðu rætt við Líbýumenn til aö biðla til þeirra um fjárstyrk. Eftir að libýskir sendiráösmenn skutu breska lögreglukonu til bana eru Líbýumenn h'tt vinsælir í Bretlandi. Enginn orkuskortur Á sama tíma og álit almennings á verkfalhnu hefur versnað er að verða greinilegra að verkfallið mun hafa lítil áhrif á orkuframleiðslu. Fyrir áratug varð verkfaU kola- námamanna, auk annars, til þess að stjóm Edwards Heath var bolað frá völdum. Þá náðu þeir að stöðva kola- strauminn til raforkustöðva sem oUi rafmagnsleysi viða um land. I þetta skipti sá kolaráðið tU þess að nóg var til af kolum áður en verk- falhð byrjaði. Þeir námamenn sem vinna hafa svo séð tU þess að ekki hefur þurft að ganga of mikið á þess- ar birgöir. Stjórnin segir að ekkert rafmagnsleysi muni skapast í vetur og þegar hlýnar i veðri á ný muni eft- irspurnin eftir kolum minnka. Fórnarlamb ofbeldis verkfaUsaðgerðanna. Umsjón: Þórir Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.