Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. 13 Kjallarinn SVEINN JONSSON VARAÞINGMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS ÁAUSTURLANDI Hald/ausar aðgerðir Forsætisráöherra státar sig enn af því að hafa heft verðbólguna. Aðgerðir til að treysta afkomu atvinnuveganna og launþega hafa þó reynst haldlausar. Þær hafa auk þess komiö harkalega niður á þeim er minnst mega sín. Ríkisstjórnin er nú stefnulaust rekald og forsætisráðherra hefur neyðst til þess að fresta umræðu um stefnu ríkis- stjórnar sinnar. Framlögö stefnuræða hans í Alþingi reyndist ekki innihalda umræðuhæfan grundvöll. Þessi ríkisstjóm má ekki sitja öllu lengur. Afskipti framsóknarflokksins af stjómveli þjóðarskútunnar hafa öðru fremur leitt til þess ófarnaðar sem við íslensku atvinnulífi blasir. Það tjáir lítið fyrir forsætisráðherra að koma fram fyrir alþjóð í fjölmiðlum eins og nýþveginn af allri ábyrgð á lið- inni tíð, talandi við þjóðina eins og hún muni ekki stundinni lengur hvað skeð hefur. Alþýöubandalagið mun af alefli beita sér fyrir því að binda enda á 13 ára ríkisstjómartíð Framsóknar- flokksins. Sveinn Jónsson. Erþörfá nýju sjónvarpi? Mér finnst yfrið nóg fyrir okkur Is- lendinga aö hafa eitt sjónvarp. Sjón- varpið hefur nefnilega líka sína ókosti. Eðlilegt fjölskyldulíf heimil- anna hefur raskazt, vegna þess að fullorðnir, unglingar og jafnvel börn sitja sex kvöld vikunnar, frá klukkan átta til tólf, — ef ekki lengur — og glápa á hvað sem er í sjónvarpi. Beri gest að garði, er ekki talað við hann; hann sezt líka við „imbakassann” og glápir heimilisfólkinu til samlætis. Yfir tekur þó með tilkomu kapla- sjónvarpsins og, ,vídeósins”. Meö til- komu þessa hefur ómenningunni vaxið fiskur um hrygg. Eg skal játa það, að ég hef ekki nema einu sinni horft á „vídeó”. Þá sá ég það, sem ekki sést i íslenzka sjónvarpinu, klámmynd. Ég tel, að starfsfólk útvarps og sjónvarps sé einkar vel hæft til síns starfa. Það er vel menntað fólk, hvemig svo sem það hefur hlotið menntun sína. I stað þess aö setja'á stofn annað sjónvarp, „frjálst”, þarf að veita meira f jármagni til islenzka sjónvarpsins, svo að það verði ís- lenzkara og betra en það nú er. Og það er enginn vandi að afla fjár- magns. Við tslendingar eigum að fá greidda háa áhættuþóknun frá Bandaríkjamönnum vegna njósna- eða eftirhtsstöðvar þeirra á Kefla- vikurflugvelli, en aðstaða þeirra þar hefur áreiðanlega sparað þeim mill- jarða dollara. Verkefni fyrir menntamála- ráðherra Eg fullyrði, að frú Ragnhildur Helgadóttir hafi reynzt góður og vel hæfur menntamálaráðherra, þótt deilt hafi verið um nokkur einstök verkefni hennar. Hún hefur reynt að lyfta islenzkukennslunni í skólum upp úr meöalmennskunni, þótt hún megi betur, ef duga skal. Eg held, að hún hafi gert sér grein fyrir því, að á undanförnum árum hafa „kúltúra- snobbarar” og niðurrifsmenn ráðið alltof miklu lun móðurmálskennsl- una. Sífelldar fálmkenndar tilraunir og fikt slíkra kumpána með náms- efni til grunnskólaprófs hafa gert mikla bölvun. Á þessu sviði þarf festu, sem sumir myndu kalla íhald. Vegna greindar Ragnhildar og mikils skilnings hennar á skóla- málum og mennta almennt, varö ég yfir mig undrandi og fyrir miklum vonbrigöum, er ég frétti um afstöðu hennar til hins „frjálsa” útvarps. Það er hörmulegt, að menntamála- ráðherra, yfirmaður óháðra ríkis- fjölmiðla, skuli mæta á fundi, þar sem saman eru komnir misvitrir öfgamenn, sem vilja afnema frjálsa fjölmiölun ríkisins. En ég hef í huga þarft verkefni fyrir menntamálaráðherra að vinna að. Það er oft deilt á starfsmenn fjöl- miðla fyrir lélegt málfar. En hvað um stjórnmálamennina, þingmenn og ráðherra? Þeir ættu að vera til fyrirmyndar. Þeim þykir samt fínt að tala og skrifa um, að hitt og þetta sé svo og svo mikið á ársgrundveili, — svo ég taki dæmi. En ég spyr: Hver er grundvöllur árs? Einhæfni í orðavali og orðfæð eru einkennandi fyrir stjórnmálamenn. Nú vUja þeir „skoða” hitt og þetta. Þeir tala svo til aldrei um aö athuga, kanna, eöa rannsaka mál. Ef stjórnmálamenn ráða þróun málsins, þá verður hætt aö tala um rannsóknarlögreglu; hún kaUast skoðunarlögregla. Eitt dæmi enn. Sverrir Hermannsson iðnaðar- Kjallarinn SKÚLI BENEDIKTSSON KENNARI ráðherra er ágætur íslenzkumaður. Einhvem tímann notaði hann orðið alfarið í ræðu sinni. Aðrir stjóm- málamenn, sem líta upp til Sverris sem málsnUlings, gripu þetta orð á lofti. Nú nota þeir orðið alfarið, hvenær sem þeir geta; þeir halda, að það sé einkar fínt og menntaö. Þetta minnir á það, er Bör Börsson í sam- nefndri skáldsögu fór að nota orðin prívat, prima vara, plús og mínus í tíma og ótíma; hann hafði lært þessi fínu orð hjá finum, ríkum mönnum í Niðarósi. Þama~ er verðugt verkefni fyrir menntamálaráðherra. RagnhUdur ætti að beita sér fyrir því, að haldin yrðu námskeið fyrir alþingismenn, þar sem kennd væri málnotkun; reynt að bæta málfar þeirra, ef unnt væri. Þaö er alvarlegt mál, að for- svarsmenn þjóðarinnar skuíi vart talandi né skrifandi; þeim skuli verða á málvUlur, sem nemendur í grunnskóla eru átaldir fyrir — og lækkaðir í einkunn. Lítilsvirðingin fyrir tungunni er orðin óhugnanleg. Ég get ekki stiUt mig um að vitna í þessu sambandi í orð Stephans G. Stephanssonar í kvæði hans Kolbeinslagi: Ið greiöasta skeið tU að skrílmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna. Hvernig efla má lýðræðið Forystugreinar dagblaðanna em lesnar í útvarp á morgnana — eða a.m.k. útdráttur úr þeim. öllum finnst þetta sanngjarnt og lýðræðis- legt; þama standa stjómmálaflokk- arnir nokkuð jafnt að vígi. En sá galU er á þessari gjöf Njarðar, að á morgnana geta ekki aUir, sem vUja, hlustaö á útvarp. Mér finnst, að stjórnmálaflokkarnir mættu fá rýmri aðgang að ríkisreknu fjöl- miðlunum. Stjórnmálamenn ættu að fá að tala um „stjómmáladaginn og veginn” í útvarp einu sinni í viku. Hver flokkur hefði þá t.d. tíu mínútur til umráða; þá tæki þetta röska klukkustund að kvöldi. Vel kæmi tU greina að hafa slíkan þátt einnig í sjónvarpi og þá á fimmtudags- kvöldum, — þannig væri sjón- varpsháðu fólki sýnd tUUtssemi. Með þessu móti væri aöstaöa stjómmála- flokkanna til þess að ná til þjóðar- innar aUrar jöfnuð nokkuð. Lokaorð Þjóð, sem er svo háð fjölmiðlum, að hún lætur mata sig á áróðri, er ekki frjáls; hún er orðin að fjöhniðla- þrælum. Fólk á aö geta tekið sjálf- stætt afstöðu tU mála. Við Islendirig- ar höfum gert of mikið af því að herma aUs konar vitleysu eftir ná- grannaþjóðum okkar. Með því að leyfa fjársterkum einstaklingum og hlutafélögum út- varpsrekstur og síðan sjónvarps er stigið svo örlagaríkt spor, að um sUkt mál þyrfti þjóðaratkvæða- greiðslu. En áróðurinn í þessu máli hefur verið allt of einhUða hingaö til. Áður en þjóöin tekur afstöðu til „rrjáls” útvarpsreksturs, verða þeir, sem andvígh- honum eru, einnig að koma rökum sínum á framfæri. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Skúli Ben. A „Þjóð, sem er svo háð fjölmiðlum, að hún ^ lætur mata sig á áróðri, er ekki frjáls; hún er orðin að f jölmiðlaþrælum.” meira hækkun gengis dollarans og þaö gerir það Uka fyrh- eigendur álversins. Líta má á þær hækkanir sem fást á raforkuverðið meö hækkandi verði á áU sem verðtryggingu. Raunar er þaö eðlilegasta leiöin til að verðtryggja samninginn. Á þaö hefur verið bent að ef samningurinn við Alusuisse hefði í upphafi verið bundinn íslensku byggingarvísitölunni væri raf- orkuverðið nú um 8 mUl á kílóvatt- stund í stað þeirra tæpra 13 miU sem nýi samningurinn gefur. Hvað kostar raforkan til ísal okkur í raun UppáhaldsfuUyrðing andstæðinga stóriðju er að við seljum raforkuna til álversins undir kostnaðarverði. Þetta hefur verið endurtekið svo oft að stór hluti þjóðarinnar trúir þessu og oft heyrist gengið út frá þessu sem staðreynd í umræðunni um þessi mál. Hvað hefur þá þessi orka, sem nú verður seld á 12,5 tU 18,5 mUl á kíló- vattstund, kostað okkur í raun. Ekki væri óeðUlegt að Uta á þetta mál út af fyrir sig. T.d. má benda á að í Noregi eru álver sem njóta mjög lágs raforku- verðs frá eigin orkuvirkjun, þ.e. undir 5 mUl á kUóvattstund. Eins og menn muna var upphaflegt verð raforkunnar tU álversins 3 miU á kUóvattstund og átti samkvæmt upphaflegum samningi að lækka eftir nokkur ár í 2,5 mUl. Framkvæmdir i orkuvirkjunum voru fjármagnaðar meö lánum tU langs tíma sem þetta orkuverð stóð undir. Þessi lán voru ekki verðtryggð. Ef verðbólgan í heim- inum hefði verið innan þeirra marka er lánskjörin gerðu ráð fyrir væri verð raforkunnar enn 2,5—3,0 mUl á kíló- vattstund. Raforkusalan greiddi samt upp kostnað vegna virkjunar og há- spennulínu á áætluðum tíma. Nú hefur verðbólgan valdið hækkuðum rekstrarkostnaði en vegna þess hversu lítiU hluti hann er af kostnaðarverði orkunnar gerir hann ekki mikinn mun. Því má halda fram að kostnaðarverð þeirrar raforku sem nú verður seld á tæp 13 miU sé raunar einungis 5—6 mUl á kílóvattstund ef litið er á útlát- inn kostnað okkar Islendinga. Arðsamasta fjárfestíng ís- lendinga Það er erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að eftir síðustu samninga um orkuverðið til Isal verður um helmingur eða meir af andvirði raf- orkunnar hreinn hagnaður. Þessi hluti mun svo vaxa á næstu árum og að lokum þegar ÖU lánin verða greidd verður orkusalan hreinn ágóði að frá- dregnum rekstrarkostnaði. Mann- virkin sem undir þessari orkufram- leiðslu standa eru svo varanleg að sumir hlutar þeirra ættu að geta enst jafnlengi og það mun borga sig að framleiða raforku með vatns- virkjunum. Raunar hefur þjóöin hér eignast auðUnd sem líkja má við olíu- Und sem aldrei tæmist. Menn verða að gera sér grein fyrir því að sá hluti raforkukerfis okkar sem álverið nýtir væri ekki til og gæfi engan arð ef á sínum tíma heföi ekki verið farið út í aö semja við erlent stór- iðjufyrirtæki og taka lán til virkjunar- framkvæmda í þeim tUgangi. Samningurinn um orkusölu, sem gerður var þá, var eins hagstæður og þá var mögulegt. Sama má segja um lánskjör þeirra lána er þá fengust. Slík lánskjör fást aUs ekki í dag. Hafa Svisslendingar sýnt óbilgirni? Eftir þennan síðasta samning við Alusuisse hefur raforkuverðið til ál- versrns fjórfaldast í doUurum á sama tíma og t.d. loðnumjöl hefur ekki hækkaö neitt og jafnvel lækkað, þó hefur aUur kostnaður við veiðar og vinnslu margfaldast. 1 umræðunni urn raforkusöluna til ál- versins virðist það alveg gleymast að við gerðum á sínum tíma samning við eiganda álversins. Samning sem var grundvöUur þess að hann fór hér út í gífurlega f járfestingu. Samning sem gerður var milU tveggja hagsmuna- aðila með samkomulagi en ekki ein- hliða ákvörðun annars. Alusuisse á hér mikiUa hagsmuna að gæta og lítur eðUlega svo á að samningur gerður við Islendmga sé einhvers virði, einkum þar sem ljóst er að fjárfesting fyrir- tækisins hefur fært Islendingum geysi- miklar tekjur. Erfitt er að sjá að Alusuisse hafi reynst okkur erfiðari samningsaðUi en ætla mætti um aðra hagsmunaaðUa i sömu aðstöðu. I reynd hefur hinn upphaflegi óverðtryggði samningur verið endurskoðaður með þeirri niður- stöðu aö raforkuverðið hefur hækkaö meira en almennt verðlag og nú síðast miklu meira. Líklega hefur íslensku samninga- mönnunum tekist að ná því verði fyrir raforkuna sem mögulegt var án hót- ana um samningsrof og valdbeitingu sem hefði auðvitað þýtt miklu verri samningsaðstöðu við aðra erlenda fjárfestingaraöila síðar. Þetta er sá besti árangur sem hægt er að ná í samningum milli tveggja hagsmuna- aðila. Samningsrof og einhliða vald- beiting í þessu máli gæti orðiö eins og í þjóðsögunni um hjónin sem áttu gæs sem verpti einu gulleggi á dag. Hjónunum þótti varpið ganga fullseint og slátruðu gæsinni, áttu þau von á að gæsin væri full af gulleggjum en þegar hún var opnuð var hún tóm. Margar slíkar sögur eru til um það þegar græðgin verður mönnum að falli og þeir sitja að lokum uppi og gera sér grein fyrir að betra hefði verið að fara hægar í sakirnar. Lokaorð Sá þjóðernisstefnulitaði áróður sem einkennt hefur umræðuna um stóriðju og álverið hefur þegar skaðaö mest okkar eigin hagsmuni. Ef litið er aftur til baka megum við mest sjá eftir því aö ekki var strax haldið áfram við byggingu fleiri orkuvera og álverk- smiöja eða að hafist hefði verið handa fyrr við uppbyggingu stóriðju hér á landi. Sá arður og gjaldeyristekjur sem við nú höfum af þessu eina álveri er það mikill að ekki hefði þurft nema tvö- eða þrefalda hann svo það gat sem nú er í efnahag okkar væri lokað. Gat sem veldur hinni miklu kjara- skerðingu sem flestir okkar hafa fundið fyrir upp á síðkastið. Bergsteinn Gizurarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.