Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar: Draumar veröa að veruleika wm 11->'* a, < Þarna stendur Þorkell við bátsgrindina og hefur ástæðu til að vera stoltur. Gamla flughótelið útí Nauthólsvík er nú notað undir svifflugusmíði og siglingaklúbb. En í viöbyggingu þar við er verið að smíöa risastórt segl- skip. Eg gekk inn í þessa skemmu á laugardagseftirmiðdegi og kom aö manni sem var á kafi í stóreflis báts- grind. Þarna var viðarilmur af fín- ustu gerð. Þessi maður heitir Þorkell Olafsson og er trésmiður. ,,Eg hef eiginlega aldrei munað eftir mér öðruvísi en með þessa hug- mynd í kollinum að smíða risastórt seglskip og sigla út í heim. Eitthvaö þangað sem menningin er einföld. Svo ynni maður fyrir nesti hér og þar, héldi svo áfram,” sagði Þorkell. Ég kíkti út rennilegar línur skips- ins á meöan hann hélt áf ram að tala. „Dellan var svo sterk að mér fannst strákar, sem höföu ekkert gaman af að setja spýtu á flot, stór- skrítnir. Þegar ég stálpaðist vissi ég að ég myndi smíða seglskip en ég vissi ekki hvernig skip, en ég vissi aö það átti að fara blý í kjölinn. Svo ég safnaði blýi í tunnu. Og nú á ég þessi 2,5 tonn sem eiga að fara í kjölinn,” sagði Þorkell. Stefnið og kjölurinn er úr mahóní, ekki drasl mahóní eins og er í vindla- kössum heldur ekta rautt mahóní. En stefnið er samanlímt úr mörgum lögum. „Ef límtrésverksmiðjan hefði ver- iö komin þá hefði þetta ekki verið neitt mál. En ég þurfti að fá lánaða vörubílsgrind, setja hana upp á kant, útbúa mót og sveigja hvert borö í. Eg límdi eitt í einu, eitt á dag. Þannig fékk ég þessa sveigju,” sagöi hann og klappaöi voldugu og háreistu stefninu. Á kjölstykkiö var búiö aö reisa bönd sem voru bara til bráöabirgða og eru þvi kölluö skapalón. En utan á skapalónin var búið að negla furu- lista sem líka voru til bráðabirgða. Hann var aö móta böndin innan í þessa grind og þau voru líka saman- límd úr mörgum lögum og úr mahóní að sjálfsögðu. En mahóní er besti viöurinn til skipasmiða, drekkur minnst í sig, er mjúkur og skilyrði til að hægt sé að kalla fleyið lystibát. Þegar öll böndin eru komin og föst, þá ríf ur hann alla gríndina utan af og fer að byrða. Það verða mahónílistar negldir í lím, hver ofan á annan. Þeir verða kúptir aö neðan en með hvilft að ofan, þannig að þeir falla hver ofan í annan. Hann sýndi mér teikningamar sem voru amerískar, á þeim var stimpill Sigiingamála- stofnunar og dagsetningin var 26. marsl981. „Það var ’81 sem ég byrjaði að smíða en ég hef nú ekki smíðað stanslaust. I millitíðinni hef ég byggt yfir mig hús. En nú kemur skriður á þetta. Faðir minn hefur hjálpað mér og konan mín ber stundum lím á fyrir mig og svoleiðis,” sagði Þor- kell. Skipið verður 38 fet á lengd og 11 fet á breidd, 7 tonn aö þyngd. Þetta er nokkurs konar límtrésskip. Hann sýndi mér eitt bandið sem var í sveigju eins og ess. Eg gat ekki beygt það um millimetra, alveg sama hvernig ég tók á því. ,,Ég verð 2—3 ár í viðbót. Það verður ákveðin frelsistilfinning að sigla þessu.” „Heldurðu að það sé erfiðisins virði?”spurðiég. „Þetta væri náttúrlega ekki hægt nema vegna þess að ég nýt hvers handtaks. Þá er lika allt mögulegt.” „Finnst þér góður aöbúnaöur fyrir siglingar á Islandi? ” ,JJei, alls ekki. Það er til dæmis skömm að ekki skuli vera hitaveita í þessum húsum hér. Hér er siglinga- klúbbur, svifflugsmenn, Hjálpar- sveit skáta, svo er flugskýli Landhelgisgæslunnar hér skammt frá, en það hefur aldrei verið lögð hingað hitaveita. Hvað haldiö þið að kosti að olíukynda heilt flugskýli. Eg dæli vatni úr læknum en hann er ör- sjaldan í gangi og vatniö skítkalt. Eg er alveg í vandræðum með að hita hér upp þegar ég er að líma. Þetta er eini siglingaklúbburinn á landinu sem hefur ekki heitt vatn. Og hann er í Reykjavík; höfuðborg landsins. Klúbbamir í Kópavogi, Garöabæ og Hafnarfirði hafa mun betri aðstöðu. Þó hefur verið gífurleg aukning á siglingum síðustu ár og þá sérstak- lega á stærri skútum.” Sjálfur vil ég benda á að nú er búið að byggja nýtísku bátahöfn úti í Elliðavogi en hún er aöeins fyrir hraðbáta. Þorkell mun halda áfram að raöa öllum þessum spýtum saman. Og loks mun hann fá tvímastra skonn- ortu með bugspjóti, sem verður tignarleg með 5 segl á lofti. Aftast verður skipstjórakáeta eins og í sjó- ræningjaskipunum forðum daga. Um borð verður sturta og tvö klósett. Þessi skúta á eftir að verða raun- veruleg, hægt og rólega mun hún skríða saman. Og draumur litla stráksins verður að veruleika. Eg yfirgaf hann aö sinni og fór út í myrkrið og haustkuldann. Ég sá ljós blikka úti á Skerjafirði, það var bauja. Borgarljós sindruöu i fjarska, stjömurnar titmðu á svörtum himninum. Þetta gat alveg verið sýn í fjarlægri höfn. Um stund gat ég ímyndað mér að ég væri staddur í Singapore. Ljós kom út um lítinn glugga á skýlinu og ég heyrði hann var að hefla á fullu. Að hefla í átt aö markmiði sínu. Þakið hrundi ofan f sundlaug „Þaö hefðu allir steinrotast sem fengið hefðu þetta í hausinn,” sagði Karen Erlingsdóttir íþrótta- og sundkennari á Laugarvatni, en hluti þaks sundlaugar Iþrótta- kennaraskólans á Laugarvatni hrundi ofán í laug og út um alla bakka aðfaranótt iaugardags. „Það var mesta mildi að enginn var í lauginni eða á bökkunum því þarna hefði oröið stórslys. Klæðn- ingin í loftinu var orðin full af raka og alls kyns óþverra og að lokum hefur þunginn verið orðinn þvílíkur að allt lét undan”, sagði Karen. Sundlaugin hefur nú verið tæmd og verða engin sundtök tekin þar fyrr en málum hefur verið kippt í liðinn. -EIR. Skemmd- arverk í Bolholtinu Brotist var inn aö Bolholti 6 í Reykjavík í fyrrinótt en þar eru m.a. til húsa Jazzballetskóli Bám, Leðurvömverslun Jóns Brynjólfs- soníu- og skrifstofur. Húsiö er fjór- ar hæðir og vom skemmdarverk unnin á þremur. Innbrots- mennimir höfðu svo á brott með sér lausafé sem þeir fundu í húsinu. __________________-EH Starfslaunum Reykjavíkur- borgarúthlutað Stjóm Kjarvalsstaöa samþykkti nýlega að veita Valtý Péturssyni listmálara starfslaun Reykjavíkur- borgar í eitt ár frá og með 1. desembernk. Þetta var í fimmta sinn sem starfslaununum var úthlutað og umsóknir að þessu sinni voru 20. Það era mörg handtökin sem þarf til að smíða helmsreisuskútu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.