Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 1
DAGBLADID — VISIR 255. TBL. — 74. og 10. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1984. Upp íf járlagagatið: Hækkun söluskatts, hækkun eígnarskatts eða... SKYLDUSPARNAÐ- UR k HÁTEKJUR Tímabundínn skylduspamaöur á hátekjur er einn af þrem kostum sem þingflokkar stjórnarflokkanna fjalla nú um til þess aö lækka halla á f jár- lögum ríkisins f yrir 1985. Það er jafn- framt líklegasti kosturinn en hinir eru lítils háttar hækkún söluskatts og hækkun eignarskatts. Eins og DV hefur þegar greint frá hækkar fjárlagafrumvarpiö um því sem næst 11%, upp í um 25 milijarða. Ákveöið er að 600 milljóna króna lækkun tekjuskatts standi. Til þess að tekjur dugi fyrir gjöldum vantar nú 800—900 milljónir króna svo að loka megi fjárlögum hallalausum. Það sem keppst er við nú er að lækka þennan lialla niður í 500—700 milljónir, sem yrðu þá teknar aö láni, en í upphaflega frumvarpinu var reiknaö með 500 milljóna láni. Náist ekki samkomulag um neina fyrrgreindra þriggja leiða verður fjárlögunum væntanlega lokað hreinlega með því að taka allt sem á vantaraðláni. HERB Það virðist ekki vera slegið slöku við i nýju flugstöðinni á Hefíavikurfíugvelfí, eins og þessi inynd sem tekin var igær ber með sér. Þessi umdei/da bygging er nú komin upp úrjörðinni en ofan á þennan grunn á 1 koma mikillglerskáli sem kallaður hefur verið stærsta gróðurhús Ifindsins. Fjórirígæslu vegna umfangsmikils LSD smygls: Verömæti smyglsins á aðra milljón kr. Þrír karlmenn og ein stúlka sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu LSD- smygli hingað til lands en verðmæti fíkniefnisins á markaði hér mun vera hátt á aðra milljón króna. Að sögn Gísla Björnssonar, fulltrúa fíkniefnalögreglunnar, er hér um að ræða mesta LSD-smygl sem embættið hefur upplýst í fjölda- mörg ár. Upphaf málsins má rekja til hand- töku ungs manns á Keflavíkurflug- velli sl. föstudag en hann reyndist vera með 226 skammta af LSD falda í skósóla sínum. t framhaidi af því var svo ung stúlka handtekin á miðvikudagskvöldið og hald lagt á mjög mikið magn af efninu um leið. I gærkvöldi voru svo tveir menn hand- teknir í viðbót vegna málsins. Að sögn Gísla er rannsókn málsins í fullum gangi. Ekki er búið aö styrkleikaprófa efnið og því erfitt að slá á verð þess á markaði hér- lendis en Gísli taldi það vera á aðra milljón kr. -FRI. Villtur íslenskuráll -sjábls.2 Sveppirnir smitúr útlendingum? — sjá bls. 3 Pólitíkgetur iagstfættir -sjáviðtalvið Hannibal á bls. 5 Pélitískarofsóknir? Berirbossar íbílglugga „Við verðum að líta á þetta sem pólitískar ofsóknir. Við erum óyfir- lýstir aðskilnaðarsinnar og viljum sjálf stæðar Vestmannaey jar,'' sagði Vilhjálmur Kr. Garðarsson, framkvæmdastjóri Hildibrands í Eyjum, en nokkrir félagsmenn hans hafa verið dæmdir í Hæsta- rétti fyrir að sýna á sér beran boss- ann út um bilglugga á almanna- færi. „Þetta er óskiljanlegt. Enginn veit hver kærði okkur, við ætluðum aðeins að heilsa kunningja okkar á þennan hátt en sá er einnig „moon- ari" og gerir þetta oft sjálfur," sagði Vilhjálmur. Að sögn fram- kvæmdastjórans þýðir „moonari" maður sem sýnir á sér beran rass- inn út um búglugga í þvi skyni að kastakveðjuáfólk. „Dómurinn hefur enn ekki verið birtur okkur þannig aö ég veit ekki hvað þetta tiltæki á eftir að kosta," sagöi Vilhjálmur en samkvæmt öðrum heimildum munu það vera 4000 krónur á mann. -EIR. Ólympíuskákmótið: Erfitt gegn Englendingum Viðureign islensku karlasveitar- innar og þeirrar ensku á ólympiu- skákmótinu i Saloniki fór ekki sem skyldi og því höfðu Englendingar vinninginn, sigruöu með ¦ 2,5 vinningum gegn 1,5. Helgi Ölafsson hafði svart gegn Miles og varð jafnt. Margeir fékk um tíma betra tafl gegn Nunn á öðru boröi en þó fór svo að lokum aö sú skák varð jafntefli líka. Jóhann Hjartarson tefldi gegn Chandler á þriðja borði og lenti i erfiðleikum og tímahraki. Þegar skákin fór í bið var hann sk^tamun undir en tókst meö haröfylgi og nákvæmri tafl- mennsku að halda jöfnu. Guð- mundur Sigurjónsson tefldi nú á fjórða borði, gegn Mestel, og tefldi Englendingurinn drekaafbrigðið af Sikileyjarvörn. Guðmundur f ékk á- gæta stöðu en viðkvæma og smá- vægileg ónákvæmni varð tíl þess að- staða hans hrundi og skákin tapaðist. Jón L. Arnason hvíldi gegn Eng- Iendingum og hvílir aftur í næstu umferð þegar Islendingar tefla við Tékka sem standa jafnir okkar mönnum meö 11,5 vinninga. •^bg. — sjáeinnigbls.32