Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd 7 Utlönd Útlönd SAMNINGAVIÐRÆÐUR STOR- VELDANNA HEFJAST AFTUR Ráöamenn í Moskvu og Washington hafa ákveðið að hittast snemma í janúar og hefja þar með á ný viöræöur um afvopnunarmál. Utanríkisráðherr- arnir Shultz og Gromyko ætla að funda 7. og 8. janúar í Genf. Tilkynning um þetta var gefin út á sama tima í háðum höfuðborgunum. Tilkynningin sagði að hinar nýju viðræður myndu vera um allar þær spumingar sem leita þyrfti svara við varðandi hina miklu heri þjóöanna tveggja. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að sennilega muni fundur Shultz og Gromyko setja í gang víðtækari samn- ingaviðræður þar sem rætt væri um takmarkanir á framleiðslu á hinum ýmsu tegundum vopna. Reagan, for- seti Bandaríkjanna, lagöi fyrst fram BRETAR HÓTA ÚR- SÖGN ÚR UNESCO Bretland mun hætta þátttöku í UNESCO, Menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir árslok 1985 ef ekki verða gerðar endurbætur á starfsháttum þeirrar stofnunar. Þetta kom fram í máli sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands,ígær. Vestrænar þjóðir hafa lengi gagn- rýnt þessa stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir óhagkvæmni í rekstri, andúö gagnvart Vesturlöndum og tilraunir til að hafa áhrif á frelsi f jöl- miðla. Þessi yfirlýsing utanríkis- ráðherra Bretlands kemur í kjölfar yfirlýsinga frá Bandaríkjunum um að þau muni ef til vill hætta þátttöku í þessari stofnun fyrir lok þessa árs. Bandaríkin munu vera eina ríkið sem fagnar þessari yfirlýsingu sir Geoffrey Howe. Ríki innan Evrópu- ráðsins og innan Breska sam- veldisins, hafa hvatt Bretland til að fylgja ekki fordæmi Bandaríkjanna í þessu efni. Þau hafa hvatt Bretland til aö reyna að koma á umbótum á starfsemi UNESCO innan frá og bent á að orð þeirra muni hafa meiri þunga þar ef ekki liggi að baki hótun um að segja sig úr stofnuninni. Toppf undur í deiglunni? slíkar tillögur í í september. Sovét- menn tóku ekki illa í þær en ekki var vitað aö þeir heföu samþykkt þær fyrr ennú. Sumir sérfræðingar telja að viðræðumar, sem fyrirhugaöar eru, muni vera einungis um almenn atriði en síðar verði farið út í nákvæmari samningaviðræður, til dæmis eftir toppfund Reagan ogTjernenko. Vilja bjarga EvrópufráDallas Menntamálaráðherrar Efna- hagsbandalagslandanna hafa á- kveðið að leita aðferða til að „bjarga Evrópufrá Dallas.”.. Ráðherrarnir, sem funduöu í Brussel, hyggjast styðja betur viö bakið á kvikmyndaiðnaði banda- lagsríkja til að hlúa að innlendri menningu og gera innflutt efni frá Bandaríkjunum útlægt. Verður fundur Gromyko og Shultz undanfari toppfundar Reagan og Tjernenko? Bretland: Uppreisn íþingflokki íhaldsmanna r.iikill órói er í þingflokki íhalds- manna í Bretlandi vegna ákvörðunar Margareth Thatcher að auka ekki framlög Bretlands til erlendrar aöstoðar. Jafnvel hennar eigin þing- menn sökuðu Thatcher um að vera niska. Átta þingmenn Ihaldsflokksins, . greiddu atkvæði gegn frumvarpinu um aö láta aðstoð við þriðja heiminn standa í stað og fleiri en 50 sátu hjá við atkvæðagreiösluna. Meðal and- stæðinga frumvarpsins var fyrrver- andi forsætisráöherra, Edward Heath. Leiðtogi frjálslyndra, David Steel, sagði um frumvarpið: „Það er sama hve mikinn glanspappír, er utan um tölumar, sannleikurinn er sá að á árinu 1985 til 1986 er verið að skera niður erlenda aðstoð að raungildi.” Um þessar mundir verður 20.000. SODA STREAM vélin seld hérálandi. í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að færaeinhverjum SODASTREAM eignda FIAT UNO bíl að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf. Nafn hins heppna verðurdregið úr ábyrgðarskírteinum allra SODA STREAM eigendamiHi jólaog nýársn.k.og mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar. EIGIR ÞÚ SODASTREAM VÉL ÁTT ÞÚ KOST Á W' ÓKEYPISBÍL! ' Gjöfm sem gefur arfr Sól hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.