Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER1984. U Rafn Jónsson meðan hann var enn við ritvélina. „Með ólæknandi flugdellu” VIÐTAUÐ: Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5 til 10minútnastanságóðum stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar í bílnum geta m.a. orsakað bílveiki. ' IUMFERÐAR RÁÐ Rætt við Raf n Jónssonflugmann „Flugdellan hefur sett mark sitt á allt mitt líf undanfarin 8 ár. Ég byrjaöi að læra flug áriö 1976 og hef verið hug- fanginn af fluginu síðan.” Viðmælandi okkar að þessu sinni er Rafn Jónsson sem flestir þekkja sem fréttamann við útvarp og sjónvarp. Hann hefur nú sagt skilið við fréttamennskuna, í bili að minnsta kosti, og ráðist sem flug- maöur til Flugleiða. Þetta er þó ekki upphafið á atvinnuflugmennsku Rafns því að áöur hefur hann flogið fyrir Amarflug. Þegar Rafn var spurður um ástæður fyrir flugáhuganum sagðist hann í raun og veru enga skýringu hafa. „Þetta er „sjúkdómur”. Menn fá alls konar dellur. Sumir ánetjast fluginu, aðrir lenda í áfenginu og enn aðrir fá veiðidellu. Dæmin eru óþrjótandi en af hverju þetta gerist veit ég ekki. Hitt er víst að þegar dellan hefur einu sinni gripið mann kemst ekkert annað að. Þetta er ólæknandi.” Rafn sagði að nú væri bjartara yfir flugmálum hér á landi en verið hefði undanfarin ár. Fjölgun flugmanna hjá Flugleiðum nú í haust hefði verkað eins og vítamínsprauta fyrir flug- áhugamenn. Síðustu árin hefðu mögu- leikar flugmanna á að fá atvinnu við sitt hæfi verið fremur takmarkaðir en þetta væri greinilega að breytast. Víst sagðist Rafn sjá eftir fréttamennsk- unni. Þaö væri mjög fjölbreytt og spennandi starf og alltaf gott að vinna með góðu fólki en flugið, það heillar. Rafn er kvæntur Sigríði Rafnsdóttur fóstm og eiga þau 5 börn. Það er því fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Kjara- málin hafa því ekki síður vægi en þjón- usta við gamla drauma. Rafn sagði að flugið væri betur borgað en frétta- mennskan en launin eru ekki allt. I upphafi flýgur Rafn á innanlands- leiöum eins og aðrir nýliðar í atvinnu- flugi hér á landi. Rafn sagði að flugiö, líkt og fréttamennskan, gæfi færi á að ferðast og það væri mikill kostur því að illa kynni hann við sig innilokaöur á skrifstofu. -GK PASSAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.