Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Augiýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 27S kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaai blað 28 kr., Ómerk orö Sverrir Hermannsson iönaðarráðherra las bandaríska skáldsögu, meðan umræður fóru fram. Sumir virtust dotta í ráöherraliðinu. Látið var heita, að umræður færu fram um stefnuræðu forsætisráðherra. Almenningur fékk aðgang að þessari leiksýningu, þar sem sjónvarpað var og útvarpað. Heldur mun fólki hafa þótt sjónvarpið bragðdauft þaö kvöldið. Eðlilegt var, að menn læsu frekar í bók. Helzti vandinn var, að aðalleik- arinn, forsætisráðherra, hafði enga stefnuræðu að flytja. Umræðum um stefnuræðuna hafði verið frestað í mánuð. Fyrst var borið við, að verkfall tefði. Síöan sögðu talsmenn stjórnarinnar, að bíða þyrfti, unz stefnan yrði skýrari. I ljós kom í fyrrakvöld, að stefnan hafði ekkert skýrzt, og virtist raunar engin vera. Forsætisráðherra gat þess, að vandi útgerðarinnar væri óleystur. Hafði hann eitthvað að segja um, hvernig það yrði gert? Nei, ekkert. Ráðherrann sagði, að ýmsu þyrfti að breyta í landbún- aðarmálum. En ekki sagði hann, með hvaða hætti. Þeir sem grannt fylgjast með þjóömálum biðu spenntir eftir að heyra, hvaða „mildandi ráðstafanir” yrðu látnar fylgja gengisfellingunni til að varðveita einhvern hluta kaupmáttar hinna lægstlaunuðu. Ekkert heyrðist um það nema óljós orð. Sagt var frá hækkun lífeyris. Lífeyrir hækkar þó ekkert meira en almennt kaup hefur hækkað. Gengisfellingin hefur því þegar máð út kaupmáttaraukn- ingu lífeyrisins. Sumir biðu þess, að forsætisráðherra upplýsti landslýð um lækkun tekjuskattsins. Talað hefur verið um 600 milljóna lækkun sem þátt í aðgerðum, sem ákveðnar voru í sumar. Verður þessari lækkun mætt að öllu leyti eða að hluta meö hækkun annarra skatta? Verða eignarskattar hækkaðir til að fylla í gatið á fjár- lögum næsta árs? Verður söluskattur hækkaður? Verður lagður skyldusparnaður á hátekjur eða miðl- ungstekjur? Forsætisráðherra hafði ekkert um þetta að segja í svo- kallaðri stefnuræðu sinni. Talað hefur verið um einhverja lækkun tolla á nauðsynjavörum sem eina aðgerðina til að „milda” áhrif gengisfellingarinnar á launakjörin. En forsætisráðherra upplýsti ekkert nýtt um það mál. Hann las lengi greinargerð, sem skrifstofumenn á hans vegum hljóta að hafa samið, þar sem sagt var frá efna- hagsmálum með sama hætti og gert hefur verið um nokkurt skeið. Ekkert nýtt. Forsætisráðherra ræddi um nauðsyn á sköpun nýrra at- vinnugreina. En hvernig? Um það voru engin svör, nema eitthvað óljóst um loðdýrarækt og slíkt, gamlar lummur. Orð ráðherrans voru innantóm. Hann sagði, að „leitað yrði leiða” til að „auka fjölbreytni í framleiðslu sjávarút- vegsins”, meðal annars meö „nýtingu fiskstofna, sem lítt eða ekki eru nýttir”. Hann sagði, að „unnið yrði að”, „gerð yrði athugun”. Öll ræðan var í þeim dúr nema greinargerð kontóristanna um efnahagsmálin, sem sagði ekkert nýtt. Forsætisráðherra sagði sem sagt sama og ekkert. Sverrir Hermannsson mat stöðuna því rétt. Það var öllu skárra að líta í bók. Að öllu samanlögöu eru útvarps- og sjónvarpsum- ræður um „stefnuræður” forsætisráðherra lítils virði. Ymist segja menn ekki neitt eða reyna að boða stefnu, sem aldrei er farið eftir. Haukur Helgason. Trilhneigd — trilgirni Hafandi lesiö fyrstu niöurstöður könnunar á gildismati og mannleg- um viðhorfum Islendinga verö ég aö taka undir meö yfirgnæfandi meiri- hluta íslendinga og lýsa því yfir aö ég er stoltur af því aö vera íslending- ur. öll vitum við aö Islendingar eru gáfaöri, glæsilegri og betur ættaðir en nokkur önnur þjóð í heiminum. Það lásum viö um í íslandssögu- bókunum í barnaskóla. Þetta eru hins vegar svo almennt viðtekin og þekkt sannindi, að um þau er varla vertaðtala. En með viðhorfakönnun Hag- vangs má segja að þjóðarsálin hafi verið leidd fram í dagsljósið og henni snúiö á ýmsa kanta, almenningi til fróðleiks og sumum til hneysklunar. Sumir kunna að hafa efast um tilvist þjóðarsálarinnar (þó langflestir Is- lendingar efist ekki um tilvist sálar í hverjum einstaklingi). En Hag- vangskönnunin sannar þaö í eitt skipti fyrir öll að þjóðarsálin er til. Og hún er ósköp góð sál. Einhvern tímann, einhvers staöar, skilgreindi einhver sál skáldsins þannig að skáld væri maður sem væri fær um að vera sannfærður samtímis um gildi tveggja ósamrýmanlegra skoðana án þess að tapa geðheilsu sinni. Þaö viröist sem flestir Islendingar hafi skáldasál. Islendingar telja sig vera trúhneigða og u.þ.b. fjórir af hverjum fimm Islendingum telja að Guð sé til. Almennt trúa þeir líka á tilvist sálarinnar og h'f eftir dauðann. Rúmlega helmingur þeirra trúir á himnaríkiogaðsyndinsé til (envilja reyndar fæstir viðurkenna aö til sé óbreytanlegur, algildur mælikvarði ásyndina). EN, Islendingar trúa ekki á Kölska eða vonda staöinn! Það virðist sem Islendingar Iíti almennt á vegferð mannsins sem einstefnugötu aö himnaríki. Það er hf eftir dauðann og þó þú syndgir á afstæöan hátt, auövitað, gerir það ekkert til því helvíti er ekki til og þá er ekki í annað pláss að venda en himnaríki! — En þetta er f jarstæða. Þetta er of mótsagnakennt tii þess að hægt sé að taka mark á því, mótmæla óskáld- legir útlendingar. Mikið rétt! En Islendingar eru skáld og láta þverstæður ekki þvæl- ast fyrir sér. Og hvernig getur nokkur maöur verið annað en stoltur af því aö eiga sinn htla part af svo hæfileikaríkri hópsál? Það kemur einnig í ljós við nánari athugun að hinir trúhneigöu Islendingar samsinna fæstum af trúarsetningum kirkjunnar. Þaö kemur þess vegna kannski ekki á óvart aö fáar stofnanir njóta meira trausts í landinu en einmitt kirkjan sem ekki rúmar meirihluta þjóðarinnar. Islendingar segjast trúhneigðir og trúa flestir á tilvist Guðs. Við skulum skoöa hann nánar. Hann sést ekki! Því Islendingar trúa ekki á persónulegan Guð heldur guð sem er ein.hvers konar lífs- kraftur eða alheimsandi. Sá gamli Jahve, höfundur boðorðanna, sem voru að minnsta kosti í upphafi al- gildur mæhkvarði á gott og þar meö vísbendingu um syndina; hann Jahve er gleymdur flestum. Og þó telja flestir Islendingar boðorðin vera að mestu leyti í gildi enn! (Burtséð frá þriðja boðorðinu, enda var sú tilskipun gefin út löngu fyrir daga verkalýðshreyfing- arinnar). Reyndar telja flestir Islendingar að þeir persónulega sýni boð- Ólafur B. Guðnason orðunum meiri virðingu en náunginn en þaö er líka viðkunnanlegt og mannlegt viðhorf. Ef benda ætti á eitthvert eitt skap- gerðareinkenni sem einkennir Islendinga öörum fremur myndu flestir þeir sem kynnt hafa sér viðhorfskönnunina eflaust nefna bjartsýni. Islendingar eru ánægðir með lífið og þeir halda að þeir muni verða jafnvel enn ánægðari með hfið eftir fimm ár en þeir eru nú. Þeir telja sig hafa góða stjórn á hfi sínu og eru eindregið þeirrar skoðunar aö tækniframfarir eigi eftir að koma þeim til góða. Og þeir eru ekkert tiltakanlega hræddir um að komi til styrjaldar á næstunni. Sem sagt, það sem við Islending- um blasir er gott líf og áhyggjuhtiö og það á eftir að verða betra og betra. Og þegar jarðvistinni lýkur blasir himnaríki viö og hver getur með nokkurri sanngirni gert meiri kröfur til þessa hfs og næsta? Það væri heimtufrekja! — Gott og vel, sagði bölsýnis- maöur einn við mig þegar viö ræddum könnunina góðu um daginn. — Eflaust er þetta sönn mynd af viðhorfum Islendinga nú. En þessi viðhorf eru heimskuleg! Reynsla .annarra af tækniþróuninni er ekki slík að hún gefi tilefni til bjartsýni. Og þó Islendingar trúi því ekki er styrjaldarhættan engu að síður raunveruleg. Hvað varðar þessar snargeggjuðu og sundurleitu hug- myndir um Guö, eilífðina og þaö allt saman, sanna þær ekki neitt. Is- lendingar segjast vera trúhneigðir en það er bull og vitleysa. Þeir eru bamalega trúgjarnir, en þaö er allt annað mál, og ber vott um greindar- skort. Eg hló góölátlega og sneri tahnu aö enska fótboltanum. Bölsýnis- mennirnir verða alltaf meöal vor en könnunin sýnir aö þeir eru í minnihluta og ég er viss um að þeir veröaþaöáfram! Við hinir, sem réttilega má kalla „góða Islendinga”, munum enn um sinn lifa í sátt við þjóðarsálina og efla hennarskáldlega hugarflug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.