Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER1984. 21 — Og ekki nema 18% trúa á „persónulegan guð”. ..Spurningin um það olli okkur reyndar nokkrum höfuðverk,” sagði Bernharður. „Könnunin er þýdd og staöfærð upp úr erlendri könnun og viö veltum þessu orðalagi lengi fyrir okk- ur og kannski höfum við ekki dottið niöur á bestu lausnina. Fjölmargir þeirra sem spuröu fólk út úr hafa sagt mér að viðbrögð margra við orða- laginu „persónulegur guð” hafi veriö: „Ojá, áttu viö gamla góða karlinn með skeggið...” „Trúmál hafa næstum verið feimnismál" „Eflaust hafa einhverjir misskilið þessa spurningu,” sagði Bjöm, „en samt er athyglisvert hversu margir leggja áherslu á guð sem anda. Það er raunar ofureðlilegt; í messu heyrir fólk prestinn segja: „Guðerandi.” „Þaö ber lika að hafa í huga,” bætti Bemharður viö, „að trúmál hafa lengi verið næstum því feimnismál hér á Is- landi. Ég á ekki við tveggja manna tal, en yfir heildina vilja flestir halda sinni trú út af fyrir sig. Þaö segir sig sjálft að þessi litla opinbera umræða um trú- . mál verður til þess aö fólk er óvant því að setja trú sína í orö. Trúin verður eitthvað óskilgreint og þegar fólk fær svona spumingu upp úr þurru lendir þaðíbobba.” „Engu að síður er ljóst,” sagði Björn, „að fræðsla kirkjunnar skilar sér ekki nægilega. Þetta kemur víðar f ram í könnuninni. ’ ’ — Já, hlýtur það ekki að teljast áfall að ekki nema 11% Islendinga skuli trúa á Krist sem frelsara mannkynsins; þetta er jú einn af homsteinum kirkj- unnar. „Þetta er að minnsta kosti virkileg Ögrun,” sagði Bernharður. „Kirkjan þarf greinilega að efla fræðslu sína mikið og breyta helgihaldi sínu þannig að það nái betur til fólks. Ég lít á þessa könnun sem ákall til kirkjunnar um að þjóna fólkinu betur.” „Það er líka rétt,” sagði Bjöm, „að leggja áherslu á að gildi þessarar könnunar er fremur takmarkað, þó hún sé góð í sjálfu sér. Spumingamar um trúmál era aðeins hluti stærri heildar,ogþaðvantarfjöldamargt inn í hana. Hversu margir hlusta til dæmis á útvarpsmessurnar? Hversu margir lesa Bibliuna eöa önnur trúarrit? ” „Þaö má heldur ekki gleyma því,” sagði Bernharður „að fólk ber þrátt fyrir allt mikið traust til kirkjunnar. Þegar spurt var til hvaða stofnana þjóöfélagsins fólk bæri traust kemur kirkjan þar afar vel út. Aðeins lög- reglan er ofar á blaöi.” Trúin á syndina — En það var spurt um fleira í þess- ari könnun. 76% trúa á líf eftir dauð- ann, 81% á tilvist sálarinnar, ekki nema 12—15% á djöfulinn og helvíti en 55% á himnaríki; hins vegar trúa 65% á syndina og 26% á endurholdgun. Hvað viljiði segja um þessar niður- stöður? „Það sem ýtti við mér,” svaraði Björn, „var að það fær mestar undir- tektir sem beinist að lífi eftir dauðann á einn eða annan hátt. Ut úr þessu fær maður mynd af átrúnaði sem snýst fremur um næsta líf heldur en þetta.” — Er trúin á syndina ekki dálítið undarleg? Fólk trúir ekki á per- sónulegan guð, ekki á djöfulinn né helvíti en svo trúir það í stórum stíl á syndina. „Já, þetta er athyglisvert,” sagði Björn. „Ég held að orö eins og djöfull- inn og helvíti séu nú orðið ekkert nema táknmyndir í hugum fólks; tákn heimsmyndar sem er horfin. ” „Fólk sér líklega fyrir sér Gullna hliðiö,” sagði Bemharður. „Eg segi fyrir mig að alltaf þegar ég heyri minnst á djöfulinn þá dettur mér í hug Lárus Pálsson!” „Einmitt,” sagöi Björn. „Egheldað með því að lýsa yfir þeirri skoðun aö syndin sé til hafi fólk almennt verið að viöurkenna tilvist hins illa. Það gerði fólk áöur með orðum eins og helvíti. ” „Sama virðist vera uppi á teningn- um varðandi himnaríki,” bætti Bem- harður við. „Fólk virðist almennt ekki tengja það viö eilíft líf sem flestir aöhyllast þó.” „Samt er ekki jafnilla komið fyrir himnaríki og helvíti,” benti Björn á. „Ennþá trúa 55% á tijvist þess.” „Eg held,” sagði Bernharður, ,,aö viö séum nú að verða vitni að miklum breytingum á notkun tungumálsins og þá ekki síst í trúarlegum efnum. Maður heyrir mjög sjaldan minnst á himnariki í prédikunum presta. Og helvíti er nánast aldrei nefnt.” „Þjóðfélagsbreytingar hafa ruglað fólk" — En segjum að með trú sinni á syndina hafi fólk verið að lýsa yfir trú á tilvist hins illa. Nú kemur fram annars staöar í könnuninni aö Islend- ingar líta á gott og illt sem mjög afstæð hugtök; það fari alveg eftir aðstæðum hvað sé gott og hvað illt. „Mér sýnist að fólk sé almennt þeirrar skoðunar að hið illa sé til,” sagði Bjöm, „en vandinn liggur í skil- greiningunni. Hver er munurinn á góðu og illu? Ég held að þær miklu breytingar sem hafa orðiö á þjóðfélag- inu hafi raglaö fólk í ríminu. Þessar breytingar hafa gengið miklu fljótar yfir hér en annars staðar. Gildismatiö hefur brenglast. Það sem var rétt í gær virðist allt í einu rangt í dag, og öfugt.” ,,Stóraukið upplýsingastreymi hef- ur vafalaust haft áhrif á þetta líka,” sagöi Bernharður. „Heimurinn er ekki lengur svartur eða hvítur, hann er grár. Tökum til dæmis vígbúnaðinn. Er hann til góðs eða ills? Það er eðldegt aö sþurningar af þessu tagi vef jist fyrir fólki.” — En að lokum: hver eiga viðbrögð kirkjunnar að verða við þessari könn- un? Björn sagði: ,Eins og Bernharður sagöi áöan þá er þetta ákaU tU kirkj- unnar, hún veröur að Uta í eigin barm því greinUega vantar mikið á að kristin kenning nái til fóUcs. Það verður auðvitað aö hafa ótal fyrirvara á þessari könnun, en kirkjan hlýtur að taka hana til vandlegrar skoðunar.” „En jafnframt er könnunin örv- andi,” sagði Bernharður. „Jarðveg- urinn virðist vera góður. Kirkjan nýtur trausts sem stofnun, fólkið er trú- hneigt. . . Umfram aUt held ég að þetta kalU á dýpri könnun þar sem trúarlíf veröi kannaö sérstaklega. Þetta era svo grófir drættir aö menn skulu varast að taka þá of alvarlega -ii mojpxm ta VOLVO 244 TURBO ÁRG 1982, ek. 30.000, beinsk., m/yfirgír, vökvastýri, rafdrifnar rúður, sport- felgur, rauður met. Verð kr. 550.000. Ath. skipti á jeppa. VOLVO 244 DELUX ÁRG. 1982, ek. 22.000, sjálfskiptur, m/vökvastýri, rauður. Verð 395.000. Ath. skipti á eldri Volvo. VOLVO 244 GL ÁRG. 1982, ek. 44.000, sjálfsk., m/vökvastýri, rauður met. Verðkr. 430.000. VOLVO 345 DELUX RIO ÁRG. 1982, ek. 36.000, beinsk., brúnn met. Verð kr. 290.000. VOLVO 245 GL ÁRG. 1980, ek. 70.000, sjálfsk., nuggat met. Verð kr. 340.000. VOLVO 244 GL ÁRG. 1980, ek. 65.000, sjálfsk., nuggat met. Verð kr. 325.000. Ath. skipti á eldri Volvo. VOLVO 244 DELUX ÁRG. 1977, beinsk., blár met. Verð 180.000. VOLVO 244 DELUX ÁRG. 1978, ek. 90.000, sjálfsk., m/vökvastýri. Verð kr. 230.000. OPIÐÍ DAG KL. 13- VOLVOSALJURINN Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200 MISSTU EKKI VIKU ÚR LÍFI ÞÍNU ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 L3WKUV Gríllofn og brauðríst frá General Electríc USA Afar hentugt og notadrjúgt tækí sem ætti aÖ vera tíl í hverju eldhúsí RAFTÆKJADEILD [hIhekiahf LI^hU laugavegi 170-172 SÍMAR 11687 ■ 21240 ★ Allir SAAB eru framhjóladrifnir. ★ Notaður SAAB getur enxt þér lengur en nýr bíll af öðrum tegundum. ★ Allir SAAB hafa þurrkur á Ijósum. upphitad bilxtjóraxœti, sjálf- virk ökuljóx, xtækkanlegt farangurxrými. ★ 25 ára reynxla við íxlenxkar aðxtœdur. TOGGURHR SAAB UMBOÐIÐ Bildshöföa 16 - Símar 81530 og 83104 í'fTf 7 7 Opið kl.10-4. - Seljum í da Saab 95 árg. 1978,3ja dyra, brúnn, ekinn 78 þús. km. Sumar- og vetrardekk. Saab 900 GLE árg. 1982,4ra dyra, svart- ur, beinskiptur, 5 gíra, mfvökvastýri, sól- þaki, lituðu gleri og fleira, ekinn 33 þús. V Saab 900 GL árg. 1982, 4ra dyra, silver, beinskiptur m/vökvastýri, ekinn 44 þús. Saab 99 GL árg. 1981, 2ja dyra, blár, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 40 þús. km. JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.