Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER1984. Ralláhugamenn drógust aðallega að tveimur bilum á sýningunni, nýja Ford-rallbilnum, RS 2000, og Peugeot 205. Báðir fást með fjórhjóladrifi en Peugeotinn kostar vel á aðra milljón á islensku verðlagi, og það án styrkinga fyrir keppni. Fordinn er ætlaður til keppni i gengi B, það er að segja allt upp i heimsmeistaratitil, og mjög verklegur bill eins og sjá má. Já, það er greinilega framtiðin að hafa vélina i miðjunni og drif á öllum, eins og Peugeot 205 hefur sannað i San Remo og i Þúsund vatna rallinu, enda mun von á Lancia Rally með drifi á öllum. Lancian og Fordinn hafa það fram yfir Peugeotinn að vera frá upphafi hönnuð sem tveggja manna sportbílar, sem líkastir formúlu eitt kappakstursbilum. Með þessum þremur bilum fær hinn frábæri Audi Quattro skæða keppinauta i fram- tiðinni. Nýi Fordinn verður 230 hestöfl óbreyttur en allt að 400 hestöfl verður hægt að töfra fram úr vélinni ef menn hafa fé og aðstöðu till Fljúgandi diskur? Nei, einn hi.ina æ~.iegu sportbila á bilasýningunni. Ekki er samt víst að hann hentaði vel á íslenskum vegum þvi að vegna þess hve lágur hann er fjaðra hjólin upp i gegnum tíl þess gerð göt á brettunum! Það er greinilegt að á bílasýn- ingum reyna sumir framleiðendur að höfða til manna með James Bond komplexa þótt ekki sé víst að svona uppstillingar falli kvennalistakonum i geð! En það er náttúrlega dauður maður sem ekki lyftir að minnsta kosti annarri augabrúninni við að ganga fram hjá svona tryllitækj- um, eða, eins og ég hef stundum sagt i grini: Ef hægt er að finna einhvem galla á sköpunarverkinu er hað líklega hve mikið er til af fallegum flugvélum, bílum og kon- um, — og i þessari röð! Hvað um það, jafnréttissinnuðum ti! hugar- hægðar skal þess getið að þetta voru einu bilarnir á allri bilasýning- unni i Torino sem voru fíæktir i kvenlega fegurð. Á alþjóðlegu bilasýningunni i Torino notuðu Fiatverksmiðjurnar tækifærið til að kynna þrjá bíla sem þær hafa hafið framleiðslu á en innan vébanda Fiat eru, auk Fiat, Lancia, Autobianchi og Ferr- ari. Þessar bifreiðir voru station- gerð af Fiat Regata, Ferrari Testar- ossa, hraðskreiðasti fjöldafram- leiddi bill heims, og Lancia Thema. Lancia Thema vakti mesta at- hygli á ítaliu enda greinilega tíl þess ætlast af framleiðendunum. Billinn er i svonefndum efri milliflokki og á margt sameigin- legt með nýja Saabinum, SAAB 9000, enda hafa þeir verið þróaðir sameiginlega af SAAB og Lancia. Saabinn er aðeins tengri og með skuthurð, en Lancia er af hefð- bundinni „skott" gerð. Greinilegt er að mikil áhersla er lögð á snerpu og góða aksturseiginleika Lancia Thema og kraftmesta vél- in, sem boðin er i bilnum, spyrnir honum úr kyrrstöðu upp i 100 kiló- metra hraða á aðeins 7,2 sekúnd- um. Þessi vél er tveggja litra og búin forþjöppu, hestöflin eru 165 og þyngd bilsins er 1150 kíló. PrýðHegt rými er i bílnum enda hjólhafið 2,66 metrar. Útlitið minn- ir i fíjótu bragði á Mazda 626, nema hvað Thema er nokkru stærri. Giugiaro hannaði bilinn og loftmótstuðullinn er aðeins 0,32 þannig að túrbó-billinn nær 218 kilómetra hraða. Raunar er tveggja litra túrbó-vélin léttari en V—6 2,8 Htra vélin sem einnig er hægt að fá i bílnum en samt er minni vélin sprækari, þökk sé for- þjöppunni. Hægt er að fá Thema með disilvél sem er hvorki meira né minna en 100 hestöfí og gefur hröðun úr kyrrstöðu i 100 kiló- metra hraða á aðeins 11,9 sekúnd- um sem er afbragðsgott þegar um disilvél er að ræða. Þetta gæti greinilega verið mjög skemmtileg- ur bifí fyrir ökuglaða leigubilstjóra! Greinilegt er að Thema getur leyst bæði Lancia Prisma og Gamma af hólmi og virðast Fiatverksmiðjurn- ar leggja mikla áherslu á að hleypa auknu lifi i Lancia enda hefur sölu- hlutdeild Lancia á ítaliu vaxið. Þarsem bflafríkm flippa itt! Bílablaðamaður DV skoðar bílasýmnguna í Torfno Hinar stóru bílasýningar í Evrópu þótt sýningin í Torino á Italíu, sem kitla alltaf bílaáhugamenn og jafnvel hófst í síðustu viku, þætti í daufara lagi Þetta sýndist vera minnstí billinn á bilasýningunni, aðeíns 350 ktió, knúinn átta hestafía vól, 2,40 m iangur og 1,25 m breiður og hjólhafið 1,40 metrar, svona álíka og á reiOhjóli. En verðið var ekki jafnsmátt, ca 170 þúsund íslenskar krónur ef fíuttur væri hingað tí! landsl Nýja Renault „super-fímman" vaktí umtal, ekki hvað síst fyrir lágt verð. Ódýrasta fimman verður ódýrari en Renauit 4 á ítölskum markaði, þökk sé vélmennunum sem setja þennan biI saman. og gjalda þess hve stutt var liðið frá næstu tveimur stórsýningum á undan, í London og París, var ákaflega auðvelt að gleyma sér í hinum risa- stóra sýningarsal sem útbúinn hafði veriö á nýjum stað í borginni í húsi þar sem Lingottó-verksmiöja Fiat hafði áður verið. Vegna þess hve langan tíma tók að breyta verksmiöjunni í sýningarhöll var sýningunni frestað frá vori og fram á haust. Italir hafa verið í snatpri sókn í bíla- framleiöslu eftir aö hafa verið í nokkr- um öldudal undanfarin ár og til þess aö hefja nú sýninguna með glæsibrag hélt Agnelli, forstjóri Fiatverksmiðjanna, 800 manna blaðamannafund daginn fyrir opnunina. Agnelli er einhver voldugasti iðn- jöfur heims og sagt er að engin stjóm- völd á Italíu geti gert neinar efnahags- ráöstafanir né annaö sem máli skipti án þess aö tala viö karlinn. Það þótti líka slíkum tíðindum sæta aö hann opn- aði munninn á þessum stóra blaða- mannafundi að f jölmiðlar um alla álf- una greindu frá því samdægurs. Þeir talsmenn Fiat voru hressir á fundinum enda hafa þeir svo sannar- lega tekið sig saman í andlitinu síöustu misseri; Uno veriö söluhæsti bíll Evrópu og gróöi á fyrirtækinu síðasta ár, enda hefur margs konar hagræðing og ný tækni valdið því að í staö þess að þurfa að selja rúmlega 1,6 milljónir bíla á ári til þess að hafa hallalausan rekstur hefur þetta mark færst niður um fj ögur hundruð þúsund bíla. Agnelli svaraði stutt og laggott spurningu eins blaðamanns um það hvort Fiat ætti eitthvert samstarf viö Japani eða ætlaði sér það, eins og svo margar aörar stórar bílaverksmiðjur hefðu gert: Við eigum ekkert samstarf við Japani, ætlum ekki aö eiga sam- starf viö þá og sjáum enga ástæöu til þess. Og karlinn ljómaöi af stolti þegar hann sagði þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.