Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER1984. 27 Mezzoforte í Stringfellows hljómplötur „Rising” og, Jake off” — hl jómsveitin hef ur sent f rá sér tvær nýjar í gær kom á markaðinn ný plata með hinni vinsælu hljómsveit, Mezzoforte, „Rising”. Þetta er stór plata og kemur hún í kjölfar fjögurra laga plötu, „Take off”, sem kom á markað í London fyrir stuttu. Meðlimir hijóm- sveitarinnar og Steinar Berg, fram- kvæmdastjóri Steina hf„ efndu til blaðamannafundar í hinu þekkta diskóteki Stringfellows, i London á dögunum þar sem þessar tvær plötur voru kynntar. Það var margt um manninn í String- fellows, eins og t.d. Einar Benedikts- son, sendiherra Islands í Bretlandi, Ellert B. Schram, formaður KSI, sem var aðalfararstjóri íslenska lands- liðsins í knattspyrnu sem lék gegn Wales í Cardiff, og Jóhann Sigurðsson, yfirmaður Flugleiða í London. hinn frægi staður Hippodrome sem er stakt Islandskvöld í sambandi við jafnframt eitt stærsta diskótek heims. Islandsvikuna í London. Þann stað á Peter og verður þar sér- . -SOS. • Einar Benediktsson, sendiherra Islands í Bretlandi, sést hér halda smá- tölu. DV-myndir Sigmundur. Einar Benediktsson hélt ræðu og sagði m.a. aö Islendingar ættu marga góöa fulitrúa í Bretlandi þessa dagana, eins og Mezzoforte, íslenska landsliðið í knattspymu og Berglind Johansen sem tók þátt í„Miss World”-keppninni í London. Eins og menn vita þá eru þeir Gunn- laugur Briem, Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson og Friörik Karlsson meðlimir hljómsveitarinnar Mezzoforte sem er orðin mjög þekkt og virt á Bretlandseyjum. Aö sjálfsögöu voru lög af nýju plötunum leikin í Stringfellows og var stemmning mikil á fundinum. Boðiö var upp á hvítvín og kalt borð en á því mátti finna grafiax, rækjur, síldarrétti og annan islenskan mat. Undirritaöur hefur oft komið til London en aldrei fyrr á diskótekiö Stringfellows. Ég var aftur á móti búinn að lesa um þetta fræga diskótek sem er sannkallaður speglasalur, eða réttara sagt salir, því að diskótekiö er á tveimur hæðum. Daginn fyrir blaða- mannafundinn var heilsíðugrein í einu bresku blaöanna þar sem sagt var að Peter Stringfellow, eigandi diskóteksins, heföi gefið dóttur sinni staðinn þegar hún varð 22 ára fyrr í mánuðinum. Hann rétti henni lykilinn að staönum og sagði henni að fram- vegis sæi hún um diskótekið. Peter munaði ekki um það því að u.þ.b. tvö hundruð metra frá Stringfellows er stærsta diskótek Lundúnaborgar — ■■■ ▼ hentar vaxandi fyrirtækjum „Litla S/36“ tölvan hefur notiö mikilla vinsælda frá því að hún var sett á markaðinn. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að „Litla S/36“ er mjög fjölhæf og uppfyllir þarfir fyrirtækja af öllum stærðum. Einn helsti kostur hennar er hversu vei hún fellur inn í stór tölvukerfi og hentar þess vegna fyrirtækjum sem hafa dreifða gagnavinnslu. Einnig má tengja margar IBM PC einkatölvur við „Litlu S/36“ og auka þannig vinnslurými þeirra. Stækka má „Litlu S/36“ eftir því sem tölvuþörfin vex. Allan hugbúnað sem gerður er fyrir „Litlu S/36“ má nota óbreyttan fyrirstórarS/36tölvur. Þessi hugbúnaðurer mjög fjölbreyttur og svarar þörfum flestra atvinnugreina. Það er auðvelt að vinna með „Litlu S/36“. Engar skipanir þarf að gefa, heldur starfar hún samkvæmt verkseðlum. Kerfisfræðings er ekki þörf til að hagnýta sér þessa skemmtilegu tölvu. Unnt er að tengja 22 skerma eða prentara við „Litlu S/36“. Eins eru tengimöguleikar um símalínur. Tölvan vegur ekki nema 72 kg og þegar hún hefur verið sett á sinn stað. Þú ættir að kynna þér kosti „Litlu S/36“ frá IBM. „LitlaS/36“ertölvasem hentar vaxandi fyrirtækjum. ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI Skaftahlið 24 • 105 Reykjavík ■ Sími 27700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.