Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Page 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR 258. TBL. — 74. og 10. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984. Leitarmenn við Bronco-jeppann við Rauðafell i nótt. Sporhundurinn er mættur á staðinn og hefur hafið leit en lítið gekk vegna veðursins. DV-mynd GVA. Mikil vonbrigði þegar leitarmenn komu að skálanum við Hlöðufell í nótt: Frjálst,óháð daqblað „Hér eru aðeins 2 menn sem komu á vélsleðum” Eftir 12 tíma baráttu viö krapaelg, slæmt veöur og afleitt skyggni tókst björgunarsveitarmönnum aö brjóta sér leið úr byggö aö skálanum við Hlööufell í nótt en þangað vonuöu menn að ungmennin, sem saknaö er á þessum slóðum, heföu náö. Skilaboöin sem bárust í stjómstöö leitarmanna í barnaskólanum á Laugarvatni kl. 1.30ínóttvoru: „HSR-l/Stjómstöö/skipti; Erum komnir aö Hlööufelli. Hér eru einungis tveir menn sem fóm hingað ávélsleöum.” Engar fregnir af ungmennunum en staöfest aö vélsleöamennirnir Sigurður og Theodór frá Efstadal höfðu náö í skálann fyrr um daginn. Ungmennin þrjú sem saknað er, tveir piltar og ein stúlka á aldrinum 18—20 ára, ætluöu aö keyra á Bronco-jeppa úr Þingvallasveit að Hlöðufelli og þaðan á Laugarvatn á sunnudaginn. Síðast sást til þeirra er rjúpnaskyttur ''ittu þau á sunnu- daginn, um þrjúleytiö, við Skriöu- hnjúk en þá virtist rafmagnsbilun vera í jeppanum. Er ekkert hafði spurst til þeirra um tvöleytið aðfara- nótt mánudagsins voru björgunar- sveitir kallaöar út og tókst vélsleða- mönnum úr Björgunarsveitinni Ing- unni aö finna jeppann skömmu fyrir kl. 11 í gærdag rétt við Rauðafell. Tveir af vélsleðamönnunum héldu strax aftur í áttina að skálanum við Hlööufell og fjölmennt liö björgunar- manna hóf skipulagöa leit en alls tóku um 200 manns þátt í henni í gær- kvöldi og nótt. Svo virðist sem ungmennin hafi orðið aö snúa við í brekkunum viö . Miðdalsfjall og síöan fest jeppann viö Rauðafell en tvær skóflur fundust við hann. Veörið aöfaranótt mánudagsins var mjög gott fram til kl. 3 að br jálaö veður skall á með skafrenningi. Líklegt er talið aö ungmennin hafi yfirgefiö jeppann áöur en veðriö skall á og ætlaö annaöhvort í skálann viö Hlööufeil eöa til byggöa í Miðdal en í þá átt fór sporhundurinn Nonni í Hafnarfirði eftir áö hann kom aö jeppanum í gærkvöidi. Þjálfari hundsins sagði að vegna krapans og vatnselgsins sem flæddi um allt væri erfitt fyrir hundinn að átta sig. Ungmennin sem saknað er heita Gunnar Hjartarson, Inga Björk Gunnarsdóttir og Þröstur Guðnason. — s já nánar bls. 2 -FRI. Fjárlagaumræðan á Alþingi í dag: TEKJUR HÆKKA UM 3 MILUARÐA Verðbólga á milli ára veröur 28% og heildartekjur ríkissjóðs hafa hækkað viö endurskoðun um þrjá milljaröa króna. Áætlaður rekstrarhalli lækkar um 160—170 milljónir króna og verður 1,5% af heildartekjum. Gjaldahliö fjár- lagafrumvarpsins fyrir 1985 hefur hækkaö viö endurmat um 2,2 milljaröa króna. Rekstrarhallinn er 365 milljónir króna eöa 1,5% af heildartekjum. Áætlaður rekstrarhalli lækkar því um 160—170 milljónir króna frá fjárlaga- frumvarpinu. Þetta er það helsta sem kom fram við endurskoðun fjárlagafrumvarps- ins 1985 sem Albert Guömundsson f jár- málaráðherra leggur fram á Alþingi í dag. -ÞG. — sjá nánarábls.3 Samkomulag við flugræningj- anafsjónmáli — sjá erlendar fréttir bls. 9 Fróðleiksþorsti oghagnýttnám — sjá Tíðarandann bls. 34-35 Svarfdælskir bændurfá mýsnar íkaupbæti - sjá bls. 19 Svíarhrifnir afíslenskum veitingastööum — sjá bls. 5 Gottskipulag Grikkjakemur áóvart — Jón L. skrifarfrá ólympíuskákmótinu — sjá bls. 18 Vesturbæingar kljástvið niðurföll — sjá bls. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.