Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 1
38.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. DAGBLADID — VÍSIR 258. TBL. — 74. og 10. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984. Leitarmenn við Bronco-Jeppann við Rauðafeíl i nótt. Sporhundurinn er mættur á staðinn og hefur hafíð leit en lítiðgekk vegna veðursins. DV-mynd GVA. Mikil vonbrigði þegar leitarmenn komu að skálanum við Hlöðufell ínótt; Hér eru aðeins 2 menn sem komu á vélsleðum" Eftir 12 tíma baráttu við krapaelg, slæmt veður og afleitt skyggni tókst björgunarsveitarmönnum að brjóta sér leið úr byggð að skálanum við Hlöðufell i nótt en þangað vonuðu menn að ungmennin, sem saknað er á þessum slóðum, hefðu náð. Skilaboðin sem bárust í stjórnstöð leitarmanna í barnaskólanum á Laugarvatni kl. 1.30 i nótt voru: „HSR-1/Stjórnstöð/skipti; Erum komnir að Hlöðufelli. Hér eru einungis tveir menn sem fóru hingað ávélsleöum." Engar fregnir af ungmennunum en staðfest að vélsleðamennirnir Sigurður og Theodór frá Efstadal höfðu náð í skálann fyrr um daginn. Ungmennin þrjú sem saknað er, tveir piltar og ein stúlka á aldrinum 18—20 ára, ætluðu að keyra á Bronco-jeppa úr Þingvallasveit að Hlöðufelli og þaðan á Laugarvatn á sunnudaginn. Síðast sást til þeirra er rjúpnaskyttur ^ittu þau á sunnu- daginn, um þrjúleytið, við Skriðu- hnjúk en þá virtist rafmagnsbilun vera í jeppanum. Er ekkert hafði spurst til þeirra um tvöleytið aðf ara- nótt mánudagsins voru björgunar- sveitir kallaðar út og tókst vélsleða- mönnum úr Björgunarsveitinni Ing- unni að finna jeppann skömmu fyrir kl. 11 í gærdag rétt við Rauðafell. Tveir af vélsleðamönnunum héldu strax aftur í áttina að skálanum við Hlöðufell og fjölmennt lið björgunar- manna hóf skipulagöa leit en alls tóku um 200 manns þátt i henni í gær- kvöldi og nótt. Svo virðist sem ungmennin hafi orðið að snúa við í brekkunum við. Miðdalsfjall og siðan fest jeppann við Rauðafell en tvær skóflur f undust við hann. Veðrið aðfaranótt mánudagsins var mijög gott fram til kl. 3 að br jálað veður skall á með skafrenningi. Líklegt er talið aö ungmennin hafi yfirgefið jeppann áður en veðrið skall á og ætlaö annaöhvort í skálann við Hlöðufell eða til byggða í Miðdal en í þá átt fór sporhundurínn Nonni í Hafnarfirði cftir áð hann kom að jeppanum i gærkvöldi. Þjálfarí hundsins sagði að vegna krapans og vatnselgsins sem f læddi um allt væri erfitt f yrir hundinn að átta sig. Ungmennin sem saknað er heita Gunnar Hjartarson, Inga Björk Gunnarsdóttir og ÞrösturGuðnason. — sjá nánar bls. 2 -FRI. Fjárlagaumræðan á Alþingi í dag: TEKJUR HÆKKA UM 3 MILUARÐA Verðbólga á milli ára verður 28% og heildartekjur ríkissjóðs hafa hækkað við endurskoðun um þrjá milljarða króna. Áætlaður rekstrarhalli lækkar um 160—170 milljónir króna og verður 1,5% af heildartekjum. Gjaldahlið fjár- lagafrumvarpsins fyrir 1985 hefur hækkað við endurmat um 2,2 milljarða króna. Rekstrarhallinn er 365 milljónir króna eða 1,5% af heildartekjum. Aætlaður rekstrarhalli lækkar því um 160—170 milljónir króna frá fjárlaga- frumvarpinu. Þetta er það helsta sem kom fram við endurskoðun fjárlagafrumvarps- ins 1985 sem Albert Guðmundsson f jár- málaráðherra leggur fram á Alþingi í dag. -ÞG. — sjánánarábls.3 Samkomulag Wd flugræningj' anaísjónmáli — sjá erlendar fréttirbls.9 Fródleiksþorsti oghagnýttnám — sjá Tíðarandann bls. 34-35 Svarfdælskir bændurfá mýsnar fkaupbæti — sjá bls. 19 Svíarhrifnir afíslenskum veitingastöðum — sjá bls. 5 Gottskipulag Grikkjakemur áóvart — JónL.skrifarfrá ólympíuskákmótinu - sjá bls. 18 Vesturbæingar kljástvid niöurföll — sjá bls. 5