Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. Afálfum og tröllum varþar nóg. Berglind og félagar i Garp vildu leyfa litlu krökkunum að skemmta sér og slegið var uppballi. DV-myndir: KAE Og allir komust i þrumustuð. GLEÐIN SKEIN í GARÐALUNDI „Þaö er gaman aö leyfa litlu krökk- unum aö skemmta sér,” sagði Berg- lind Guðmundsdóttir, 15 ára unglingur í Garöabæ. Hún, ásamt stórum hópi jafnaldra, stóö fyrir furöufataballi í Garöalundi, félagsmiöstöðinni í Superman sveifinn á sviðið. Og menn mættu i sínu finasta og vel vopnaðir eins og Gunnar og Viðar Jökull „geimfari". Garðaskóla á sunnudag. I Garöalundi er starfandi klúbbur sem heitir Frjálsi klúbburinn Garp — í honum eru á milli 50 og 60 fjórtán og fimmtán ára unglingar. Þessi klúbbur er einn af mörgum í félagsmiðstöðinni. Krökkunum í Garp datt í hug nýlega aö halda skemmtun fyrir öll yngri börnin í Garöabænum og hófust handa viö undirbúning. Þeir heimsóttu aðra skóla, leikskóla og barnaheimili, sjálf- ir klæddir furöufötum og kynntu dans- leikinn og stuðiö. „Æðislega gaman,” sögöu allir sem rætt var viö á staðnum á sunnudag. Og skipti ekki máli hvort viðmælendur voru 3 ára eöa 15 ára. Enda var þrumu- stuö á geimförum, kúrekum, súper- mönnum, dansmeyjum og skessum. Hiö hressilegasta ungviöi sem skemmti sér saman. Þau eldri stjórn- uöu tónlist og öörum atriðum og leið- beindu í dansi og leikjum. Gott framtak hjá unglingunum í Garöalundi — sem þegið var fagnandi af yngri Garðbæingum. -ÞG. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Alþingi stofnar auglýsingastofu Þaö er ekki á hverjum degi sem alþingismenn gerast sölumenn og auglýsendur fyrir vörur og verslan- ir. Yfirleitt hafa þeir ekki stundað cnnur viðskipti en þau aö selja póli- tískar stefnur sínar og gengið mis- jafnlega. Sumir hafa að vísu verið iðnir við að selja pólitíska sannfær- ingu sína en það hefur þá verið gert í eiginhagsmunaskyni og á lítið skylt við þá sölumennsku sem verslunar- stéttin stundar. Nú eru ýmis teikn á lofti sem benda til þess að alþingismenn hygg- ist færa út kvíarnar. Þannig notaði Geir Gunnarsson, þingmaður Al- þýöubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, tækifærið í beinni útsendingu frá Alþingi til aö auglýsa handunnið konfekt frá Sviss sem fæst í verslun við Laugaveginn. Og á sama tíma birtast flennistór- ar auglýsingar frá skófabrikkum Sambandsins þar sem annar þing- maður Alþýðubandalagsins ásamt með Sverri iðnaðarráðherra Her- mannssyni klæðast Gefjunarskóm með brosi á vör. Iðnaöarráðherra sat sömuleiðis fyrir framan sjónvarpsvélarnar síð- astliðið fimmtudagskvöid með pappírskilju eftir Nikolai Gage. Nú cr bara að bíða og sjá hvaða bókabúð hefur haft hag af þessari sölubrellu hjá ráðherranum enda ekki á hverjum degi sem bækur eru lesnar í þrjá og háifan tíma samfellt í beinni útsendingu án þess aö les- andinn líti upp eitt augnablik. Það hlýtur að vera spennandi lestur og ekki að efa að bókin muni renna út. Af handunna konfektinu hans Geirs Gunnarssonar er það að segja að þingmaðurinn upplýsti að brátt verður önnur verslun opnuð ofar við Laugaveginn sem einnig kemur til með að selja svissneska konfektið. Verður ekki annað sagt en að komm- arnir hafi nælt sér í gott kosningamál með þessari konfektauglýsingu enda öllum ljóst aö atkvæðin fást því aðeins að kjósendum sé boöið upp á nógu mikið sælgæti. Með því að tileinka sér handunnið konfekt frá Sviss er enginn vafi á því að Alþýðu- bandalagið býður upp á hnossgæti sem hrífur. Eru nú góð ráð dýr fyrir hina flokkana. Það verður að minnsta kosti ekki séð hvernig Nói, Hreinn og Síríus, undir forystu Geirs Hallgrimssonar og íhaldsins, ætlar að keppa við handunnið konfektið eftir söluræðu Alþýðubandalagsþing- mannsins. Þessi sölumennska er greinilega ekkert einkaframtak Geirs Gunnars- sonar heldur skipuleg auglýsinga- sókn af hálfu Alþýðubandalagsins. Alltaf eru þeir frumlegastir, komm- arnir. Skóauglýsingin frá Gefjun með Steingrimi Sigfússyni tekur af öll tvímæli. Með lokkandi brosi og gljáandi skalla býður þingmaöurinn þjóðinni upp á Gef junarskó. Mjúkur er hann, segir komma- kappinn með öllum þeim auglýsinga- þokka sem prýðir hina menntuðu stétt módelanna. Og íhaldsráðherrann úr Ögurvík- inni beygir sig fimlega fram á vinstri fótinn og lýsir yfir samþykki sínu, rétt eins og skórinn sá handunninn eins og konfektið. Þetta eru auðvitað langmerkustu tíðindin af hinum pólitíska vettvangi. Ef Alþingi og alþingismenn eru sjálf- um sér samkvæmir væri eðlilegast að þingið stofnaði auglýsingastofu og nýtti sér jólabusinessinn á næstunni. Má þá sérstaklega benda á að auglýsingastofu, sem hefur yfir að ráða sextíu módelum, sem hafa það að atvinnu aö selja pólitíska sam- visku sína, verður ekki skotaskuld úr því að auglýsa og selja nærbuxur, svitakrem og baðsápur. Það verða f ínar auglýsingar. Segi menn svo að ekki sé gagn af alþmgismönnum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.