Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. 11 „Stighækkandi eignaskattur eræskilegur” — sagði Björn Líndal varaþingmaður í viðtali við DV Björn Líndal situr nú á þingi sem varamaður Haralds Ölafssonar fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Björn tekur þátt í löggjafarstörfum. „Eftir að hafa veriö á þingi í nokkra daga verö ég mest var við hvað störf þingmanna eru frábrugðin því sem menn almennt þekkja,” sagöi Björn um kynni sín af þingmennskunni. „Meginhlutverk þingmanna er að taka ákvarðanir og það setur sérstæöan svip á störf þeirra. Þingmenn verja drjúgum tíma í aö vinna málum fylgi, ná samkomulagi, miöla málum og jafna ágreining. Fljótt á litiö gæti virst sem þeir heföust oft lítið að en þaö virð- ist mér ekki vera rétt. Starfið er fyrst og fremst mjög sérstætt.” Þegar talið barst að hinni stóru pólitík, stjómarsamstarfi og stjórnar- stefnu, vildi Bjöm fara varlega í sak- irnar. „Eg er þess fullviss að það er vilji í báðum stjórnarflokkunum að halda samstarfinu áfram,” sagði Bjöm. ,,Að vísu em menn ekki alls kostar ánægðir með þróunina og margir hefðu viljað taka fastar á efnahagsmálunum. Þetta hefur valdið einhverjum óróa í flokkunum en blööin hafa gert úr þessu meira mál en efni standa til. Ég held aö flokksmenn í Framsóknarflokknum styðji sína menn til allra góðra verka í ríkis- stjórninni. Að mínu mati er afskaplega mikilvægt að ríkisstjómin átti sig betur á nauðsyn þess að jafna byrðunum betur niður á landsmenn á næstu mánuðum t.d. með álagningu stighækkandi eignaskatts.” Björn er nú yngstur þeirra sem nú sitja á þingi, 28 ára gamall. Leið hans til frama í stjórnmálum og stjórnkerf- inu hefur veriö óvenju skjót. Hann hefur nú um skeiö veriö deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Bjöm lauk lög- fræðiprófi frá Hí áriö 1981 en var þegar á námsáranum kominn til starfa í ráðuneytinu. Á háskólaárunumsagðist Bjöm hafa átt hlut aö stofnun Félags umbótasinna og starfað með þeim í upphafi. Björn sagðist ekki líta svo á að stúdentapólitíkin hefði reynst sér stökkpallur til meiri afskipta af stjóm- Björn Líndal, þingmaður Framsóknar- flokksins. málum. Aftur á móti væru öll félags- störf líkleg til að þjálfa menn til frek- ari átaka. Eiginkona Björns er Sólveig Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri hjá Gjaldheimtunni, og eiga þau eitt barn saman. Radarstöðvar: TÆKJABÚNAÐUR ENN ÓÁKVEÐINN — segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson „Enn hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um tækjabúnað ratsjár- stöðvanna,” sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson, deildarstjóri vamar- máladeildar. „Ef þær verða reistar verður tækja- búnaður þeirra boðinn út á vegum mannvirkjasjóðs Nató og óvíst hvaða tæki verða fyrir valinu. Minnst fjórir eða fimm framleiðendur koma til greina í Bandaríkjunum og Evrópu. Að þessar stöðvar þjóni ekki almennu flugi er ekki rétt. Nærtækasta dæmið er ratsjárstöðin í Rockville viö Kefla- vík, en hún hefur þjónað íslenskri flug- umferðarstjóm með miklum ágætum eins og flugumferðarstjórar sjálfir geta vitnaðum. Tilgangur stöðvanna er að auðvelda vamarliðinu að fylgjast með flugum- ferð fyrir norðan landið. Þar er gat í ratsjárkerfinu sem verið er að fylla upp í. Eðli þessara stöðva verður ná- kvæmlega það sama og þeirra stöðva sem starfræktar em hér nú þegar nema mun færri starfsmenn á þeim nýrri.” APH Inntökupróf í læknadeild? Svar Háskólans við ofmörgum stúdentum „Þetta em einfaldlega viðbrögð Há- skólans við öllum þeim stúdentum sem útskrifast hafa á undanfömum árum og ekkert rúm er fyrir í Háskólanum,” sagði Þorvaldur Ingvarsson, ritari í fé- lagi læknanema, en læknanemar hafa harðlega mótmælt hugmyndum sem uppi eru um að taka upp inntökupróf í læknadeild H.I. „Það hlýtur aö vera stórpólitískt mál að ákveöa að stúdentspróf gildi ekki lengur sem aðgöngumiöi aö Há- skólanum. Og hvers vegna þá að taka læknadeildina sérstaklega út? Eg hef grun um að svipaðar ráöagerðir séu uppi bæði í verkfræði- og lögfræði- deild,” sagði Þorvaldur. Hann bætti því við að læknanemar væm með til- lögur um að allir fengju að hefja nám í læknadeild, próf væm síðan haldin um jól og þá fengju þeir einir að halda áfram námi er næðu einkuninni 6,5 eða hærri. „Ef inntökuprófið verður að veruleika þýðir þaö einfaldlega að stúdentar verða aö lesa allt sumarið og missa þarmeö sumarvinnu ogtekjur.” Samkeppnin er slæm Hugmyndin um inntökupróf í lækna- deild er komin frá nefnd er í áttu sæti þeir Helgi Valdimarsson læknir, Þor- steinn Blöndal, kennslustjóri lækna- deildar, og einn læknanemi. Voru þeir Helgi og Þorsteinn í meirihluta og munu nú leggja til á deildarfundi í læknadeild í desember að inntökupróf- umverðikomiðá. „Mótmæli stúdentanna koma okkur á óvart því við héldum í raun að við værum aö gera þeim greiða með þessu,” sagði Þorsteinn Blöndal kennslustjóri í samtali viðDV. „Viö er- um að spara rúmlega 100 mannár sem fara í súginn þegar 150 nemendur inn- ritast í læknadeild og aðeins 36 fá að halda áfram. Einnig vakir fyrir okkur að uppræta þau samkeppnissjónarmið sem ríkja meðal nemenda þegar þeir Læknanámið verður æ torsóttara. Inn- tökupróf eiga að uppræta þann sam- keppnisanda sem ríkir meðal lækna- nema þegar 150 nemendur hefja nám og aðcins 36 fá að halda áfram. vita að aðeins 36 fá að halda áfram. Þeir keppast um að ná fremstu sætun- um við fyrirlestra, gera eigin glósur sem þeir sýna ekki neinum og þetta allt er óheillavænlegt uppeldi fyrir verðandi lækna sem verða að vinna í nánu samstarfi við aðra,” sagði Þor- steinn. Bamaiól 1984 EINSTAKLEGA FALLEGUR OG VANDAÐUR JÓLAPLATTI Jólaplattinn er úr vönduðu postulíni, kóbalt-blár að lit og á hann er málað með 24 karata gulti, af þýzku listakonunni Mel Wagner. Þetta er tilvalin gjöf, t. d. vegna barnsfæðingar eða i TÉIÍK- IÍKISTILI Laugavegi15 sími 14320 í fyrra seldust þeir allir upp. RÍKULEG ÁVQXTUN KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS | RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.