Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR27. NOVEMBER1984. 13 Kjallarinn Örlög ráðherrans Kjallarinn Nýkomiö er út októberhefti af Hag- tölum mánaðarins, sem ekki óviröulegri stofnun en Seölabanki Islands gefur út. Þar segir orörétt: „Þróun utanríkisviðskipta og greiöslujöfnuöur á fyrra helmingi ársins 1984 varö í heild mun óhag- stæöari en á sama timabili áriö áöur. Gjaldeyrisverðmæti vöruútflutnings jókst um 8,5% á móti 23% aukningu á vöruinnflutningi. Halli á vöru- skiptajöfnuöi á fyrra helmingi þessa árs reyndist vera 694 m.kr., en á sama tímabili áriö áöur var vöru- skiptajöfnuöur hagstæður um 619 m.kr. reiknað á gengi janúar—júní 1984. . . „Heildarútfíutningur jókst um 8,5%.”.. . „Þjónustujöfnuður varö því óhagstæður um 1897 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 536 m.kr. lakari útkoma en á sama -tímabiliáriðáður.”. .. „I nýlega endurskoðaöri þjóöhags- spá er nú með hliösjón af þróuninni á fyrra helmingi ársins spáð aö viðskiptahallinn á árinu 1984 veröi 3500 m.kr. og svarar þaö til um 10% af áætluðum útflutningstekjum og rúmlega 5% af þjóðarframleiöslu. Þarf útkoman á síðari hclmingi ársins aö vera tiltölulega hagstæð til þess að hallinn veröi ekki enn alvar- legri.” (Leturbreyting höfundar). Núverandi ríkisstjórn hefur frelsi að leiöarljósi, frjáls viðskipti, frjálsa samkeppni, frjálst framboö og hvaö það nú kallast allt. Frelsi f jármagns- ins er það víst. Frelsið er fagurt hug- tak en hefur fjölbreytilega merkingu. Fjárfest í steinsteypu íbúum landsbyggöarinnar dylst ekki aö fjármagn þjóðarinnar hefur í vaxandi mæli sogast til höfuöborgar- svæðisins. Þar er enn fjárfest í stein- steypu, höllum sem ekki gefa af sér neinn arð. Þar er fjármagni þjóöar- innar velt þannig aö það ávaxtar sig stöðugt í höndum færri og fjársterk- ari aðila. Frjáls fjárfesting úti á landi heyrir sögunni til. Hún á sér nú stað undir yfirskini bjargráða á afar- SVEINN JONSSON varaþingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Eitt logandi kerti getur kveikt í Brunavamir: • „Sjávarútvegurinn býr ekki við frjálsa viðskiptahætti og hefur því orðið undir í samkeppni við fjármagnið sem hann hefur þó átt mestan þátt í að skapa.” kjörum. Frumvinnslugreinamar greiöa okurvexti jafnframt því aö standa undir gjaldeyrisöflun þjóöar- búsins. Gjaldeyrisafli sjávarútvegs- ins er geröur upptækur af bankakerf- inu, sem síöan afhendir hann verslunarauðvaldinu til ráöstöfunar á óraunhæfu gengi. Sjávarút- vegurinn býr ekki viö frjálsa viöskiptahætti og hefur því oröiö undir í samkeppni um fjármagniö sem hann hefur þó átt mestan þátt í aðskapa. Viöskipti banka, verslunar og þeirra aðila sem velta fjármagni þjóðarinnar heyra undir viðskipta- ráðuneytið. Þar ræöur ráöherra Sjálfstæöisflokksins ríkjum. Hver er hann, hvaö gerir hann, hvar er hann? Þaö stjómleysi sem hlotist hefur af því frelsi f jármagnsins, sem hann hefur aö leiðarljósi, hefur or- sakaö þá stööu þjóöarbúsins sem lýst er af Seðlabankanum meö framan- greindum tilvitnunum. I lokin skal minnt á örlög Tómasar Arnasonar, fyrrverandi viöskipta- ráöherra Framsóknarflokksins. Hann varö fallkandídat í prófkjöri framsóknarmanna á Austurlandi fyrir síðustu kosningar í lok sinnar ráöherratíðar. Ráðherra Sjálfstæðis- flokksins veröur hins vegar ekki fall- kandídat. Sjálfstæðismenn á Stór- Reykjavíkursvæöinu hafa hagnast á ríkjandi ástandi meir en svo aö það geti gerst, þrátt fyrir að þaö sé svakalegra en nokkurn tíma viðskilnaöur fyrri ríkisstjómar. Sveinn Jónsson. (Þessa viku stendur barnaöryggis- nefnd JC Reykjavík fyrir áróðurs- herferö gegn slysum á börnum í heimahúsum og er greinin sem hér birtist í tilefni af því. Eldur er fyrirbæri sem viö getum yfirleitt stjórnaö og ráöiö viö og sem við höfum bæöi gagn og gaman af, t.d. kertaljós. En ef kertið kveikir í gluggatjöldum verður eldurinn laus og viö missum stjórn á honum. Þannig eldur kallast eldsvoði. Reykur er afleiöing eldsvoða. Reyk- urinn er bæði föst óhreinindi og hættulegar lofttegundir. Allur reykur getur veriö hættulegur sé honum andaö aö sér. I eldsvoða veröa menn lostnir skelfingu og tapa áttaskyni í reyknum. Síöan geta þeir kafnaö vegna súrefnisskorts eöa reykeitrunar. Reykur dreifist hraöar en eldur. Reykur er léttari en andrúmsloft og stígur því upp á viö. Ef þiö viljið verjast reyk, takið þá blauta tusku, haldið henni fyrir vitunum og skríöiö út eftir gólfinu. I blöndu með and- rúmslofti geta reyklofttegundir spmngiö. Ibúö getur þá á nokkrum sekúndum orðið eitt eldhaf. Verið því varkár þegar dyr eru opnaðar aö herbergi þar sem eldur er laus. RÚNAR BJARIMASON slökkviliðsstjóri. Loftiö sem streymir inn í herbergiö þegar þið opniö dymar getur nægt til aö óbrunnar lofttegundir springi. Reykingar Algengasta dauöaorsök viö elds- voða er kæruleysi við reykingar, einkum í rúminu. Oft er ástæöan einnig sú aö þeir sem sofna viö reykingar eru undir áhrifum áfengis. Algengast er að reykur sem kemur frá hægfara bruna í sængurfötum, bólstmöum húsgögnum eða þvíum- líku, innihaldi kolsýring sem veldur skjótu meðvitundarleysi og dauðinn reynist oft á næsta leiti. Hafiö þaö fyrir reglu að reykja aldrei í rúminu. Kæruleysi viö reykingar í öörum til- vikum er einnig algeng orsök elds- voöa. Margir tæma öskubakka á kvöldin í ruslafötu eöa pappírskörfu í þeirri trú aö glóöin hafi slokknaö. Þaö er margsannað aö glóð getur leynst í öskubakka án þess að maður veröi þess var. Tæmiö því ekki ösku- bakka í ruslið fyrr en daginn eftir. Fariö í eftirlitsferö um íbúðina áöur en þiö takiö á ykkur náðir, einkum eftir samkvæmi. Aðgætiö aö ekki liggi vindlingsstúfur á teppi eöa í húsgögnum einhvers staöar. Gætið þess aö kerti, luktir og annaö meö opnum eldi sé í öruggri fjarlægð frá gluggatjöldunum og öörum eld- fimum efnum. Varist sprittloga viö upphitun matarolíu og þess háttar. Olían getur ofhitnaö og gufan oröið alelda frá loganum. Látiö lok á og slökkvið á' brennara. Skiljiö aldrei eftir logandi kerti. Sé súgur í her- berginu geta gluggatjöld feykst yfir kertiö og eldurinn læst í þau og ,Látið börnin aidrei leika sór með eldspýtur.' „Algengasta dauðaorsök við eldsvoða er ^ kæruleysi við reykingar, einkum í rúm- inu.” kviknað í. Kertiö getur líka lekiö og brunnið niöur og kveikt í því sem þaö stendur á. Látiö börnin aldrei leika sér meö eldspýtur. Segið börnunum aö bera viröingu fyrir eldinum en hræðiö þau ekki um of meö honum. Eldurinn er vinur okkar en eldsvoðinn er óvinur. Kenniö bömum undirstöðuatriöi í brunavömum á unga aldri og bætiö síöan stöðugt viö þá þekkingu. Þau gera þaö sem fyrir þeim er haft. Brýniö fyrir börnunum þær hættur sem geta stafaö af fikti meö eld. Börnin eru fljót aö gleyma og því er nauðsynlegt aö endurtaka þetta viö þau aftur og aftur. Skapið bömunum hættuminna umhverfi. Veriö vakandi gagnvart hvers konar slysa- gildrum innan heimilisins. Öryggi bamanna er jafnframt ykkar öryggi. Rúnar Bjarnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.