Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. Spurningin Notar þú Ijósalampa? Sigurður K. Kolbeinsson nemi: Nei, ég hef aldrei notað slíkt. Eg vil fá eölilega og náttúrlega orku. Ingunn Öiafsdóttir húsmóðir: Nei, ég hef bara ekki efni á því. Eg fór einu sinni alltaf í ljós og geri þaö kannski aftur ef ég á peninga. Þorvaldur Gíslason trésmiður: Nei, svoleiðis nota ég ekki. Ég hef engan tíma til slíks og engan áhuga heldur. María Björk hársnyrtinemi: Ekki lengur. Ég fór einu sinni alltaf en það var bara of dýrt þannig aö ég hætti því. Kannski fer ég einhvern tíma aftur. Harpa Karlsdóttir, starfsmaður Tóna- bíós. Já, ég fer í ljós svona 1—2 í viku, án andlitsljósa. Eg er ekkert smeyk við húðsjúkdóma vegna þessa. Ásgeir Bragason plötusnúður: Já, ég tek svona 10 tíma á 2—3 mánaða tíma- bili. Þetta er mjög afslappandi, fyrir utan það hvað maður veröur brúnn. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Stofnum samtök ellilífeyr- isþega” Bjarni Guðbjartur Tómasson skrif- ar: Þegar við ellilífeyrisþegar veröum, eins og horfur eru í dag, að þola sífellt verri kjör og horfa á stéttaskiptinguna magnast er þá ekki kominn tími til að fara að huga nánar aö málum? Til er félag sem kennir sig viö aldr- aða en það er ekki tilbúið að standa vörð um hagsmuni okkar sé vá fyrir dýrum. Þaö er ljómandi gott að geta spilaö marías endrum og eins. Samt lifir enginn á því til lengdar. Þess vegna þurfum við að staldra við og íhuga hvort ekki sé rétt að stofna félag ellilífeyrisþega, hliðstætt því sem einstæðar mæður hafa stofnað. Viö getum tekið upp vinsamlega samvinnu við félag aldraöra sem fyrir er þó að við stilltum kröfum okkar upp eitthvaö á þessa leið: I fyrsta lagið viljum við einn líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn. I ööru lagi viljum við stöðugt verðlag og skiptir í því sambandi ekki máli hversu margar kr. eru í umslaginu heldur hversu mikið við fáum fyrir þær. I þriðja lagi burtu með alla vísi- tölu í hvaða formi sem hún birtist. Hafa verður í huga að atkvæði okkar eru mörg, þau eru sterkt afl og ef við Bjarni Guðbjartur Tómasson, hvatamaður að stofnun samtaka ellilif- eyrisþega. beitum okkur sameinuð þá þarf engu að kvíöa. Það er gamalt máltæki sem segir: Það dugar engin góðmennska þegar illt er aö ske. I krafti þess sem sagt er hér að framan skora ég á ellilíf- eyrisþega að sýna áhuga á því aö stofna eigiö baráttufélag. Djörfung er allt sem þarf og í góðri trú á þaö aö áhugi sé fyrir hendi læt ég símanúmerið mitt fylgja, en þaö er17352. Mikið fjarskalega er gaman að tala i sima. Það vilja lika flestir gera á kvöld- in vegna þess að þá er skrefagjaldið fræga helmingi lægra en á daginn. . ip fSalt IL&. 1V Jmi Slæmt símasamband við landsbyggðina Auður hringdi: Mig langar að vita hvernig stendur á því aö maður situr við símann klukku- tímunum saman og reynir að ná sambandi út á land og þetta ástand hefur varaö í marga mánuði. Skiptir þá engu hvort maður reynir aö hringja aö degi eða kvöldi. Svæðisnúmerin sem hér um ræðir eru 99 og 96 og ég hefði gaman af að vita af hverju þetta staf- ar. Brandur Hermannsson, deildartækni- fræðingur hjá Pósti og síma: „Eg hef heyrt um að erfitt hafi verið að ná til staöa með svæöisnúmerinu 99 en ekki hafa okkur borist kvartanir frá stöðum meö svæðisnúmerið 96. Eftir kl. 7 á kvöldin er eins og kunnugt er aðeins hálft skrefagjald þannig aö álagið á símakerfiö er mest eftir þann tíma. Einnig fer það eftir því hvaðan af höfuðborgarsvæðinu hringt er, hversu vel gengur að ná sambandi, t.d. höfum við heyrt að oft gangi erfiðlega að hringja út á land frá stöðum eins og Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti. Álagið á símakerfið hefur aukist frá ári til árs og segja má að við hér á Pósti og síma höfum vart undan að fjölga línum. 1 sumar var bætt viö línum til 99 svæðisins og einnig hefur verið fjölgað töluvert línum til svæö- anna 99, 93 og 96. Á næstu vikum og mánuðum verður svo fjölgað línum á svæðunum 94,96,99 og 93 þannig að viö erum alltaf að.” Sundlaugarnar í Laugardal: „Hryssingsleg framkoma afgreiðslukvenna” Gramur sundlaugagestur hringdi: Eg er einn af reglulegum gestum Sundlauganna í Laugardal og mig langar hér að minnast á atriði sem mér finnst mjög miður í sundlauga- ferðum mínum þangaö en það er hryssingsleg framkoma nokkurra af- greiðslukvenna. Nokkrar þessara af- greiðslustúlkna eru mjög dónalegar og frekar við sundlaugargestina bg ekki hefur maður séö bros á andlitum sumra í áraraðir. Það sem veldur því að ég tjái mig um þetta mál nú er að mér hreinlega ofbauð á dögunum þegar ég var einu sinni sem oftar á leiö í sund. Aðeins var þá ein stúlka aö af- greiða og var hún að tala í símann þegar ég kom inn. Hélt hún því áfram þó að auk mín biðu einir sex aðrir sundlaugagestir eftir afgreiöslu. Þegar hún svo loks lauk símtalinu af- greiddi hún okkur með gremjulegu fasi eins og bið okkar þarna við afgreiðslu- borðið hefði verið til að reka á eftir henni. Yfir svona löguðu getur maður ekki orða bundist. Eg er alls ekki að tjá mig um þetta mál til að valda við- komandi afgreiðslustúlkum ein- hverjum leiðindum, heldur aðeins til að minna á aö Sundlaugarnar í Laugardal eru þjónustufyrirtæki og eins og í öllum öðrum þjónustufyrir- tækjum þá á að sýna gestum a.m.k. kurteisi þó ekki væri annaö. Þetta dæmi mitt hér að ofan er alls ekki sett fram sem eitt einstakt tilfelli heldur er þetta því miöur reynsla mín af feröum mínum í laugarnar. Eg mun eftir sem áður halda áfram að fara í Sundlaug- arnar í Laugardal og ég vona að þessi umræða mín verði til þess aö vekja við- komandi aðila til umhugsunar um störf sín. Erfiðleikar einstæðra mæðra Einstæð móðir hringdi: Er ég hlustaði á orðagjálfur forsætis- ráöherra og annarra þingmanna um þessa svokölluöu stefnuræðu virtust allir ganga út frá því að lægstu laun vinnandi fólks væru 12—15.000 kr. á mánuði. En skyldu þessir herramenn vita aö ekki geta allar einstæöar mæður farið út á vinnumarkaöinn sökum dagvistunar- og dagmömmu- leysis? Eg er einstæð og atvinnulaus móðir með átta mánaða gamalt barn og bý í húsnæði Reykjavíkurborgar. Ég hef eitt herbergi út af fyrir mig og hef sameiginlegt eldhús og stofu með öðrum einstæðum mæðrum. Viö höfum 3444 kr. í meðlag og mæðralaun og þar af fara 3410 kr. í húsaleigu. Þá eigum viö eftir 34 kr. Svo fáum við 5854 kr. í framfærslueyri frá Félagsmála- stofnun til að fæða okkur og klæöa. Mér þætti gaman að vita hvort þessir herramenn gætu lifað á þessu heilan mánuð. Ef ekki, er þá ekki kominn tími til að veita meira fjármagn til dagvistunar- heimila svo að viö getum aö minnsta kosti farið út á vinnumarkaöinn og fengið þessar 12—15000 kr.?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.