Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 1
; í>, 1 Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIÐ — VISIR 259. TBL. — 74. og 10. ARG. MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984. Ólaf ur G. Einarsson, f ormaður þingflokks sjálf stæðismanna: Spádómar um kosn- ingar næsta vor „Vissulega, vissulega hafa heyrst spádómar um slíkt. Ef menn eru sannfærðir um aö breytingar á ríkis- stjórninni hafi verulega þýðingu til þess að hún nái sér á skrið á ný og þær breytingar nást ekki fram, er ekki nema eðlilegt að menn hugleiði alvarlega kosningar næsta vor,” segir Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks s jálfstæðismanna. „Það hefur dregist lengur en ég reiknaði með að menn tækju á þessum málum. Ástæðumar eru augljósar, stefnuræða og fjárlaga- ræða hafa dregist og menn hafa þess vegna veriö uppteknir. Eg verð að sætta mig við það. Þessar ræður hafa nú verið haldnar en samt eru málin ekki fullafgreidd. Mál ríkisstjómarinnar sjálfrar hafa ekki verið rædd ennþá í þing- flokknum. Og þar sem bæði forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra hafa lagt á það áherslu opinberlega að formaöur Sjálfstæöisflokksins komi inn í ríkisstjómina væri jafnvel eðlilegra að þessi mál yröu rædd fyrst á þeim vettvangi. Eg held aö mat þessara tveggja ráðherra segi allt um það hvaða þýðingu það hefur að taka þetta alvarlega. Við emm að tala um hvað sé heppilegt fyrir ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn til þess að ná þeim árangri sem fyrirheit voru gefin um. Eg er hins vegar sannfæröur um að þaö er ekki per- sónulegt kappsmól Þorsteins Páls- sonar að komast í ríkisstjóm. Við sjálfstæðismenn höfum kosið hann til forystu og það er það sem máli skiptir í þessu sambandi.” -HERB. . Dóttirin loks komin heim: Inga Björk Gunnarsdóttir og Maria Ingvarsson. DV-mynd GVA. MOÐIRIN BEIÐ EIN: i i i i i OUMRÆÐILEG GLEÐI EFTIR EITT SÍMTAL „Þaö er svo undarlegt eftir alla þessa innri baráttu að geta allt í einu glaðst óumræðilega eftir eitt símtal. Maður lýsir ekki þannig tilfinningu,” sagði María Ingvarsson, móðir Ingu Bjarkar Gunnarsdóttur, skömmu eftir að dóttirin var loks komin heim eftir óvenjulegt ferðalag. Undangengnir dagar voru ekki auðveldir fyrir móður-, ina eina heima, þar sem eiginmaður- inn er staddur erlendis en hjálplegir ættingjar vora þó alltaf á næstu grösum. „Síðasta vonartýran slokknaði eigin- lega hjá mér þegar ég frétti að krakk- arnir hefðu ekki verið í skálanum við Hlöðufell eins og menn höfðu vonað,” sagði María og knúsaöi dóttur sína að sjá einnig bls. 2 og baksíðu sér sem var að kynnast fjallaferðum í fyrsta sinn. „Það er annaðhvort að gera þetta almennilega eða bara sleppa því,” sagði Inga með glettnis- glampa í augum og næsta verkefni er að snúa sér að náminu í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. -EIR. Karvel skemmtir ii Otympíuskákmótið: Jafntefligegn Rúmenum — sjá bls. 27 Framkvæmdir áSuðurnesjum -sjábls. 34

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.