Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVJKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. Skipulagsmál á ASÍ-þingi: SKIPULAG ASÍ EKKI FYLGT ATVINNUÞRÓUN — sagði Þórir Daníelsson, f ramkvæmdast jóri VMSÍ „Eg er þeirrar skoöunar aö skipulag okkar samtaka hafi engan veginn fylgt atvinnuþróuninni svo sem nauðsynlegt var ef vel átti aö fara,” sagöi Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins, er hann flutti framsögu um skipulagsmál verkalýös- hreyfingarinnar á þingi ASI í gær. „Núverandi skipulag á einnig sinn þátt í þeirri innbyröis togstreitu, mis- klíö og misskilningi sem valdið hefur hreyfingunni ómældum erfiðleikum og tjóni og allt verður aö gera til þess að kveöa niður,” sagöi Þórir ennfremur. Hann benti á aö um þrjár leiðir væri aö ræða. I fyrsta lagi að viðhalda núver- andi skipulagi að mestu eöa öllu leyti. Þó yrðu geröar þær breytingar að landssamböndin yröu efld og ASI yröi samband landssambanda. öll félög yröu aðilar aö landssambandi viökom- andi greinar og stofnuö yröu lands- sambönd þar sem þau eru ekki fy rir. I ööru lagi nefndi Þórir aö breyta mætti öllu skipulaginu frá grunni þannig aö öll landssamböndin og Skerðingar- ákvæði vegna örorkustyrks felld niður Samkvæmt tillögu frá trygg- ingaráði hefur Matthías Bjama- son, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, óskaö eftir því viö Trygg- ingastofnun ríkisins aö skerðing- arákvæöi vegna örorkustyrks verði felld niður. Veröi nú ein- göngu miðaö viö eigin tekjur en tekjur maka ekki reiknaöar meö í dæmiö. I samtali viö DV sagöi Olafur G. Einarsson, formaöur trygg- ingaráðs, aö skeröingarákvæöin myndu falla brott nú um áramót- in. „Þetta er tvímælalaust mikið réttlætismál en kostar ríkissjóö fimm til sjö milljónir króna,” sagöihann. -EH meginþorri félaganna yröu hrein atvinnugreinasambönd eöa félög eöa aö Alþýðusambandinu yröi deildaskipt þannig aö atvinnugreinadeildir kæmu í stað landssambanda. I þriöja lagi sagöi hann aö mögulegt væri aö halda núverandi skipulagi hvaö félögin varöaöi en landssambönd- in yröu smám saman atvinnugreina- sambönd. Þá yröi ekki hróflað viö samnings- og verkfallsrétti félaganna. Félögin yröu þá deildaskipt meö form- legum eða óformlegum hætti eftir at- vinnugreinum og hver deild ætti síöan aöild aö viðkomandi atvinnugreina- sambandi. Þórir Daníelsson sagði aö ekkert væri því til fyrirstöðu aö innan sama landssambands væru fleiri en ein atvinnugrein ef þaö þætti henta betur. Þórir taldi aö síðasttalda leiöin hefði mestan hljómgrunn, það er aö stefna að atvinnugreinasamböndum án þess. aö hrófla viö félögunum. Smáfélög gagnslítil Helgi Guðmundsson, Akureyri, sagöi að breytingar á skipulagi myndu ekki gagnast nema gerðar yröu breytingar á starfsháttum um leiö í því skyni aö auka virkni félaganna. Hann gat þess aö athugun heföi leitt í ljós aö innan ASI væri nú fjöldi smárra félaga sem hefðu engan kost á að veita félags- mönnum sínum nauösynlega þjónustu. Um 20% af félagsmönnum innan ASI væru í verkalýösfélögum sem hefðu innan viö 100 félagsmenn. „Svo smá félög eru nánast gagnslaus eöa aö minnsta kosti gagnslítil,” sagöi Helgi. Helgi Guömundsson sagöi að við um- ræöur um breytingu á skipulagi ASI þyrfti aö hafa í huga að félögin yröu stækkuö þar sem þess væri nokkur kostur. Vitnaöi hann til félaganna í Eyjafiröi sem fordæmi fyrir því. Hann taldi einnig nauösynlegt aö ófag- læröir og faglæröir næöu saman meö einum eöa öörum hætti innan sömu at- vinnugreinar því þaö sem sameinaöi innan atvinnugreinarinnar væri meira en þaö sem sundraði. Hann gat þess einnig aö stofna mætti fleiri' lands- sambönd og nefndi sem dæmi lands- sambönd starfsmanna í opinberri þjónustu og starfsmanna í einkaþjón- ustu. Síöari hluti umræöunnar um skipu- lagsmál fer fram á þriöjudag og er bú- ist viö að það mál veröi afgreitt meö því aö setja nefnd í málið fram að næsta þingi. ÓEF. Bremsuförín mældust 65 metrar Lögreglunni í Reykjavík var í gær tilkynnt um aö stórum amerískum bíl væri ekiö inn Sætún á ofsahraða. Ekki kom til þess aö hefja þyrfti leit aö bíln- um eöa ökumanninum því ökuferö hans lauk á ljósastaur við Laugalæk. Hefur hraöinn á bílnum veriö mikill því breipsuförin á gatnamótunum mældust 65 metrar. Bíllinn stór- skemmdist viö áreksturinn svo og staurinn en ökumaöur bílsins slapp meðskrámur. -klp-/DV-myndS. ASf-þingið:, Hart deilt — um lagabreytingar Miklar og heitar umræður urðu um tillögur til lagabreytinga á ASI þingi í gær er fólu í sér aö fjölga í miöstjórn ASI og bæta viö öörum varaforseta. Miðstjóm ASI haföi lagt fram tillögu um aö fjölga í miðstjóminni um 3 fulltrúa auk annars varafor- seta en Aðalheiöur Bjamfreðsdótt- ir formaöur Sóknar lagði fram til- lögu ásamt fleirum um aö fjölga miðstjómarfulltrúum um fimm auk annars varaforseta. Taldi hún þessa f jölgun nauðsynlega ef konur ættu að skipa þriðjung miöstjórnar í samræmi viö fulltrúatölu á þing- inu. I miðstjóm ASI sitja nú 13 full- trúar auk forseta og varaforseta ASI. Guðmundur J. Guðmundsson formaöur VMSI hvatti til aö tillaga AÖalheiÖar yröi samþykkt og taidi aö þaö yrði langsamlega farsæl- ast aö fjölga fulltrúum í miö- stjórn í samræmi við hennar til- lögu. „Það væri aumingjaskapur að þora því ekki,” sagöi Guömund- ur. Vmsir létu í ljós þá skoöun aö það væri óþarfi aö fjölga í miö- stjórn til þess að koma konum aö, þeir sem sætu í miðstjóminni ættu þar ekkert fast sæti, þannig aö þá mætti feUa út. Á móti komu þau rök aö fulltrúar landssambandanna ættu aösitja í miðstjórninni. Jökull Guðmundsson, Akureyri, sagði að ástæða væri til að óttast aö eftir að miðstjómin væri oröin svona stór myndi hún sjá ástæöu til aö kjósa' sér framkvæmdanefnd. Þannig færöust völdin á fárra hendur og til manna á þéttbýlis- svæöinu viö Reykjavík. Þá yrði ávin'ningurinn af því aö fjölga kon- unrttU lítils. /Kolbeinn Friöbjarnarson á /Siglufiröi sagði að formenn lands- sambanda ættu engan rétt á aö sitja í miöstjóminni. Þaö væri and- stætt stjómarskrá sem tryggði mönnum jafnan kjörgengisrétt. Hann sagöi aö þessar tillögur um fjölgun væm að undirlagi stjórn- málaflokkanna sem ekki vildu missa sín hlutföll í stjórn ASl. Hann sagöi að þetta væru mafíu- vinnubrögð. OEF j dag mælir Dagfari______________j dag mælir Dagfari______ í dag mælir Dagfari Óflokkspólitískt ASÍ-þing Eins og allir vita er Alþýðusam- band íslands ópólitískt meö öllu. Þar vinna menn með hagsmuni heild- arinnar og alþýðunnar í huga, ofar öllum flokkspólitiskum ítökum. Al- þýðusambandið er fjöldahreyfing hins vinnandi fólks og stjórnar sér sjálft í samræmi við þær kröfur sem spretta upp hjá hinum óbreytta launa- manni. Forysta ASÍ dregur dám af þessu jarðsambandi og velur sér foringja í samræmi við feril þeirra og frammistöðu innan vébanda verkalýðsfélaganna. Það er af þessum ástæðum sem ís- lenskur verkalýður hefur valið sér tvo viðskiptafræðinga til forystu, þá Ásmund Stefánsson og Björn Þór- hallsson, valinkunna og ópólitíska verkalýðssinna, sem njóta óum- deilds trausts hins almenna launa- tnanns. Þeir eru forseti og varafor- seti en auk þeirra sltur fimmtán manna miðstjórn í ASÍ, sem einnig er skipuð valinkunnum verkalýðs- foringjum, hverjum úr sinni áttinni. i allri þessari forystusveit er þess vandlega gætt að flokkspólitískra áhrifa gæti ekki og er það gert með þeim hætti að skipta miðstjórnar- sætum samviskusamlega á milli þeirra sem f lokkspólitískir eru. Fyrir ASÍ-þingi liggja mörg og mikil úrlausnarefni. Má þar meðal annars nefna að í kjölfar nýgerðra kjarasamninga var ríkisstjórnin svo elskuleg að fella gengið af þvilíkum myndarskap að kjarabæturnar voru nánast aftur teknar í einu vetfangi. Sumir héldu að það mál yrði nokkuð ofarlega á baugi. Enn sem komið er, hefur sú kjaraskeröing þurft að vikja fyrir öðru mikilvægara hagsmuna- máli. Þar er um að ræöa skipulags- mál og miðstjórnarkjör. Af fréttum að dæma, sýnist sá vandi vefjast mjög fyrir þingheimi og það að vonum, enda laukrétt, að kjarabar- áttan skilar litium árangri meðan ekki er vitað hvort miöstjórnin er skipuð nítján eða tuttugu og einum. Upphaflega mun það hafa ráðið mestu aö kjósa þyrfti konu sem vara- forseta. Ekki var talið nauðsynlegt að sú kona væri viöskiptafræðingur eða sérhæfð } bókhaldi og auðvitaö mátti hún ekki vera flokkspólitísk frekar en þeir Ásmundur og Björn. En með kjöri kvenmanns í miðstjórnina kom fljótt í ljós að hin óflokkspólitísku valdahlutföll röskuðust úr hófi og því þarf að bæta við fleiri körlum í hlutfallinu tveir á móti einni. Allt hefur þetta leitt til þess að nú er helst deilt um það á ASÍ-þingi hvort fjölga skuli í miðstjórn um fjóra eða sex og fylgist alþjóð spennt meö málalokum. Gefur augaleið að hvor leiðin sem valin verður mun hún ráða úrslitum í verkalýðsbaráttunni um ókomin ár. Stjórnmálaflokkarnir hafa staðið utan við þessa hatrömmu deilu. Af tillitssemi við hlutleysi ASÍ, hafa formenn stjórnmálaflokkanna boðið sínum mönnum til sérstakra há- degisverða og látið fulltrúana borga fyrir sig sjálfa. Þetta er að sjálf- sögðu ekki afskiptasemi af ASÍ- þingi, heldur óformleg liöskönnun til að ganga úr skugga um að valda- jafnvægi og óhlutdrægni megi áfram víkja. Svona rétt eins og menn hnykla vöðva án þess að hafast frekar að. Enda er slíkt í rauninni óþarft með öllu, þegar ASÍ-þing hefur ákveðiö að brýnasta úrlausn- arefni þess sé að skipa konu í nýtt varaforsetaembætti. Konur eru óflokkspólitískar og gera engum mein. Kjarabarátta hlýtur að víkja fyrir því forgangsverkefni. Um leið og ASl-þingi eru sendar baráttu- kveöjur, er vonast til þess að þingið leiði farsællega til lykta það megin- verkefni sitt að útkljá, hvort fjölga skuli í miðstjórn um fjóra eða sex. Og svo að þeir finni rétta konu. Það skiptir öUu. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.