Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. Hár Krístinar var allt þynnt frá rót og út i endo. Endar litaðir Ijósir sem gefur kiippingunni meira iif. Siðan fingurblásið og þæft með hjálp froðu og háríakks. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hár Ragnheiðar var strípað Ijóst. Síðan var hárið styttukiippt og endar þynntir tilað fá lóttleika. Hárið siðan fingurblásið með hjálp froðu. Hár Ingu er allt klippt mjög stutt og þynnt frá rót og út i enda. Hárið er lýst uppiá kollinum og lýsingin látin deyja út i hliðum og hnakka. Hárið erþæft með froðu og einnig mótað með froðu ikringum andlitið — þ.e. tjásurnar. HÁR- TÍSKAN í — nyjar línur f rá „Stuhr” Hár Kristínar var klippt mjög snöggt i hnakka og i hiiðum, en skildar eftir langar tjásur til að mýkja linuna. Toppurinn er hafður mjög síður og lýstur i endana. Hár hennar er náttúruliðað og þarf þvi aðeins að léttblása hárið og túbera toppinn. Hár Bjargar er kiippt jafnsítt og allt lýst litillega. Únnur hliðin og toppurinn er þynnt frá rót og út i enda. Hár hennar er blásið og toppurinn erþæfður með froðu og einnig mótað með henni íhliðum. O V/Myndir KAE Islenskt hárgreiðslufólk fer mikið út til annarra landa á hin ýmsu námskeiö til að kynnast því nýjasta í hártískunni og er nú mikið að aukast að eigendur hársnyrtistofa hvetji starfsfólk sitt til að fara og jafnvel taka eigendumir' eitthvaö þátt í kostnaðinum sem því fylgir. Pálína Sigurbergsdóttir, eigandi ValhaUar í Oðinsgötu 2, sendi nýlega tvær stúlkur frá sér til Kaupmanna- hafnar til aö taka þátt i námskeiöi sem hið þekkta fyrirtæki ,,STUHR” hélt. Fengu þær síðan að vera á stofunni hjá þeim úti í Kaupmannahöfn um tíma. Að sögn Pálínu komu þær stöllur, Herdís og Kristín, með miklar nýj- ungar til baka sem þær lærðu úti. „STUHR” kynnti haust- og vetrarlín- urnar og sömuleiöis sérstaka klippi- aðferð. ,,Fyrst og fremst er lagt upp úr að láta hárið vaxa og lagast eins og þaö vill. Þaö þarf verulega að spá í klippinguna áður en verkið hefst. Sé maður með réttu klippinguna er auöveldlega hægt að þvo sér og háriö fellur í réttar skorður án þess að taka þurfi mikinn tíma í að greiða, blása og krulla. Nýjar línur koma og fara og tískan breytist og kemur aftur í nýju formi eða gamlar línur skjóta sér alltaf upp en þó méð breyttu sniði. Ekki viljum viö vera öll steypt í sama mótið og því er mikilvægt að undir- strika persónúleika og andlitsfall hvers og eins meðklippingunni.” Pálína> hefur rekið stofu í 25 ár. Fyrstu tíu árin var önnur sem rak stofuna með henni á Tjamargötunni en síðan fluttist Valhöll á Oðinsgötu 2 þar sem hún er nú. Þrjár stúlkur vinna hjá Pálínu: Herdís Þorsteinsdóttir, Kristín Sigurbjömsdóttir, og Sigrún Kjæme- sted. Pálína læröi sjálf á stofu sem hét „Ondúla” sem ekki er til lengur en sú stofa var stofnuö einhvern tímann um aldamótin. Pálína sagði að sér þætti alltaf jafngaman að standa í þessum rekstri en númer eitt er að fylgjast með nýjungum og vera móttækilegur fyrir þeim. „Gífurlegar breytingar hafa átt sér stað í þessu síðan ég byrjaði. Til dæmis vora ekki til hárrúllur þegar ég var að læra heldur var unniö með klipsum.” Pálína sagðist vera í alþjóöasamtök- um hársnyrtistofueigenda „Inter- coiffure” sem væru mjög góð og skemmtileg. „Við eram níu í þessum samtökum frá Islandi en samtökin hafa aðsetur í París. A næsta ári verður alþjóölegt mót í Mónakó en þar næsta ár — 1986 — verður haldiö Norðurlandamót hér á Islandi. Nú er jólin nálgast er ekki úr vegi aö birta nokkrar þeirra lína sem Herdís og Kristín kynntust úti hjá „STUHR” og era allsráðandi í tískuheiminum í dag. Mikiö er um strípur — ekki bara þessar heföbundnu strípur, heldur eru oft hafðir tveir litir eða fleiri sem gefa hárinu falleg litbrigði. Strípurnar eru mikiö látnar í endana aðeins en ekki alveg niður í rót eins og venjulega tíðk- ast, og þynnt frá rót og út í enda í hnakka. Hár karimanna virðist fara síkkandi miðað við sem áöur var. Snöggklipptir í hnakkann og afgangurinn í tagl er algeng sjón víða í Evrópu. Stuttar og klassískar herraklipping- ar era einnig til faUegar og er mikið um litanir meöal karlmanna einnig. KrakkakUppingar miöast við að krökkunum Uði sem best, sagði Pálína. Pálína sagði að böm kæmu jafnt sem fullorðnir á öHum aldri. Myndirnar sem hér fylgja eru sýnis- horn af tískunni í dag. Snyrtistofan Mandý sá um snyrtingu á módelunum sem sátu fyrir hjá blaðamanni og ljós- myndaraDV. -JI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.