Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bresk verslunarlög: Strangtrúaðir tán- ingar ógna kristnum Táningar með Kaiashnikov riffia eru enn víða yfirvaidið í Libanon þrátt fyrir að herinn reyni nú að taka völdin i sinar hendur. Líbanon: öfgasinnuðum múhameðstrúar- mönnum hefur mjög vaxið fiskur um hrygg i Líbanon sem annars staöar hin síðustu ár. Þetta hefur haft mikil áhrif á daglegt lif kristinna manna i Líbanon þar sem áhrif þessara heitu áhangenda spámannsins eru sem mest. I hafnarborginni Tripoli í Líbanon búa kristnir og reyndar hægfara múhameðstrúarmenn einnig við öryggisleysi og kvíða vegna strang-! trúarmannanna. Bæði samfélögin hafa orðið fyrir nýjum þrýstingi frá herflokkum sem hafa boöskap sinn frá strangtrúarpredikaranum Sheikh Saeed Shaaban. Múhameðska sameiningar- hreyfingin hans, sem í daglegu máli kallast Tawheed, hefur haft yfirráð yfir Tripoli síðan menn hennar ráku Yasser Arafat og menn hans frá borginni á síöasta ári. Táningar í svörtum kuflum, meö höfuðföt og Kalashnikov árásarriffla í höndum, sjá til þess aö banni við sölu vínanda í verslunum og veitingahúsum sé framfylgt. Ibúar segja aö maður hafi látið lífiö nýlega þegar Tawheed menn hýddu hann fyrir drykkju. „Okkur finnst við ekki vera óhultir í þessari borg,” sagði einn kristinn embættismaður í menntakerf inu. Hann sagði frá því hvernig Taw- heed strangtrúarmenn meö riffla í hendi hefðu ruðst inn í skóla krist- inna manna og hótað öllu illu ef skól- inn kenndi ekki kenningar Kórans- ins, biblíu múhameöstrúarmanna. Fyrr í þessum mánuði var kunn- gert samkomulag trúarleiðtoga kristinna og múhameðskra. Sam- kvæmt því á aö kenna bömum múhameðstrúarmanna úr Kóranin- um í kristnum skólum. En margir múhameðstrúarmenn segjast frekar vilja taka böm sín úr skólanum en að þeim verði kenndar kennisetningar Tawheed manna. Strangtrúarmaðurinn Shaaban sagði fréttamanni aö það væri ekkert nýtt að kenna trúarsetningar Islams í kristnum skólum. ,,Við erum aöeins að endurvekja réttindi sem var stolið frá okkur,” sagði hann. .^ögulega hefur kristn- um liðið miklu betur undir múhameðstrúarmönnum en múhameðstrúarmönnum undir kristnum. Islam varði kristna menn í 14 aldir en þegar kristnir náðu völdum þá köstuöu þeir múhameðs- mönnum burt af svæðum sínum... Þeir þurfa ekkert að óttast. Kristnir menn meðal okkar í Tripoli eru ekki i neinnihættu.” En margir kristnir menn hafa flúið Tripoli á undanförnum árum. Sér- staklega fóru margir þegar borgara- striðið geisaði 1975—76. Þá böröust vinstrisinnaðir múhameðstrúar- menn við kristna hægrimenn í nágrannabænum Zghorta. Fyrir þá bardaga voru kristnir um fimmtungur íbúa borgarinnar sem voru um 250.000 talsins. Ekki er vitað hve margir eru eftir. Embættismaöurinn kristni sagði að fyrir 1975 hefðu um 80 prósent nema viö einn skóla kristinna manna verið kristnir en nú væri hlutfalliö 50 prósent. Þannig væri það víðar. Til aö reyna að halda öfgamönnum í burtu hafa trúarleiðtogar kristinna beðið hina hefðbundnu leiðtoga múhameðstrúarmanna, múftana, að taka að sér trúarkennsluna. Elias Korban, erkibiskup innan grísk- orþódox kirkjunnar, sagöist vonast til að múftamir myndu sjá til þess aö kennaramir létu sér nægja að kenna trúarsetningar en kæmu ekki nálægt stjómmálum. Vei þeim sem selur perur í dósum á sunnudögum Nú er næsta víst að ensku lögin sem banna sölu á flestum vömm á sunnudögum verði afnumin á næsta ári. Það þýðir að Bretar geta þá keypt sér Fish and Chips á sunnu- dögum án þess að br jóta lögin. Vitað er að kaupmannsdóttirin, Margrét Thatcher, styður tillögur um að leyfa verslunum að hafa opið allan sólarhringinn, aila daga vik- unnar, þrátt fyrir ýlfur og gól starfs- manna verslana og trúarhópa. Ef tillögumar verða að lögum myndi þaö þýða afnám vanvirtustu lagabókstafa Bretaveldis, furöu- legra takmarkana á sunnudags- verslun sem allur almenningur hlær aö eða virðir fullkomlega að vettugi. Samkvæmt þessum lögum mega verslanir selja rakvélarblöö til að skera grænmeti með en ekki til að nota viö rakstur. Neytendur geta keypt varahluti fyrir bíla eða flug- vélar en þeir mega ekki kaupa sér skó. Þeir mega kaupa klámtímarit en ekki biblíur. Vínanda er leyfilegt að selja og kaupa en ekki gos. Það þýðir að þú mátt kaupa þér viski en ef þú ætlar aö fá þér kók út í það ertu orð- inn lögbrjótur (fyrir utan brot á al- mennu velsæmi með því að blanda þannig guðaveigarnar). Verslanir mega ekki selja fisk með frönskum á hvíldardeginum en ef þú getur látið þér nægja kínverska vor- rúllu til að taka meö þér þá er það allt í lagi. Sala á vorrúllum er leyfð. Svona heldur listinn áfram. Apótek- arar geta selt höfuðverkjartöflur en ekki grænsápu eða tannkrem. Fersk- ir ávextir og frosnir fá náð fyrir augum laganna varða en vei þeim’ sem ætlar sér að selja perur í dósum Ferskt grœnmeti, það eriiagi. En eru nokkrar perudósir á staðnum? i sunnudagseftirrétt. Perumar mega reyndar heldur ekki vera í krukkum. Lög um verslunarhætti frá 1950 fela í sér þessi og önnur furðulegheit. Lögunum var upprunalega ætlað að einfalda völundarhús þáverandi lagabálka án,þess aö eyðileggja hinn hefðbundna breska sunnudag en leyfa samt sölu á nauðsynja vamingi. Lagasetningin mistókst herfilega. Sautján máttvana tilraunir hafa verið gerðar í þinginu til að skáka lög- unum. Allar hafa þær misheppnast. Mörg staðaryfirvöld neita aö fylgja lögunum eftir. En nú er byrjaö að hilia undir að aðdáendum Fish and Chips, sem ekki borða vorrúllur, takist að afnema höftin. Nefnd á vegum stjómarinnar lagði til nýlega að leyft verði að versla á öilum tímum alla daga ársins. Leon Brittan innanríkisráðherra sagöi þó aö stjórnin myndi athuga vandlega viðbrögð við ráðleggingum nefndar- innar áður en farið væri út í aö breyta lögunum en embættismenn segja að þeir búist fastlega við að frumvarp sem innihaldi flestar eða allar tillögur nefndarinnar verði komið á borð þingmanna á næsta ári. Innanríkisráðherrann þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðunum. John Flood, varaaöalritari verka- lýðsfélags verslunarfólks, sagðist hafa lagst í þunglyndi þegar hann heyrði fréttirnar. „Jafnvel á Viktoríutímanum fengu verslunanmenn fri á sunnudögum,” sagði hann. „Stjórnin vill færa klukkuna aftur um marga manns- aldra. Við vitum að það sem gerist verður að verslunarmenn munu þurfa að vinna bæði á laugardögum og sunnudögum ef lögunum verður breytt.” „Félagið til verndar hvíldardegin- um” setti einnig á sig snúð. „Ef stjómin reynir að þrýsta þessu í gegn erum við óhræddir að slást við hana,” sagði í tilkynningu frá félag- inu. Það hefur barist í 150 ár fy rir því að halda hvíldardeginum heilögum. Talsmaður rómversk-kaþólsku kirkjunnar lýsti einnig yfir áhyggj- umsínum. En stórar verslanakeðjur fögnuðu ráðleggingum nefndarinnar. Stuöningsmenn afnáms laganna sögðu að með því að leyfa sunnu- dagsverslun mætti skapa 20.000 ný störf. Nefndin varaði samt við að margar smáverslanir myndu ekki standast samkeppnina við stór- verslanimar veröi breytingarnar gerðar. Sumar stórverslanir komast upp meö aö viröa núverandi lög að vett- ugi. Ein keðjuverslun sem selur heimilisáhöld hefur farið fyrir dóm 500 sinnum og verið sektuð um sam- tals sex milljónir króna fyrir að hafa opið á sunnudögum. En verslunin segir það vera ódýrara fyrir sig að borga sektimar en aö hætta að hafa opið á sunnudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.