Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 12
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 12 Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. ! Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI ÓBÓ&ll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI •27022. Afgreiösla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 19. ^^sknftarverð^mánu^7^<i^VerðTilausasöli^M<r^^^5laai^la^^^^^^^^| Reynslan af ASÍ-forystunni I tengslum við þing Alþýðusambandsins hljóta laun- þegar að íhuga, hversu góð forysta ASÍ hefur verið. Hvað hefur gerzt? Launþegar hafa orðið fyrir búsifj- um í nýlegri kjarabaráttu. Þeir sjá, aö sú aukning kaup- máttar, sem varð eftir kjarasamningana, er að mestu afmáð eftir gengisfellingu og verðbólgu. Þeir sjá, að kjara- barátta þeirra hefur orðið til lítils. Þetta er ömurleg niður- staða. Er unnt að kenna forystu Alþýðusambandsins um, hvemig farið hefur? Svarið er nei. Launþegar búa við illan leik eftir síðustu kjarasamn- inga. En réð ASI þeim? Nei, það var BSRB og fjármála- ráðherra, sem réðu feröinni. Launþegar eru reiðir. En sú reiði á ekki að bitna á for- ystumönnum í Alþýðusambandinu. Þeir gerðu sitt bezta. Þegar spurt er, hvort endurkjósa eigi forystumenn í ASI, vilja launþegar vita, hvort þessir menn hafi staðið sig vel eða illa í karabaráttunni. Lítum því á það, sem gerzt hefur á þessu ári. Meirihluti launþega stóð tvímælalaust bak við forystu Alþýðusambandsins, þegar samningar voru gerðir um litlar kauphækkanir síðastliðinn vetur. Ríkisstjórnin hafði þá stórlega skert kaupmátt launa. En almenningur var ekki reiöubúinn að brjóta þá stefnu á bak aftur. Um það má vitna til skoðanakannana DV, sem sýndu, aö mikill meirihluti landsmanna studdi enn ríkis- stjórnina. Forystumenn ASI sáu fljótt, að ekki var grund- völlur fyrir meiriháttar átökum. Þeir ákváðu því að semja á þeim nótum, sem ekki kollvarpaði stefnu ríkis- stjórnarinnar, að vísu örlítið hærra en stjórnin hafði sagt, að gott væri. Þetta var rétt afstaða hjá ASl-forystunni á þeim tíma. Almenningur vildi enn gefa ríkisstjórninni tækifæri og launþegar vildu bíða átekta. ASl-forystan1 verður ekki sökuð um að hafa misst af neinu tækifæri eins i og mál stóðu. Sagt hefur verið, að launþegar séu sáróánægðir með kjarasamningana nú í haust. Forysta Alþýðusambandsins þarf ekki að verða fyrst til að stofna til baráttu og „manna götuvígin”. Lærdómur kjarabaráttu síðustu ára ætti að vera, að reyna þarf að auki kaupmáttinn, krónutöluhækkanir fara lönd og leið. Forysta ASI um þessar mundir hefur tekið viturlega á! málum. Hún hefur hverju sinni leitað leiða til að auka kaupmáttinn. Þetta er til lengdar affarsælla en upphlaup og hörð kröfugerö. Forysta ASI var til dæmis nú í haust reiðubúin til að fara skattalækkunarleiðina í stað krónu- hækkunarleiðarinnar. Nú skilja væntanlega allir, að: lækkun skatta hefði fært launþegum raunhæfar kjarabætur. Hún hefði knúið ríkisstjórnina til að taka ábyrgð á samningunum. Þá hefði ekki komið til mikil gengisfelling og verðbólga, sem eyðir aukningu kaup- máttar. Forysta Alþýðusambandsins var reiðubúin aði fara þessa leið til að bæta hag launþega með raunhæfum hætti, en aðrir hindruðu. Þar má nefna, hversu seint og illa ríkisstjórnin brást við. Einnig höfðu forystumenn BSRB öðrum hnöppum að hneppa og knúðu fram krónu- hækkanir. Það var ekki sök ASI. Launþegar geta verið nokkuð sáttir við núverandi forystu ASI. Þessi daémi sýna, að hún hefur verið á réttri leið. Flokkspólitík hefur litlu ráðið um gerðir forystunn- ar. Ásmundur Stefánsson hefur sætt ámæli úr röðum hörð- ustu manna Alþýðubandalagsins og Bjöm Þórhallsson hefur aldrei orðið leiksoppur Sjálfstæðisflokksins. Haukur Helgason. OV Svona menn eiga heima á forngripasafni Það er kannski engin nýlunda að samtök kvenna fái kaldar kveöjur frá karlkyninu í þessu landi. Við það hafa þau lengst af mátt una, þau hafa verið kölluð „kerlingafélög” með vissum hæðnistón og tilheyrandi háðsglotti jafnvel af þeim sem annars hafa talið sig róttæka í stjóm- málum og talið sig vilja hlut kvenna sem mestan þar fyrir utan, en þær eiga samkvæmt hefð að halda sig í eldhúsinu og hlusta bljúgar, undir- gefnar og þakklátar á „Fósturlands- ins Freyja” á hátíðum og tyllidögum en ekkert vera að vasast í félags- málum. Það voru því ýmsir sem ekki bjuggust viö miklu þegar Samtök um kvennalista buðu fram til Al- þingis við síðustu þingkosningar, peningalausar konur, málgagns- lausar og lítt undir slíkt búnar að því er virðast mátti. Þegar þessar þrjár konur, sem samtökin komu á þing, settust inn á þá virðulegu samkomu brá hinsvegar svo viö aö þær ástund- uðu miklu heiðarlegri vinnubrögð en menn höföu átt að venjast. Þær settu1 sig vandlega inn í hvert mál og tóku afstööu samkvæmt lögmálum hinnar hagsýnu húsmóður, að vandlega yfirveguðu máli, en um hendur hús- mæðranna í þessu landi hefur mest af því fjármagni sem alþýðan hefur haft úr að spila farið sem kunnugt er. Er skemmst frá að segja aö þær þr jár konur sem Samtök um kvenna- lista sendu á þing stóðu sig afburöa vel, allar sem ein. Þetta var ekki samkvæmt „ritúalinu” svo fjölmiöl- ar tóku það ráð að þegja sem vand- legast um allt sem frá þeim kom fyrst í stað og reynt var að láta að því liggja að þær heföu fátt til málanna aö leggja. Þar kom þó að málflutn- ingur þeirra varö svo afdráttarlaus að ekki varð þagað um hann lengur. Grein Baldurs Og hér kem ég að því er fékk mig til að skrifa þessar línur. Mánu- daginn 19. nóvember skrifaði karl- rembusvín nokkurt (ég á ekkert annað orð yfir manninn þótt mér þyki nafngiftin ljót og ósmekkleg), Baldur Hermannsson að nafni, framúrskarandi rætna og viðbjóðs- lega grein um Sigríöi Dúnu fyrir afstöðu hennar til álsamningsins. Ber hann henni á brýn að hún hafi ekki sett sig inn í málið og viti ekki um hvað hún sé aö tala. Setur hann síðan fram langloku mikla sem á að sanna mál hans. Eg verð aö játa aö ég hef ekki sett mig svo inn í ál- samninginn að ég geti um það dæmt að hve miklu leyti hann hallar þar réttu máii, þó sér maður strax að margt rekur sig þar hvað á annars hom og einnig að þar er farið með vísvitandi ósannindi. Ég hef engan heyrt halda því fram að orkuverðið til ISAL sé nú 15 milli- dalir á kílóvattstund, það hlýtur að vera „vitmn” sem Baldur hefur fengið til hliöar viö staöreyndir. Þá segir hann að stóriöjuver séu eftir- sóttir vinnustaðir og greiði hærri laun en venja er um sambærileg störf. Þarna held ég að maðurinn verði aö læra betur, hins vegar er alltaf greitt hærra fyrir vaktavinnu en aðra vinnu. Þá sleppir hann að geta þess, í lofsöng sínum um stór- iðjuverið, að þaö er framúrskarandi óhollur vinnustaöur þar sem menn eru útsettari fyrir atvinnusjúkdóma en á flestum öðmm vinnustöðum. Ég get ekki stillt mig um að taka nokkur orð upp úr nefndaráliti Magnúsar Magnússonar um ál- samninginn: „I upphafi er raforku- veröið 12,6 mill (þúsundustu partar úr dollar) á kWst. en fer í 18,5 mill eftir 4—5 ár, en raunvirði verður þá 15,2 mill. Þá er hámarkinu náð og verðið síöan óbreytt í dollurum næstu 16 árin. Eftir 10 ár verður nú- virði komiö niður í 11,5 mill og eftir 20 ár niður fyrir 7 mill á kWst. Það er því ekki verið að tala um — miðað við þessar forsendur — 15 mill á kWst, sem meðalverð á samnings- tímanum, heldur 10—11 mill. Verði verðbólgan í Bandaríkjunum örari en 5% árlega, eöa t.d. 7—8%, verður hrap raforkuverðsins mun örara.” Af þessu má ljóst vera hve ákaf- lega yfirborðskennd og ósönn skrif Baldurs Hermannssonar um þessi mál eru. Af hverju er þá maðurinn að heimska sig á svona skrifum? Það flögrar aö manni að ástæðan sé aö nýlega var skoöanakönnun í DV sem Kjarabarátta á haustmánuðum Kjarabaráttan nú á haustmánuðum er á margan hátt lærdómsrík fyrir launafólk í landinu og verkalýössam- tökin sem heild. Það sem er merkilegt í þessu sambandi er það að það eru samtök opinberra starfsmanna BSRB sem hafa forystuna en ASI gerist síöan eins konar áskrifandi að þeim kjara- 'samningum sem BSRB var búiö að gera. Þetta eru óneitanlega nýmæli í sögu stéttabaráttunnar á Islandi en á sér þó sínar efnislegu forsendur í þróun launakjara opinberra starfsmanna. Launakjör opinberra starfsmanna hafa á undanförnum árum þróast mikiö til verri vegar. Þar þekkjast ein- ungis strípaðir taxtar og samanburður við sambærileg störf hjá einkaaðilum hefur oröiö BSRB-mönnum afar óhag- stæöur. Innan samtaka opinberra starfsmanna hefur af þessum sökum grafið um sig í langan tíma veruleg óánægja og eining samtakanna verið í stórkostlegri hættu. Til dæmis hafa samtök kennara hótað því að segja skilið viö samtökin en hafa jafnframt unnið að því að mynda sérstakt sameinað kennara- samband með aðild kennarasamtak- annatveggja. Þessar aðstæður settu forýstu BSRB í mikinn vanda. Hún stóð frammi fyrir því að annaðhvort yrði hún að koma til móts við þessa óánægju eöa þá hitt að hún ætti á hættu aö samtökin liðuðust í sundur, a.m.k. væri einingu þeirra veruleg hætta búin. Kröfugerð BSRB í samningunum verður því að skoöa í því ljósi, þetta má þó ekki skoða sem svo að ég hafi verið andvígur kröfu* gerð BSRB, nei, þvert á móti. Verkfall BSRB VerkfaU BSRB varð líka afar lærdómsríkt, ekki aðeins fyrir þá sem þátt tóku í því heldur fyrir aUt launa- fólk og alla verkalýðshreyfinguna. Þeir forystumenn úr verkalýðs- hreyfingunni, sem tamt er að nota það orötak að fólkið vilji ekkert gera, ættu GUÐMUNDUR J. HALLVARÐSSON VÉLGÆSLUMAÐUR, TRÚNAÐARMAÐUR Í STJÓRN DAGSBRÚNAR. að leita fanga í nýyrðasafni málvísind- anna til að finna sér eitthvað haldbetra til að tönnlast á. Haustið 1984 veröur e.t.v. minnisstætt fyrir það hvað fólkið vUdi einmitt gera, hvað þaö var tilbúið að leggja á sig. Haustið 1984 var nefni- lega lærdómsríkt haust, það var lærdómsríkt vegna þess aö það sann- • „Það eru að mínu viti ófyrirgefanleg mis- tök að heildarsamtökin skyldu ekki bera gæfu til að leggjast á eitt og knýja í gegn með sameinuðu afli kjarasamninga með kaupmátt- artryggingu í einhverju formi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.